Episodes

Reviews

Analytics

Clips

May 31, 2019
Race For The Prize – Kalsíumhlaðin sprengja litbrigða og hugmynda
The Flaming Lips – Race for the Prize Ef atómsprengja með glimmeri springur í eyðimörk og enginn heyrir í henni eða sér hana. Sprakk hún þá? Önnur spurning. Eins og flestir vita er hægt að kjúfa hljóðmúrinn, þ.e. ferðast hraðar en hljóðið. Þetta geta hraðskreiðar orrustuþotur til dæmis gert og við það heyrast gríðarlegar himnadrunur. En er hægt að loka hljóðmúrnum? Hvað er andstæða þess að kljúfa hljóðmúrinn? Laga hljóðmúrinn, bera á hann extra lag af múrhúð, hylja hann skeljasandi og sveipa yfir hann leikhústjaldi? Er það hægt? Að styrkja hljóðmúrinn?! Hljómsveitin The Flaming Lips frá Oklahoma í Bandaríkjunum er stórt rannsóknarefni. Í raun er sveitin eins mikið indí og nokkur hljómsveit gæti verið – nánast skólabókardæmi. En krafturinn er svo mikill, hljóðheimurinn svo stór, hugmyndirnar svo víðfeðmar, melódíurnar svo fagrar, skilaboðin svo áræðin – að hún hættir að vera jaðar og verður að miðpunkti. Enda er það kannski ekki tilviljun að í kjölfar plötunnar The Soft Bulletin sem kom út rétt fyrir aldamót, varð indí í raun meginstraums. Sándið í laginu “Race for the Price” sem hér er til fílunar, er svo stórt og mikið, að það má byggja á þvín heilu borgirnar. Hugmyndirnar eru svo miklar, litbrigðin svo fjölbreytt, að það má sáldra yfir það kartöfluflögu-krispí-fræjum sem gefa munu af sér metrópólis eftir metrópólis af iðandi vinnslu. Race for the Price er slík sprengja, atómboma indísins. Og líka gott til að gönna síðuna.Fílið!
More info...
54 min
May 24, 2019
Rio – 35 millimetra bresk heimsveldisgredda
Duran Duran – Rio Gestófíll: Gunnar “Taylor” Hansson Núna hellum við okkur út í þetta. Takið fram mittissíðu smókingjakkana með uppbrettu ermarnar, blásið hárið, hyljið varir ykkar með þykkum háfjalla-varasalva. Auðvitað er margoft búið að rifja þetta  upp og hlæja að þessu. En Fílalag kafar dýpra. Þetta er ekkert hláturverkefni heldur alvöru greining. Duran Duran er undir fílunarfóninum og við fengum sjálfan Gunna “Taylor” Hansson, leikara, til að nálgast þetta með okkur. Gunni segir frá norpinu fyrir utan skemmtistaði í Smiðjuhverfinu í Kópavogi þar sem íslenskir fjórtán ára krakkar fuku í rokinu og rifu eitís-jakka sína á naglaspýtum. Hann segir frá risi Birmingham greddunnar og að lokum falli húgenottans Le Bons í borg hins bróðurlega kærleika. Allt er þetta á biblískum skala, því greining á Duran Duran verðurskuldar miklu meira en Viceroy Bylgjufliss. Greining á Duran Duran er greining á heilli kynslóð og heilu heimsveldi. Verði ykkur að góðu – og munið eftir tónleikum Duran í Laugardalshöll þann 25. júní, en hlustun á þátt dagsins er ágætis upphitun fyrir það gúmmelað.
More info...
81 min
May 17, 2019
Rammstein – Þrútinn iðnaðartilli sem þráir mammasín
Rammstein – Rammstein Uppskrift að konsepti: Alið manneskju upp í samfélagi sem dýrkar karlmennsku, hernaðarhyggju og stáliðnað. Bætið við slatta af nasistasekt og uppeldisfræðisblæti. Kryddið með bókmenntasköddun og bóhemískum lífsviðhorfum. Allt fer þetta fram í dauðateygjum þrúgandi kommúnisma og leyndahyggju. Látið manneskjuna æfa sund. Hvað skyldi koma út úr því? Hlustið. Fílið.
More info...
17 min
May 10, 2019
Barn – Barn eilífðar
Ragnar Bjarnason – Barn Sviðsmynd: Ísland og allt sem því fylgir sekkur í sæ. Konseptið klárast. Ekki meiri íslensk tunga. Ekki meiri Öræfajökull. Ekki meiri ORA-baunir. Ekki meiri #MyStopover. Bara allt farið. Blóm og kransar. Samfélag þjóðanna leikur á fiðlu og horfir á eftir þessari hugmynd sem Ísland var. En hvaða lag skyldi leikið? Til greina kæmi að nota sömu sálma til að kveðja Ísland eins og gert hefur verið um borgara þess. Velja eitthvað úr smiðju sálmaskáldsins Valdimars Briem eða Allt eins og blómstrið eina eftir Hallgrím Pétursson. Eða taka Smávinir fagrir á þetta. Basic. En hvað með að syngja annað lag yfir öllu konseptinu. Hvað með lagið og ljóðið um barnið sem lék sér við ströndina. Því hvað er Ísland annað en það. Barn sem leikur sér við ströndina. Alltaf jafn óþroskað, alltaf jafn smátt gagnvart víðáttu hafsins, en þó hugmynd sem líður áfram. Þið afsakið sófa-heimspekina. En hvað er annað hægt þegar maður fílar þennan exístensíalíska slagara? Barn. Hér er um að ræða eilífiðarbarnið, konsept, kjörnun sem gefur heilanum gríðarlegt pláss til hughrifa. Textinn eftir Stein Steinarr takk fyrir túkall. Lagið eftir Ragga Bjarna saltkjöt og baunir túkall. Er hægt glenna tilvistina meira upp? Og að þetta skuli hafa verið samið og flutt á Íslandi fyrir hálfri öld. Að við eigum slíka perlu í okkar búri.  Barnið mitt. Frúin hlær í betri bíl. Ó, barnið mitt. Það vex eitt blóm lengst fyrir vestan. Ó, barn!
More info...
52 min
May 3, 2019
Love Don’t Cost A Thing – Þegar allt glóði
Jennifer Lopez – Love Don’t Cost a Thing Popptíví tíminn. Latin sprengjan. Bronshúðað fólk, dansandi á ströndinni. Glingur og drasl á hverjum fingri, eyrnalokkar, naflalokkar, allt í gangi. Og drottningin, sem var reyndar stærri en þetta allt. Jennifer. Úr hverfinu, bronsuð úr Bronxinu. Hápunkturinn var í kringum 2001. Þegar hún stytti nafn sitt í J.Lo og gaf út samnefnda plötu. Þá kom “Love Don’t Cost a Thing” út. Ástin er ókeypis. En allt hitt kostar. Bílar, skartgripir, merkjaföt. Það var nóg til.Hlustið. Fílið.
More info...
56 min
April 26, 2019
Summer In The City – Bartar, hiti
The Lovin’ Spoonful – Summer in the City Hvar? New York borg, New York ríki, Bandaríkin. Hvenær? 4. júlí 1966. Hvað? Sprengja af himnum. Er hægt að ímynda sér heitari kjarnaorku en sjóðheitan júlídag á miðri Manhattan í miðri sexunni? Heimsveldið með allt í botni. Heraflar á hreyfingu í Asíu. Bílar að spýtast út úr verksmiðjum í Detroit. Bráðnandi Hershey kossar í vösum. Skrifstofukonur í stuttum kjólum að hoppa á milli skugga með svitadropa á enni. Byggingarverkamenn með loftpressu. Loftpressa í höfði allra. Hippar á rúgbrauði með vélindabakflæði af stemningu. Bítnikkar með alpahúfur að öskra á brúnan múrsteinsvegg. Það er sumar. Það er city. Það er sumar. Það er city. Fílið.
More info...
46 min
April 19, 2019
American Girl – Gallaefni nuddast saman, neistar fljúga
Tom Petty & The Heartbreakers – American Girl Innkoma Thomas Earl Petty inn í ameríska músíksenu er jafn einföld og hún er ótrúleg. Ef hjartað er á réttum stað þarf þetta ekki að vera flókið. Bara klæða sig í gallajakka, strappa á sig Rickenbacker og tengja sig inn í strauminn. Tom Petty er stóri galdurinn í músíkinni. Risastór hamfarakrókódíll sem náði að sameina rokk – nánast pönkað púlkjuðarokk – við þjóðlagatónlist og djúpa textasmíð – en samt koma þessu öllu í poppbúning og selja milljónir platna. Og þetta gerði hann þó hann liti alla tíð út eins og fuglahræða. Og þetta gat hann því allan tímann brann sólarkjarnaheitur eldur inn í honum. Og það er eldurinn sem heyrist í laginu sem kom Petty á kortið. Lagið um amerísku stúlkuna. Og hver er sú bandaríska? Við munum aldrei vita það. Við vitum bara að eldurinn brann líka í henni. Og þetta er heitur eldur. Til samanburðar þá er eldurinn sem brennur í Bruce Springsteen dísilolíueldur, seigur og síheitur. En eldur gallabuxnaprinsins frá Gainesville er óræðari enda er eldsneytið niðurbrædd hjartafita. Slíkur eldur brennir á óskilgreindan hátt. Þið skiljið sem viljið skilja. En allir munu fíla.
More info...
69 min
April 12, 2019
Final Countdown – Með sjóðheitan kjarnorkuúrgang í klofinu
Europe – The Final CountdownÞað var lokaniðurtalning í gamla Nýló salnum þegar hármetal-hesthúsið Europe var fílað í allri sinni dýrð, frammi fyrir fílahjörðinni. Tjúúúúú. The Final Countdown er það sem við viljum öll. Spólgröð kaldastríðs negla með hestamannaívafi, sænskt metal-salat með öllu helstu trikkunum: lúðra-synthanum, ofurhraða gítarsólóinu og óperusöngstílnum. Kannski besta iðnaðarrokksnegla sögunnar. Leiðtogafundurinn. Eiki Hauks í leðurfrakka. Jóreykur á himni. Tikkið í fánastöngunum fyrir utan Staðarskála. Sokkur í klofinu. Takk fyrir okkur Fílahjörð. Njótið. Fílið!
More info...
55 min
April 5, 2019
Fix You – Alheimsfixið
Coldplay – Fix YouRétt eins og stýrikerfið á tölvunni þinni er með „settings” eða „preferences”, þá hefur hinn hlutlægi heimur einnig stillingar. Og í dag er hin vestræna veröld stillt inn á afstæðishyggju, trúleysi og dýrkun á einstaklingnum. Í því felst að ekkert er réttara en annað eða fegurra en annað. Þetta er póst-módern stilling. Og það er í sjálfu sér ekkert að henni. En hin vestræna veröld er samt ekki jafn afstæð og við höldum í fyrstu. Hún er líka með stillingar sem leyfir ákveðnum öflum að koma í stað trúarvalds. Í innbyggðum stillingum nútímans virðist sem að leyfilegt sé að hleypa einni angló-saxneskri strákagítarhljómsveit inn í alhygðar-samtalið á um það bil tveggja áratuga fresti.Coldplay er þetta afl. Hin óstuðandi andlega nærvera sem líknar. Arftaki U2 sem mannelskandi, transpólitíska sameiningaraflið sem jafnt fasteignasalar sem frumulíffræðingar hlusta á undir stýri og gráta við á leið heim úr vinnunni eftir erfiðan dag.Coldplay gefur skammtinn. Coldplay gefur fixið. Við erum pelabörn.
More info...
58 min
March 29, 2019
Unchained Melody – Ballad Maximus
Righteous Brothers – Unchained MelodyHvað er hægt að segja? Hér er um að ræða stærstu ballöðu hins vestræna heims. Lag sem hættir ekki að rísa. Spanið er gríðarlegt. Hér er stiginn rússneskur ballet í bland við amerískan babtista-skjálfta. Allt er undir. Allt vinnst. Í Unchained Melody leysist allur mannsandinn úr læðingi. Unchained Melody er gjöf. Við þiggjum. Við fílum.p.s. athugið að í þættinum var að hluta til notast við ranga útgáfu af æviágripi Hy Zarets, textahöfundar lagsins, og hann sagður hafa lært verkfræði. Hið rétta er að hann lærði lögfræði.
More info...
46 min
March 22, 2019
Marquee Moon – Glorhungur í myrkur og norp
Television – Marquee Moon Þá er það East-Village Fokkjú baugasnilld í boði ameríska frumpönksins. Undir nálinni er Television. Önnur eins leðurjakka tyggjó slumma hefur aldrei verið tekin upp eins og fyrsta platan með þessu póetíska gítarglamrandi braki. Television er grímulaus ásókn í fegurðarskaðræði. Til að fegurð ljóssins sjáist þarf einnig að fíla skuggana. Television teygir sig langt eftir hinu skyggða. Hér er um að ræða lakkríssvartan kadilakk sem fossast ofan í svarbrúna mold. Fílið þetta og dettið svo niður, glorhungruð og beygð, geislavirku rotturnar sem þið eruð.
More info...
53 min
March 15, 2019
Númeró 200
Fílun í lok þáttar: The Zombies – This Will Be Our Year Í tilefni af 200. þætti Fílalags fer Sandra Barilli með okkur í ferðalag um lendur fílanna. Viðkomustaðir eru ýmis skemmtileg atvik úr sögu þáttanna þar sem dagsetningum er haldið skilmerkilega til haga. Ringó fer á klósettið, Paul Simon stendur ráðvilltur frammi fyrir stafrænni upptökutækni, Kim Larsen pantar sér Eldum rétt. Þetta og fleiri sögur má finna í tímamótaþætti dagsins.
More info...
46 min
March 8, 2019
Forever Young – Dramatík. Fegurð. Kviðristun.
Youth Group – Forever Young Alphaville – Forever Young Það eru tvær útgáfur undir nálinni hjá Fílalag í dag en aðeins eitt lag. Og þvílíkt lag. Hér er ekkert lítið í húfi. Heimurinn, fegurðin, æskan.Forever Young er rýtingur í kvið dauðlegra. Hversu oft hefur einhver horfst í augu við staðhæfinguna: það er erfitt að eldast án málstaðar – og sokkið við tilhugsunina? Og nú er komið nýtt sjónarhorn á þetta alltsaman – því höfundar Forever Young eru allir komnir á sjötugsaldur. Þessi fílun er veisla. Hlaðborð hugmynda. Á meðal þess sem er á boðstólnum er: Kalda stríðið, vestur-þýskt myndlistarfokk, neórómantík, O.C.-tímabilið, brúnu krullurnar, converse-smokrunin, óperufasteignasalar, æska, hringtengingar, valdarán og fegurð. Allt fölnar, allt deyr, ekkert varir að eilífu. Þess vegna er lífið fagurt, vegna þess að hvert augnablik er einstakt. Það eina sem kemur aftur er áminning um hið liðna og horfna. Lífið er ein stór bíósýning af kviðristandi rýtingum. Youth Group. Æskudeildin. Alphaville. Fasískir fegurðarseggir. Mundið hnífa ykkar og leyfið okkur að falla á þá.A
More info...
79 min
March 1, 2019
Modern Love – Að gönna Síðuna
Hann mætti aftur, sólbrúnn, í stórum jakka og gult hár. Hann tætti í sig áttuna. Við erum að tala um Hnífa-Davíð í sinni tíundu endurholdgun. Platan hét Let’s Dance og hittararnir komu í röðum. Modern Love líklega sá mest gírandi. Það er bannað að spila Modern Love með Bowie nálægt kirkjugörðum. Alls ekki mæta með gettóblaster í Fossvogskirkjugarð og setja þetta lag á. Það ærir líkin. Þau byrja að dansa ofan í gröfum sínum og það kemur hreyfingu á jarðveginn, sem getur valdið jarðsigi og aurskriðum. Sýnið ábyrgð. Modern Love er hinsvegar fullkomið lag til að hlusta á þegar kálfum er hleypt út á vorin. Og einnig þegar farið er út að skokka. Smeygið nú á ykkur hlaupaskóna, setjið á ykkur eitís-svitabönd og gönnið Ægissíðuna. Hlaupið eins og sperrtir kálfar. Það er kominn tími til að gönna Síðuna.
More info...
38 min
February 22, 2019
Freak Like Me – Hlaðið virki
Sugababes – Freak Like MeÞað er komið að því að kafa ofan í popptíví-árin. Þegar popptónlist innihélt ekki siðferðisleg skilaboð. Sugababes komu frá London og slógu í gegn með sinni fyrstu plötu ári 2000. Tveimur árum síðar hélt sigurgangan áfram með lögum eins og Round Round og svo laginu sem fílað er í dag, Freak Like Me. En Freak Like Me á sér lengri sögu. Það er ábreiða af lagi Adinu Howard frá 1995, sem var sjálft inspírerað af fönkmúsík frá miðri sjöunni, og var síðar hefað af Sugababes með breskri nýbylgju. Freak Like Me með Sugababes er eins og kastali sem sífellt hefur verið styrktur og bættur. Niðurstaðan er býsna skotheld popp-klassík. Þetta útskýrist allt betur í þætti dagsins. Fílið!
More info...
58 min
February 15, 2019
Year of the Cat – Ofið teppi úr sjöunni
Al Stewart – Year of the Cat Þá er komið að einu hnausþykku. Hér er um að ræða twix rjómasúkkulaði þar sem karamellan mallar við kjörhitastig. Breskt þjóðlagakonfekt með óskiljanlegum en þýðum texta. Hér er allt gert rétt. Þetta er lag til að príla í. Að þessu sinni er fílunin hrein. Það er hvorki hægt að skilja né greina Ár kattarins til hins ítrasta. Það er aðeins hægt að skynja það, þreifa á því, fálma í átt að því. Kötturinn hefur alltaf vinninginn. Þú þarft að dýrka hann, dá hann, smjaðra fyrir honum, elta hann, hoppa í gegnum gjarðir fyrir hann. Og hann á allt skilið. Við erum stödd í ári kattarins. Sleikið loppur ykkar og djúpfílið þetta.
More info...
62 min
February 8, 2019
Blue Velvet – Ég er einn og það er vont
Bobby Vinton – Blue Velvet Bobby Vinton, pólsk-ameriski prinsinn. Myrkrið, mýktin, rafmögnun flauelsins. Sveppaský í bakgrunni. Ofbeldi í lofti. Einu sinni var. Mannslíkaminn.Húsasund í Pittsburgh. Lýsandi glyrnur í myrkrinu. Spítölun. Líkaminn er klastur, vöðva sina og eldglæringa. Bandaríkin eru ljóðrænni en öll Vestur-Evrópa til samans. Pennsylvanía ein og sér skákar allri Skandinavíu. Dreptu í sígarettu í bananasplitti. Ræstu Plymouthinn. Fílaðu mannsbarn fílaðu þetta annars munu vofurnar elta þig bak við peningatankinn og lemja þig eins og teiknimyndafígúran sem þú ert.
More info...
70 min
February 1, 2019
Chase the Devil – Skrattinn og Sogæðakerfið
Max Romeo – Chase the Devil Hvað gerir maður gegn djöflinum? Ef hann hittir hann einn á túni til dæmis? Hvað gerir hann? Segir hæ? Berst við hann? Eða setur hann á sig járnbrynju og eltir hann. Eltir hann lengi, lengi. Lagið “Chase the Devil” eða “Eltu Skrattann” eins og það útleggst á íslensku er köfun ofan í sál mannsins. Lagið er samið og flutt af sannfæringu, í ástandi alskynjunar, æðis ofsóknar og niðurstaðan er músíkalskt og lýrískt tómarými. Ekkert verður tekið af þessu lagi. Ekkert fer heldur inn. Það er fullkomnað.
More info...
49 min
January 26, 2019
Common People – Nikkuspil neðan þilja (live á Kex Hostel)
Eftir næstum fimmtán ár af ströggli sló hljómsveitin Pulp í gegn. Þau komu frá Sheffield og höfðu norpað í artí nýbylgju rokk baslinu svo lengi að fitugir hártoppar þeirra voru komnir með sjálfstæðar kennitölur. En svo gerðist það. Pulp sló í gegn. Brit poppið kom til bjargar. Fyrst var það lagið Babies árið 1992. Enn fastar var bankað á dyrnar með laginu Do You Remember the First Time sem kom út 1994. En það var svo 22. maí árið 1995 – á hátindi brit-poppsins – sem Pulp kláraði dæmið og varð að tákni á himninum, en það var útgáfudagur lagsins Common People. Common People er sexaður alþýðusöngur. Óður til plebbisma, smárrar hugsunar en umfram allt stemningar. Ekkert ærir fólk meira en lög sem fjalla um það sem ærir fólk, sem er nákvæmlega það sem Common People gerir. Venjulegt fólk dansar, drekkur, ríður, reykir, spilar púl, syngur, trallar. Og þetta öskrar Jarvis Cocker með sinn litla munn, fyrir hönd alls fólksins í Sheffield og alla sem vilja hlusta. Loksins. Eftir hálfan annan áratug af norpi fékk venjulega fólkið loksins rödd. Fílunin á Common People var tekin upp „live” að viðstöddu margmenni á Nýló sal Kex-hostel við Skúlagötu. Miklar þakkir til allra sem mættu, í nikkuspilið neðan þilja, þar sem venjulega fólkið skemmtir sér.
More info...
66 min
January 18, 2019
Garden Party – Partíið endalausa
Mezzoforte – Garden Party Það eru engin orð framkölluð í laginu sem er fílað í dag. Í því heyrist aðeins söngur saxafóns og tóna. Það er enginn skrítinn framburður sem upplýsir um uppruna, stétt eða stöðu flytjandans. Hér er leikinn hreinn gleðidjass, tónlistin sem leikin er í lyftunni upp í sjöunda himin. Að þessi músík sé framkölluð af rúmlega tvítugum íslenskum krökkum úr plássi í Norður-Atlantshafi, er dæmi um hvernig vegir tónlistargyðjunnar eru órannsakanlegir. Garðpartí Mezzofortes er snurðulaust, tímalaust og endalaust. Fílið. Njótið.
More info...
55 min
January 11, 2019
So Alone – Krummi krunkar í tyggjóbréf og andar ferskleika
Bang Gang – So Alone Hér er farið yfir Bang Gang. Og hér er að mörgu að hyggja.Aldrei gleyma Hrafna-Flóka. Aldrei gleyma undirgöngunum undir Miklubraut, svarta svaninum, fituga syntha-hárinu, tíkallasímunum. Íslenska kúl. Aldrei gleyma hvaðan þú komst. Íslenska kúl. Þegar þú ert alveg við það að týna þér í hashtag mystopover mulningi. Aldrei gleyma skeljasandsklæddum lakkríssnuddunum. Aldrei gleyma asbast-súpu lyktinni fyrir utan Elliheimilið Grund. Ekki gleyma því. Það verður allt í lagi. Við eigum þetta skilið. Við eigum skilið að svífa um í fjallakláf í myntuferskleika. Við eigum gríðarlegan hressleika skilið. Svo mikið höfum við lagt á okkur. Þessi þáttur er ekki aðeins um hljómsveitina Bang Gang heldur er hann einnig tileinkaður hlutdeild hennar í draumi okkar allra. Barði og kó. Takk fyrir allt
More info...
57 min
January 4, 2019
Call On Me – Graður Svíi penslar
Í fílun dagsins er farið í skemmtilegt ferðalag um vegi poppsins. Eric Prydz heitir listamaðurinn sem er til umfjöllunar. Ef maður myndagúglar Prydz, sem er sænskur plötusnúður með sterkan rave-bakgrunn, fær maður upp mynd af hálf-miðaldra manni með Audda Blö húfu og skegghýjung. Og árið 2004 var árið hans. Þá gaf hann út lagið sitt, Call on Me, sem notar sampl úr laginu Valerie sem sungið var af Steve Winwood árið 1982. En Steve Winwood er ein af hetjum bresku sexunnar og var til dæmis orðinn meðlimur í Spencer Davis Group þegar hann var fjórtán ára. Winwood átti síðar eftir að spreyja yfir Gullbylgjuna með bæði sjöu- og áttu-hitturum og er Valerie í þeim flokki. En þessi 2004-negla, sem hér er til fílunar, er einskonar samantekt á poppsögunni Um er að ræða ungæðislega froðu, skreytta með trixum síns tíma. Prydz finnur leið til að kreista eins mikla stemningu út úr melodíunni og hægt er. Hann finnur sjálfan greddu-elixírinn. Lagafílun verður ekki skýrari. Hægt væri að trylla inn gettóblaster á Líkdeild Landspítalans í Fossvogi og jafnvel hinir dauðu mundu rugga sér í lendunum við að heyra þann mulning sem hér er borinn á borð. Njótið. Fílið.
More info...
26 min
December 28, 2018
Turn! Turn! Turn! – Breyting, snúningur, beygja, umrót
The Byrds – Turn! Turn! Turn! Hvað eiga ofbeldisfullir konungar Ísraels til forna sameiginlegt með sólbrúnum 68 kynslóðar kaliforníu-hippum? Allt. Hér mæta þeir inn í taugakerfi ykkar. Fogglarnir. Moppuhártoppslegnir Los Angeles gítar-prestarnir. Tambúrínu-lemjandi hass-hvolparnir. Með tvö þúsund og fimm hundruð ára boðskap.  Þú hefur fengið fimmtíu og þrjú ár til að búa þig undir boðskapinn. Og það er nógur tími. Fyrir sérhvern tilgang, er tími. Örvænting er ekki til. Og friðurinn mun sigra stríðið. Það er aldrei of seint að elska. Það er alltaf tími til að smyrja kæfu á rúgbrauð. Gleðilegt nýtt ár. Gleðilegan nýjan snúning, nýja umbyltingu, nýja beygju á lífsins braut sem við fetum í eilífri hringrás, aftur og aftur og aftur, þar til fuglarnir hrynja af himnum og boðorð konungsins í Babýlon verða ómerk. Gleðilegt líf, fíling skuluð þér eiga.
More info...
51 min
December 21, 2018
Fairytale of New York – Þegar allt er meyrt
The Pogues – Fairytale of New York Löngu áður en Jésú kristur ákvað að heiðra jarðarbúa með nærveru sinni var fólk byrjað að dýrka vetrar- og sumarsólstöður. Það var tíminn þegar dulveröldin sameinaðist þeirri raunverulegu, þegar álfar og vættir fóru á kreik, ríkir urðu fátækir og fátækir ríkir. Vetrarsólstöður, jólin, eru einnig tími þar sem fortíð og nútíð renna saman. Þegar horft er svo mikið inn á við að ákvarðanir fortíðar standa manni ljóslifandi fyrir sjónum. Og að lokum skal í þessum textabút, þess gætt, að jólin eru tími alþýðunnar. Allt þetta kristallast í laginu sem er fílað í dag. Fairytale of New York með alþýðu-pönk-þjóðlaga hljómsveitinni The Pogues. Sérstakt jólalag, alveg tímalaust, sem fjallar um þennan tíma ársins, þegar allt er meyrt, þegar allt er hægt, þegar von og vonbrigði verða í raun sami hluturinn, kvíði og eftirvænting sömuleiðis. Þetta er lag um sköddun, nánd og allt það malt og appelsín. Þetta er póesía, þétt vafinn vöndull. Hlustið. Fílið. Gleðileg jól.
More info...
56 min
December 14, 2018
Laisse Tomber Les Filles – Láttu stelpurnar í friði
France Gall – Laisse Tomber Les Filles Mið-sexu stælarnir. Tyggjóið. Franska yfirlætið. Gainsbourg-töfrarnir. Stelpu yé-yé. Þetta er gírandi. Fíkn. Daníelsbók biblíunnar. Úthverfi í London. Vitiði ekkert hvað er á seyði? Hlustið á þáttinn. Hlustið á þáttinn kisur. Knémenn. France Gall söng þetta. Gainsbourg skrifaði þetta. Um slíkt himnastöff þarf að fara fögrum orðum. Aðeins hógvær orð duga. Við reyndum. Fílið.
More info...
61 min
December 7, 2018
You’ll Never Walk Alone – Gangráður heimsbyggðar
Músík er sameinandi afl sem spyr hvorki um stétt né stöðu. Þetta eru væmin orð, en þó alveg sönn. Jafnvel hörðustu rokkarar koma heim af djamminu og sjá endursýningu á Mamma Mia á bíórásinni og skæla ofan í leðurjakka sína. Lagið sem fílað er í dag er upphaflega úr söngleik – mjög væmnum Broadway-söngleik – en það er í dag fílað af hörðustu iðnaðarmönnum. Líklega er ekkert lag hummað jafn angurvært í Smiðjuhverfinu í Kópavogi og einmitt þetta lag. Já. Það hitti heiminn í hartastað. Það hefur verið sungið í kommúnum, kirkjum og á fótboltavöllum (og ekki bara hjá aðdáendum Liverpool). Verum vinir, verum glöð, hvar í flokki sem við stöndum og sama með hverjum við höldum. Föðmum náunga okkar, þrýstum brjósti hans að okkar þannig að sómasamlokan í vasa hans springur í plasti sínu. Og öskrum saman Smiðjuhverfis-sálminn. Lífið er sársauki, en við finnum hann öll saman.
More info...
0 min
November 30, 2018
Love Will Tear Us Apart – Fenið
Ef til væri playlisti sem héti: “Motivational hits fyrir fólk sem fílar ekki Motivational hits” þá er alveg öruggt hvaða lag væri þar efst á blaði. Love Will Tear Us Apart. Lag sem hefur ært ófáan Englendinginn í gegnum tíðina, kramið hjörtu og látið varir herpast. Samt er lagið enginn gleðisprengja. Það fjallar um þjáninguna. Manchester gráminn, myndlistarsköddunin, vonleysið, mátturinn og dýrðin. Joy Division. Fílalag sökk í fenið í dag.
More info...
60 min
November 23, 2018
Að leggja sér músík til munns (Fílalag + SOÐ)
Fílalag fékk Kristinn Guðmundsson hjá Soð með sér í lið fyrir sinn nýjasta þátt. Á meðan Snorri og Ebbi fíluðu lagið A Whiter Shade of Pale eldaði Kristinn mat sem byggðan er á laginu, en Soð er matreiðsluþáttur. Það er því einnig hægt að horfa á þennan þátt Fílalags, í styttri útgáfu, hjá Soð. A Whiter Shade of Pale með Procol Harum er einn stærsti fíllinn í stofunni. Risastórt lag sem skóp sexuna og hefur legið eins og hula yfir vestrænni menningu alla tíð síðan. Það þurfti fleiri skilningarvit heldur en eyrun til að fíla þetta lag og því var brugðið á það ráð að elda lagið líka – Kristinn sá um það – og var afraksturinn svo snæddur í lok lags.  Já. Lagið var étið. Þetta útskýrist betur ef hlustað er á þáttinn. Njótið, snæðið, fílið.
More info...
81 min
November 16, 2018
Nákvæmlega – Þegar Suðurland nötraði
Skítamórall – Nákvæmlega Gestófíll: Sóli Hólm Fílalag fékk sérstakan gest til sín til að útskýra hinn mikla hamfarakrókódíl sem sunnlenska aldamóta-sveitaballapoppið var. Sóli Hólm mætti og nötraði er hann lýsti af áfergju stemningunni í raðhúsapartíi í Hveragerði árið 2000 og fílingnum sem skók allt Suðurlandið á árunum 1997-2002. Já. Þetta var einn stór jarðskjálfti og suðurlandsskjálftinn 17. júní árið 2000 (sem var eiginlegur jarðskjálfti) var nánast hlægilegur í samanburði. Þetta hófst upp úr miðri níunni og fer virkilega af stað í kringum 1997 þegar Land og Synir mæta með Vöðvastæltur og Skímó bongóar sig inn með Nákvæmlega. Fræðist. Fílið.
More info...
69 min
November 9, 2018
Just the Way You Are – Brúnhærð, krulluð sjöa
Farið er á rostungaveiðar í dag. Sjálfur Billy Joel er fangaður og ekki er um lítið skrokk-ummál að ræða. Billy Joel, píanómaður, spelmaður með þykka höfuðkúpu, er dreginn á land, löðraður lýsi. Joel hefur átt nokkur tímabil. Hreinræktaður píanómaður, MTV-brúða en þó ávallt boxari og Bronxari. Og hér er gripið inn í eitt hans mikilvægasta tímabil sem nefnist hjartaknúsara-sjöan. Hér er allt til reiðu: brúnu krullurnar, sjúskaði blazer-jakkinn, wurlitzer píanóið. Allt klárt. Það væri ekki leiðinlegt að sitja inn á ítölskum veitingastað í Bronx-hverfinu í miðri sjöu, í ljótum jakka, stressaður vegna skattaskulda, og heyra þetta lag koma í útvarpinu meðan börnin maula brauð úr körfu. Stemning.
More info...
71 min
November 2, 2018
Angel – Gríðarleg árás
Massive Attack – Angel Hnausþykkt vax drýpur. Á er skollið hakkaramyrkur. Nú mega vinirnir vara sig. Engillinn stígur niður. Dimmt er myrkur augna. Tortíming er í nánd. Pópúlar músíkk verður ekki dýpri, ekki seigari. Í kolakjallaranum brenna eldar í ofnum. Fílið og deyið.
More info...
48 min
October 26, 2018
I Put A Spell On You – Álagsstund
Það fór fram hópfílun þegar Fílahjörðin mætti við drykkjarstöðvar sínar og stakk sér á bólakaf í tilfinninga-uppnáms-stomperinn I Put a Spell on You. Var lagið bæði mergfílað með höfundi sínum, Screamin’ Jay Hawkins og svo einnig með Creedence Clearwater Revival. Sérhver taug var þanin í þessari fílun. Móða stríðsins. Ofsi afbrýðisseminnar. Ofsóknaræðið og lostinn í sjokk og tortímingu. Það er rosalega mikið undir í lagiu I Put a Spell on You. Það er verið að leggja álögur á manneskju – jafnvel alla sem á hlýða. Að verki eru galdar, ef ekki kölski sjálfur.
More info...
62 min
October 19, 2018
Money For Nothing – Ókeypis peningar
Árið er 1985. Heimsbyggðin er þyrst í rokk og popp. Kalda stríðið er í gangi en fólk austan járntjaldsins vill snjóþvegnar gallabuxur og ískalt kók. Dire Straits mæta, með sjálfan Sting sér við hlið, og gefa heiminum seðjandi mjólk úr júgrum sínum. Money for Nothing. Um er að ræða bæði upphafningu og ádeilu á MTV-kynslóðina og poppstjörnulífstílinn. Grannur vegur að feta, og aðeins á færi útlærðustu popp-séffa, sumsé aðeins á færi Knopfler-bræðra og vina þeirra. Hlýðið á og sperrið eyrun eins og refir.
More info...
59 min
October 12, 2018
Spirit in the sky – Ljósið við enda ganganna
Hvernig ætli stóra ferðalagið sé? Hápunktur allrar lífsreynslu hlýtur að vera sjálf himnaförin. Að klára dæmið og sameinast alheims-andanum. En er hægt að reyna að ímynda sér það? Í velmegunar-skýi sexunnar voru menn og konur allavega komin þangað. Norman Greenbaum fór langt með að koma fólki í nýja vídd með lagi sínu Spirit in the Sky sem kom út 1969 – en það var sama ár og Bandaríkjamenn komu manni á tunglið. Stemningin í laginu Spirit in the Sky er svo yfirgengileg, að mörgum þykir nóg um. Það er einfaldlega farið alla leið í þessu lagi. Himnasjomlinn sjálfur er að gefa high-fives. Þetta lag er kaleikur. Há-stemning og rússibani í slómó. Sleikið út um og fílið. Vúff.
More info...
55 min
October 5, 2018
Waterfalls – Jarmið. Gjaldþrotið. Geggjunin.
Það þurfti ekkert minna en vel-versaðan gestófíl til að afhausa fílinn í herberginu þegar Waterfalls með TLC var tekið fyrir. Sandra Barilli, bransakona, mætti í fílun og fór yfir stóru umfjöllunarefni Níunnar. HIV, dópið, stúlknasveitir og jarmið. Tionne „T-Boz” Watkins, Lisa „Left Eye” Lopes og Rozonda „Chilli” Thomas mynduðu TLC og urðu strax vinsælar, fóru svo í klassískt bransagjaldþrot, en náðu sér á strik aftur. Saga þeirra inniheldur allt það svakalegasta úr amerískri öfgamenningu og umfjöllunarefni laganna eru ekki á smáum skala heldur. Waterfalls fjallar um stór málefni. Að ætla sér ekki um of. Annars endar maður dauður. En það enda svo sem allir þannig – en um það er einnig fjallað í þættinum. Hlýðið á og samfílið. Á borð er borinn risasmellur.
More info...
81 min
September 28, 2018
Our House – Afar vel smíðað hús
Þeir voru sperrtir, glenntir og illa tenntir. Crosby, Stills, Nash og Young, með hassmola í vösum átján hundruð grýlna jakka sinna. Þetta var súpergrúbba – rjómi flower-power menningarinnar, tappaður á þjóðlagapela. Los Angeles. Víetnam-stríðið. Glamrandi gítarar. Alpha-male raddanir. Tónleikasalir fylltir 60s woke gleraugnaglámum. Milljón eyru sperrt. Þvílík stemning. Crosby, Stills, Nash og Young fluttu napra gáfumanna snilld sáldraða ofan í fílgúddbúðing. Ein mikilvægasta hljómsveit amerískrar sögu eða bara fjórir fokkerar með yddaða drjóla. Take your pick. Hér var allavega hlaðið í afar ljúft lag – Our House – friðelskandi laglína, sönn og allsber. Fílið.
More info...
66 min
September 21, 2018
With Or Without You – Leggstu í fósturstellingu, hver sem þú ert, hvar sem þú ert
Hver ertu? Þú! Hvort sem þú borðaðir bjúga í kvöldmat eða slafraðir í þig fusion-rétti á sushi samba innan um fasteignasala og myndlistarflippara. Hver sem þú ert! Leggstu á malbikið. Láttu þig sökkva. Hvar sem þú ert. Ertu á Sauðárkróki að drekka nýmjólk eftir vakt hjá Rækjuvinnslunni? Ertu lögga með vélindabakflæði? Ertu það? Ertu kristinn, múhammeddískur eða stundar þú átrúnað á salamöndruna? Eða ertu bara eins og flestir aðrir, vantrúaður en þó hallelúja-öskrandi í takt við kreddu líðandi stundar, coleman þægilegur monthani með dramb sem engan ýfir? Fyrir þrjátíu árum síðan lögðu fjórir Írar mottu. Og hún hjúpar þetta allt. Hún hylur sjálfa flatneskjuna. Og ef þú vilt ekki fatta það – þá fílarðu ekki sjálfan þig. Og við því er ekkert að gera. En Bono og félagar fíla þig samt. Þeir elska þig, skilyrðislaust. Og munu alltaf vinda blóð úr hjarta sínu fyrir þig.
More info...
69 min
September 14, 2018
Lust For Life – Lostaþorsti
Stundum er allt í góðum gír. Allir sáttir. Enginn með vesen. Matur í ísskápnum. Bíómynd í sjónvarpinu. En þá grípur fólk einhver losti. Þorsti í skaðræði, gríðarleg löngun í tortímingu og rassaspörk. Um það fjallar lagið Lust for Life. Það er hin hreinræktaða stemning. Ásókn í romp. Hér er hún mætt: sálarbaseraða, pönk-lúppan – lamin saman af David Bowie, margarín-smurð af Iggy Pop. Ef eitthvað lag verðskuldar F.Í.L.U.N. þá er það þetta lag.
More info...
64 min
September 7, 2018
I Wanna Be Adored – Ljónið öskrar
Hafið þið verið að fíla Liam Gallagher á netinu? Hafið þið verið að rifja upp 90s fílinginn, anorakkana, sólgleraugun og brit-pop-strigakjaftinn? Gleymið öllu sem þið hafið verið að gösla í. Gleymið öllu, því allt er þetta bara lélegt endurvarp af frumöskrinu. Stone Roses. Þeir mættu með fyrstu plötuna sína 1989. Og Britpop fæddist! Madchester-typpafnykurinn var svo rosalegur að fólk er enn haldandi fyrir vit sín. I Wanna Be Adored með Stone Roses er þvílík opnun, þvílík gangræsing, þvílík sprengja – að annað eins hefur ekki sést síðan. Ljónið öskrar. „Þú dáir mig”. „Þú dáir mig”. Og mér er alveg sama. Ég hef enga sál. Myndlistarsköddun, súld, stórir gítarar, pillur.
More info...
49 min
August 31, 2018
Myth – Svifryk. Blóð. Brúnar krullur.
Nú er fjandinn laus. Fílalag er á nálægum slóðum. Í dag er lag úr indíkreðsunni frá 2012 tæklað. Það er Airwaves norpið. Það er fjúkandi Japaninn. Það er strandkofinn í mistrinu. Óhamingunni verður allt að vopni. Eldur úr iðrum, ár úr fjöllum, goðsögnum eyðir. Allt hverfur. Jafnvel mistrið. Það hverfur líka. Ó mistrið. Það sem þú faldir skiptir engu máli. Það varst þú – mistur – sem varst sæta stelpan á ballinu. Baltimore drulluhalar.
More info...
65 min
August 24, 2018
Walking On Sunshine – Lík dansa
Fílalag er snúið aftur eftir tveggja vikna hlé. Snorri er nýgiftur og svífur nú um á rósrauðu skýi. Fílun dagsins er því fílgúdd-þykknið sjálft „Walking on Sunshine”. Sjaldan hefur annarri eins rakettu verið spýtt inn í hagkerfið og þessu lagi. Það komast allir í fíling við að heyra þetta lag. Ef þetta lag væri spilað í kirkjugarði þá fara líkin á hreyfingu. Þetta er pakki fullur af sól – yndi allra markaðsfræðinga, brúsa-á-töppuð stemning: flutt af mjóum new-wave Englendingum í þunnum frökkum og amerískri heimasætu. Þvílíkt kombó, þvílíkt bingó, þvílíkt bongó fyrir heilann.
More info...
70 min
August 17, 2018
Parklife – Chav-tjallismi
Þeim langaði að fanga breska hversdagsstemningu. og þeim tókst það. Blur hlóð í væna wagner-í-eldspýtustokk-exístensíalíska-popp-sápu-óperu, sem þó aldrei rís, heldur kraumar allan tímann eins og skaftpottur á gamalli AGA eldavél í sundurmolnuðu múrsteinshúsi í Longsleddale í Kúmbríu. Um er að ræða bresk tilþrif: gnægtarborð tilvísana, undiröldu og stemningar, í mónótónískum sælgætisumbúðum. Það skrjáfar og glitrar en eldsumbrotin fara öll fram neðan jarðar, eins og breskt heimavistarskólaprump sem smýgur gegnum þykkar ullarbrækur áður en það er veitt ofan í mjólkurglas hvers botn er kinglóttur sem gleraugu herra Winston Ono. Njótið og fílið.
More info...
51 min
August 10, 2018
Nights in White Satin – Pluss-áklæði kynslóðanna
Hér verður sigið ofan í þægilegt aftursæti á biblíusvörtum leigubíl sem keyrir í gegnum rigninguna í gljáandi stórborg. Baby by your side. Sexan varð sjaldan jafn sexí, jafn pluss-rafmögnuð. Nögl er dregin eftir silki-áklæði. Svartir olíudropar rigna yfir ljóskerin. Þeim tókst það. Þessum bresku pöbb-stemnings-böllum tókst það. Aldrei vanmeta Breta sem eitthvað bublar í. Hér var hrært í seið. Elíxir sem enn gefur.
More info...
51 min
August 3, 2018
Narcotic – Nítíuogátta oktana límonaði-sprengja
Liquido – Narcotic Hér er það komið. Gas allra landsmanna, jagerskota-þrusa. Hér er þrumuguðinn Þór öskurstemmdur upp í skýjunum, klæddur eins og Duff-Man, að hella límonaði-ferskri dísilolíu yfir djammþyrst ungmenni í sumrinu, og kveikja svo í öllu draslinu. Þetta lag gat ekki verið ófílað. Þetta er lag heillar kynslóðar. Cross-over negla úr níunni, þjóðsöngur sem fór langt með að sameina þunglynda og kaldhæðna rokkara og pungsveitt sveitaballaliðið. Það þurfti háskólagáfumenni frá Þýskalandi í verknaðinn. Þau reiknuðu, þau strituðu, þau sigruðu. Allavega um stundarsakir.
More info...
65 min
July 27, 2018
Peggy Sue – Hin mikla malbikun
Hvernig stendur á því að þetta hefur ekki verið fílað fyrr? Fílunarsaga án Buddy Holly er eins og Nýja testamentið með engum Jésú. En hér er hann loksins tekinn fyrir, smyrjarinn mikli frá Lubbock, Charles Hardin Holley og dyggar krybbur hans. Saga Buddy Holly er saga hinnar miklu malbikunar. Saga þess þegar rokktónlist var breytt úr iðnaði yfir í list, saga tjörgunar og aflsmuna, svita, hita og þrúgandi aðstæðna, sem skiluðu að lokum í þráðbeinum vegi sem aðrir gátu keyrt eftir, flautandi fyrir munni sér lagstúf undir silkimjúkri fjöðrun. Hér er þetta allt tekið fyrir. Stóru jakkarnir, strató-sperringurinn, hitinn, kuldinn, slysið. Líf Buddy Holly var keyrsla og það var veisla. Hér er um að ræða hnallþóru, sveitinni boðið. Vefjið ykkur í Oxford-peysur líkt og um spennutreyur væri að ræða, strappið á ykkur Steam Punk gleraugum með kennslukonu-sniði, hlaðið í ykkur Hot Talames. Nú verður farið í útsýnisferð yfir Clearwater Iowa. Buckle up. Því músíkin dó aldrei. Hún er sprelllifir. Sprelllifir.
More info...
78 min
July 20, 2018
Hard to Explain – Rokgjarnt lífrænt efnasamband (live á Húrra)
Það kom ekkert annað til greina en að ganga nærri sér á live-fílun frammi fyrir sjálfri Fílahjörðinni. The Strokes var fílað. Hljómsveit sem skóp Fílabræður á sínum tíma. Rokkbylgjan upp úr aldamótum skall hart á Vesturlandabúum og sumir eru enn að seig-freta í þröngar Happy Mondays Dillon hosurnar. Hér er þetta allt tekið fyrir. Brúnu krullurnar. Ljósa gallajakkaefnið. Converse-skórnir. Það er ótrúlegt hvað rokkið er seigt. Einhvern veginn tókst nokkrum einkaskólagengnum New York drulluhölum að hræra upp í fyrstu bók Móse enn eina ferðina. Þrír hljómar og fokk nú, gítar, bassi, trommur og tyggjó. Þetta er ekkert flókið. Eða jú reyndar. Þetta er flókið. Hard To Explain. Bless. P.s. Titilinn á þessum textastubb er fenginn héðan: https://www.reglugerd.is/reglugerdir/eftir-raduneytum/umhverfisraduneyti/nr/7836-
More info...
51 min
July 13, 2018
Jack & Diane – Svo basic að það blæðir
Tottið chili-pylsu og troðið henni í svöðusár frelsarans. Lífið heldur áfram löngu eftir að það hættir að vera spennandi. Í dag verður farið inn í Kjarnann. Haldið ykkur fast. Fyrst smá formáli. Fílalag hefur þrisvar sinnum fjallað um Bruce Springsteen, meðal annars í fyrsta þættinum sínum. Ástæða þess að Springsteen er svo hátt skrifaður hjá Fílalag (og raunar í tónlistarblaðanördasamfélaginu almennt) er vegna þess að hann er ósvikinn. Hann er ekki að reyna að vera neinn annar – Sprinsteen (eða Steini eins og við köllum hann) er ekki aðeins frumlegur heldur beinlínis frumstæður í einfaldleika sínum. Textar eftir Steina segja hlutina á mannamáli. Hann er engum líkur. Eða hvað? Er hægt að vera meiri Steini en Springsteen sjálfur? Er hægt að vera meira basic, fara dýpra inn í kjarnann? Er hægt að steingerva heartland-rokkið, hjartlands-steininn, meira en sjálfur Steini? Já. Það var gert árið 1982 af John Mellencamp. Heyrn er sögu ríkari. Jack & Diane. Svo basic að það blæðir. Troðið ykkur í gallabuxur, sótbláar, klæðið ykkur í himinn ryðríkisins. Þú stendur að morgni og heilsar laufguðum trjám. Þú gerir það sem þig lystir meðan söngur fugla heyrist. Þú gerir þitt besta, og lífið heldur áfram.
More info...
75 min
July 6, 2018
What’s Going On – Hvað er í gangi??!!
Árið er 1971. Alríkisstjórn Bandaríkjanna hefur tekið þeldökk ungmenni í hundruð þúsunda tali úr ryðguðum vonleysis iðnborgum sínum og sent þau í stríð til Asíu to “go and kill the yellow man,” svo vitnað sé í stjórann. Herinn hefur mætt og ítrekað sprautað á liðið með brunaslöngum. Á sama tíma og ísskápar landsins kalkúnavæðast sem aldrei fyrr og velmegunin er í hápunkti, þá virðist skorta á einfalda samkennd milli fólks. Og er þá nema von að einn af prinsum Detroit borgar spyrji sig: “Hvað er eiginlega í gangi?” Prinsinn umræddi er að sjálfsögðu Marvin Gaye, ein skærasta stjarna Motown útgáfunnar. Maður sem hafði fram að því mest verið þekktur fyrir að dilla Kananum inn í þægilegt rom-com ástand. Gaye sagði: hingað og ekki lengra fyrr en einhver segir mér hvað er í gangi. Svo tók hann upp lagið “What’s Going On?” Og heimurinn hlustaði. Haka niður á kinn. Hér er fjallað um þetta allt. Einkum þó rosalega sögu Marvins sjálfs, uppruna hans og örlög. Þvílík örlög.
More info...
114 min
June 29, 2018
Coffee & TV – Alkóríseruð indí-drulla, endastöð, snilldarstöð
Blur voru ein stærsta popphljómsveit níunnar. Damon Albarn var poppskrímsli sem þefaði uppi stemningu og samdi popphittara. Hann elskaði athygli og poppkúltúr. En innan Blur var líka að finna hreinræktaða indídrullu í formi gítarleikarans Graham Coxon. Og eins og gengur brenndi Blur brýr að baki sér. Það er erfitt að halda sér á popp-toppnum. Og þá kom indídrullan Coxon sterkur inn. Eftir að hafa legið þunnur og hálf-fullur á börum í London samdi hann þennan óð til slakkerismans: sannkallað lágmenningarkall um kaffi og sjónvarp, slaufaðan í loftþéttann indípakka. Og það var fokkismi sem þessi sem í raun bjargaði arfleið Blur. Heyr er sögu ríkari. Hér er þetta helsta tekið fyrir. Næntís-kryppur, samspil skate-menningar og líkamsstöðu, gallabuxnasnið og fleira og fleira.
More info...
66 min
June 22, 2018
Álfheiður Björk – Ítölsk skíða-ástarjátning borin fram með tómatsósu á Broadway, Ármúla
Kapteinn Ahab dó áður en hann náði að sigrast á Moby sínum Dick og lengi hefur litið út fyrir að Fílalag væri ekki að ráða við stóra fiska í íslenskri poppsögu eins og Eyjólf Kristjánsson og Björn Jörund. En viti konur. Hér eru þeir fílaðir báðir í einu. Það er komið að því að fíla Álfheiði Björk. Þessi Broadway í Ármúla negla frá sléttri níu, er ærandi, gírandi og afhjúpandi. Álfheiður Björk er eitt af þessum lögum sem verður jafnvel betra ef það er öskursungið af tómatsósurauðu fólki í eftirpartíi. James Bond hafði leyfi til að drepa. Álfheiði Björk má fíla. Hér er þetta allt saman tekið fyrir. Strípurnar á Eyfa, stóru vestin, sperringur Jörunds, tíkallasímarnir og töfrarnir. Spennið á ykkur fílunar-beltin. It’s time for take-off.
More info...
55 min
June 15, 2018
All the Things She Said – Hlaðnara en demantanáma
Það er við hæfi að fíla lag frá Rússlandi í dag. Og ekkert venjulegt lag. Um er að ræða stærsta smell t.A.T.u, nu-metal popp-gúmmelaði með þjóðdansa-kviðristum. Lag sem er hlaðnara af orku en óopnaður Monster í kælinum við kassann í Elko. En hvaðan kemur þessi rosalega orka sem heyra má í t.A.T.u? Það spilar að sjálfsögðu inn í að flytjendurnir, þær Lena Katina og Júlía Volkóva, eru rússneskar – og Rússland er afar hlaðið land og illskiljanlegt. Þar er að finna geysimörg þjóðarbrot og saga þess er full af stríðum, árekstrum og ofbeldi, en líka stórbrotnum listum og vísindaafrekum. En ætlunin í dag er ekkert endilega að skilja Rússland, þó að einhverjar línur séu dregnar fram, heldur fyrst og fremst að halla sér aftur í stólnum og djúpfíla. All the Things She Said, gjörið svo vel!
More info...
54 min
June 8, 2018
Easy – Eðlur. Tunnur. Easy.
Kjöt hægeldast. Svitadropar merlast á pensilstrokuyfirvaraskeggjum. Afró gljáir. Það eru allir góðir. Þetta er easy. Alabama-kóngar í Los Angeles. Sólrík sjöa. Allt í gangi. Fílunarstig: hátt. Rauð viðvörun. Sérhver taug sperrt. Eldrauð fílunarviðvörun! Þetta er ekki flókið. Þetta er easy.
More info...
66 min
June 1, 2018
Re-Sepp-Ten : „Fuck You Danmark”
VM-Holdet & Dodo – Re-Sepp-Ten: Vi er røde, vi er hvide Það ríkti mikil eftirvænting þegar Danir gáfu út stemningslag vegna þátttöku sinnar á HM í fótbolta í Mexíkó árið 1986. Lagið, sem heitir Re-Sepp-Ten, en gengur oftar undir nafni undirtitils síns, Vi er røde, vi er hvide, er þrusugott. Fólk er enn að syngja það. Það eru jafnvel til japanskar kover-útgáfur af þessu lagi. En hér er það að sjálfsögðu frumútgáfan er er fíluð í strimla. Raunar er lagið fílað niður í slíkar öreindir að úr verður áhugaverð kjörnun á því hvaða þýðingu þátttaka á stórmótum hefur fyrir litlar þjóðir. Svo tekur fílunin furðulega stefnu, sem endar á orðunum: „Fuck You Danmark”. Því hver þarf Danmörku þegar Ísland er á leiðinni á HM? En hvers vegna þá að fíla Vi er røde, vi er hvide? Jú, vegna þess að við getum það, við megum það og við bara fílum það.
More info...
59 min
May 25, 2018
Annie’s Song – Sumarbúðir, reipist gler, myrkur tærleikans
Ýmislegt má veiða upp úr sjöunni, enda er hún djúp og gárug eins og seiðpottur frumskaparans. Í dag er ausan að vísu ekki látin síga niður á botn heldur er froðan úr efsta lagi veidd ofan í skál og krufin til hlítar af munnkirtlum fílunar. Og að sjálfsögðu kemur þá í ljós að jafnvel froða sjöunnar er djúp og viðamikil og í sífelldri togstreitu milli Júpiters og Appolós, eins og Minnesota-skáldið kvað. En í dag er Colorado skáldið til umfjöllunar. Barnslegt og einfalt á yfirborðinu, en undir niðri kraumar keðjusagargeðveiki og þrá eftir viðurkenningu. Það er John Denver sem er undir fílunarnálinni og við sögu kemur mennóníta uppruninn, flugstöðvarsamsærin og allt hið stóra og mikla sem listin hefur upp á að bjóða. John Denver var tær – og sjaldan jafn tær og í laginu til Önnu. En tærar fjallalindir eru ekki aðeins tærar, heldur eðli málsins samkvæmt einnig myrkar. Þau haldast ávallt í hendur, systkinin, tærleikinn og dimman. Hlustið, fílið.
More info...
58 min
May 18, 2018
Mr. Tambourine Man – Vogun vinnur
Ekkert er jafn síkópatískt, en að sama skapi gaman, eins og að leggja vandlega á borð fyrir sjálfan sig. Bjóða sjálfum sér í mat. Dúkaleggja, draga fram silfrið og postulínið og hægelda stóran grís með epli í kjaftinum. Sitja svo einn að snæðingi og njóta. Árið 1964 var Bob Dylan í sérstakri stöðu. Hann var þegar hylltur sem Messías. Hann var borinn um á gullstóli amerískra sósíalista og intellektúala. En Bob Dylan, þessi 23 ára gamla, föla millistéttarrengla frá Minnesota, vissi að það er stórhættulegur stóll að sitja í. Hvernig hann vissi það er ómögulegt að segja. Hann vissi að hann yrði að hækka sig um einn og taka sénsa. Mikið hefur verið skrifað um það þegar Bob Dylan dró fram rafmagnsgítarinn. Að þá hafi hann sagt skilið við þjóðlagahefðina og raunverulega skapað varanlega ímynd sína, án aðkomu annarra. En það er greining sem segir ekki alla söguna. Bob Dylan kastaði teningunum á borðið fyrr en það. Því 1964 leggur hann á borð fyrir einn og snæðir heilan grís. Þurrkar sér vandlega með næfurhvítri og stífaðri munnþurku, og horfir stíft framan í heiminn. Og svipur hans sagði: Mér er drullusama hvað ykkur finnst því ég veit að þetta sem ég var að gera var það besta sem þið hafið séð.   Og þessi snæðingur heitir í daglegu tali Mr. Tamborine Man. Lagið sem breytti Bob Dylan frá því að vera einbeittur trúbador með meiningar yfir í að vera flugeldasýningameistari veraldarinnar. Mr. Tamborine Man felur í sér stækkun á sjálfri dægurmenningunni. Það er algerlega sjálfsköpuð snilld. Ekki andsvar við neinu, ekki fánaberi neins, umgirðing, aftöppun eða endurskoðun. Mr. Tamborine Man er frumsnilld. Fílalagi fallast hendur. Njótið bara og fílið. Hér er Herbergismaðurinn tekinn fyrir í fjórða sinn og er hann því fílunarmethafi eins og sakir standa. Fílið.
More info...
85 min
May 11, 2018
Wake Up – Micro-brewery kynslóðin vaknar
Arcade Fire koma frá Kanada. Að vísu er tæplega tveggja metra hái söngvarinn Win Butler amerískur mormóni sem fór til Montreal til að stúdera trúarbragðafræði og dró síðar bróðir sinn með í bandið. En restin er kanadískt krútt í gegn, kjöt- og kraftmikið. Kanada er mjög „inclusive” land. Allir fá að vera með. Þar þrífst ekki elítumenning. Í Kanada fá allir að fara upp á svið og enginn er merkilegri en annar. Það er gaman að blása í lúðra og drekka bjór, horfa á gamlar teiknimyndir, ræða heimspeki án þess að vera með prik upp í rassgatinu á sér. Og tengjast öðrum í gegnum nostalgíu fyrir millistéttarmenningu, fílgúddi og fegurð. Arcade Fire færði heiminum allt þetta. Rokk og ról snýst ekki bara um að sparka upp hurð og kveikja á zippó kveikjara. Rokk og ról getur líka verið vinalegt, litríkt og ruglingslegt. Framúrstefnulegt og mainstream, bæði í einu. Arcade Fire virðist allavega takast það. Og varla eru þau að plata okkur öll? Við fáum að vita meira í Fílalag þætti dagsins. Vaknið!
More info...
59 min
May 9, 2018
Oh, Pretty Woman – Rjómafyllt kirsuber vafið inn í slaufu
(Úr glatkistu Fílalags. Þátturinn fór upprunalega í loftið 14. ágúst 2014) Myndir af innhverfa óperettu-sólgleraugna kúrekanum Roy Orbison eru tattúveraðar á margar rasskinnar víðsvegar um heiminn, og ekki að ástæðulausu. Roy Orbison var allur pakkinn. Frum-rokkari, eilífðarunglingur og stemningsmaður. Hann var heil vídd. Hann söng, hann lék, hann samdi. Og hvort hann samdi. Oh, Pretty Woman, sem hann samdi ásamt Bill Dees, er vasasinfónía eins og þær gerast bestar. Heilt óperuhús af dramatík vöndlað saman í útvarpsvænt lag. Hnausþykk tilfinningakvika í þægilegum umbúðum; slaufa utan um; sundlaug ofan á öllu draslinu. Geðveikt lag. Rosalegur náungi. Þetta má fíla þar til beikonbugður himinsins molna ofan sálina. Fílið.
More info...
41 min
May 4, 2018
Sunny way – Kjallarinn á Þórscafé
Gestófíll: Ari Eldjárn Það er febrúar 1974. Við erum stödd í iðnaðarhverfi austan megin við Hlemm í Reykjavík. Hrafn kroppar í prins póló umbúðir upp við fölgráan ljósastaur sem lýsir dapri flúorskímu yfir miskunnarlaust íslenskt sjöu-skammdegið. Það er verið að taka upp lag í kjallaranum á Þórscafé. Hljómsveitin Steinblóm er mætt. Lagið heitir Sunny way. Síðhippa-mottulagning úr Menntaskólanum við Hamrahlíð. Meðlimir bandsins áttu síðar meir allir eftir að skipta út gíturum sínum fyrir þvottavélar, rokkinu fyrir fjölskyldulíf. En akkúrat þarna, á dimmasta staðnum, á dimmasta árstímanum, í miðjum dimmasta áratuginum, fór eitthvað á flug. Steinblóm fetaði veg sólarinnar. Þið hafið líklega aldrei heyrt lagið Sunny way áður, en kannski verður það nú eitt af ykkar uppáhalds lögum. Það er gimsteinn – gullmoli, perla úr undirdjúpunum. Fetið veg sólarinnar, fílið!
More info...
60 min
April 27, 2018
Nothing Compares 2 U – Grátið á bekk í París, grátið í Vestmannaeyjum. Grátið.
Það er komið að því. Fjólubláa fönkmaskínan er undir fóninum. Sex-naggurinn. Meiri brennsa. Minni sóda. This is it. Prince Rogers Nelson. En ekki bara það. Þetta er tvíhleypa. Ekkert jafnast á við það. Berskjöldunar-bjútíið Sinéad O’Connor er með í för. Tveim köttum verður hleypt úr pokanum. Það er Nothing Compares 2 U. Ekkert rugl. Farið í víðar bomsur. Læsið útidyrahurðunum. Hellið skál fulla af pedigree chum hundamat. Mjólk yfir. Snæðið. Hlýðið á. Steinþegiði svo, farið í þagnardaga í Skálholti. Þetta er örmögnun ástarinnar. Síðasta lag fyrir fréttir, síðasta lag fyrir allar stéttir.
More info...
83 min
April 20, 2018
Box of Rain – Sviti. Heimspeki. Fílgúdd. Hass. Paranoja. Kynlíf. Dauði. Stemning.
Kafloðin handabök skoppa upp og niður á hljómborði. Sýra merlast í heilahvelum. Djúpsteikingarfita hjúpar innanverð vélindu. Grateful Dead eru í hljóðverinu. Veröldin er kamelgul. Meðvitund, svefn og dauði. Allt eru þetta frændur. Loðnasti fíllinn er tekinn fyrir. Kafloðinn. Hárið er hart og mikið, liggur strítt í allar áttir. Grateful Dead er meira en hljómsveit. Það er menningarfyrirbrigði, afl, vídd og fasti. Kannski soldið erfitt að útskýra það í 45 mínútna hlaðvarps-þætti. En Fílalag fór í málið. Því Grateful Dead er fyrst og fremst – framar allri heimspeki, nördaskap og skaðræði – Grateful Dead er fyrst og fremst grííííííííðarlegur fílingur. Hér er borinn fram kassi af regni. Njótið!
More info...
0 min
April 13, 2018
Look on Down from the Bridge – Eftirpartí, korter í hrylling, fegurð, skaðræði
X-kynslóðin færði okkur meira en gröns og perlandi e-pillu-svita. X-arar höfðu líka á sér fágaðari hliðar, eins og gengur. Á árunum í kringum 1990 var til dæmis Kalifornía full af af berfættum rokkabillí-neó-hippum. Og þvílík fegurðar-trog sem sú sena bar á borð fyrir heimsbyggðina. Í dag er undir fílunanar-nálinni ein allra þyngsta fegurðar-skífa sem gefin var út í níunni. Sjálft “Look on Down from the Bridge” með hljómsveitinni Mazzy Star. Þetta er lekandi, drjúpandi hammond-hamsatólgur, líknardeildar-perla, lag sem hæfir eftirpartís-hellun á skaðræðisstigi. Setjið á ykkur eldrauð og lítil John Lennon sólgleraugu, hengið písmerkið um hálsinn, keyrið bílinn ykkar niðrá höfn og lekið inn í eilífðina. Það er kominn tími til að líta fram af brúnni.
More info...
58 min
April 6, 2018
Hey Jude – Bítlað yfir sig
Samfélagið er uppfullt af fólki með Bítlana á heilanum. Fólk sem þylur upp nöfnin á hljóðversplötunum í tíma og ótíma, les þykka bítladoðranta og yfirstúderar Bítlana. Svo er líka til fólk sem hreinlega bítlar yfir sig, sem getur ekki sest við píanó án þess að úr því verði Bítlalaga-orgía og jolly good stemning. Ástand „bítlunar” er raunverulegt ástand, og oftast er það hið besta mál. En best af öllu er að Bítlarnir sjálfir voru náttúrulega stöðugt í ástandi „bítlunar”. Engir voru jafn bítlaðir og þeir. Þeir voru nöllar sem kunnu sjálfir að þylja upp möntru um eigið mikilvægi og sögu. Ein af ástæðum þess að saga Bítlana er svona vel skráð er vegna þess að Bítlarnir sjálfir eru bítlaðir, þ.e. mjög uppteknir af bítla-fyrirbærinu og menningarlegum áhrifum þess. Og svo bítluðu þeir náttúrulega yfir sig. Sem er ákveðin eðlisverkandi snilld. Í laginu Hey Jude eru samankomnir yfirbítlaðir Bítlar. Það er gríðarleg bítlastemning í gangi, framkvæmd af Bítlunum sjálfum, og útkoman er náttúrulega eitt af þeirra allra, allra stærstu lögum. Og á þennan loðfíl var ráðist í nýjasta Fílalag þættinum, sem tekin var upp „live” frammi fyrir fílahjörðinni á Húrra. Góð stemning, frábært lag, úrvals fílun. Njótið.
More info...
58 min
March 30, 2018
Streets of Philadelphia – Ljóðrænt Casio-mix sem mokar inn peningum og tárum
Það er komið að Steina, Bruce Springsteen, í þriðja sinn hjá Fílalag. Nú er það níu-steini sem er tekinn fyrir. Hann er með kleinuhringjaskegg, barta og líka rokkabillí hár. Mikið í gangi, samt í tilvistarkreppu. Hollywood hringir og vill fá lag frá honum fyrir myndina Philadelphia. Steini klæðir sig í þrjár hettupeysur, sækir Casio hljómborð, setur einfaldasta trommuheilann á, spilar liggjandi hljómamottu og muldrar svo ljóðræna snilld inn í vitund heimsbyggðarinnar. Hann selur milljónir, fær óskarinn, finnur sjálfan sig og fer svo aftur heim að gera við mótorhjólið sitt. Case closed. Farið í fósturstellingu, nötrið og fílið.
More info...
58 min
March 23, 2018
Torn – David Schwimmer. Ljót peysa. Svampmáluð íbúð.
Fílalag var soldið torn yfir því hvort fíla ætti lag dagsins. Um er að ræða mikið meginstraums lag – kannski full mikið af því góða. Popp gerist ekki meira toro-þurrsósupakkað en þetta. En eins og er svo oft með góð popplög, þá er eitthvað verulega djúsí undir yfirborðinu. Torn er fyrsti (og í raun eini) smellur Natalie Imbruglia, en þessi ástralska söng- og leikkona þurfti ekki að gera meira til að festa sig í sessi sem millennium drottning allrar heimsbyggðar. Hún kom sá og mauksigraði heiminn með easy-listening break up ballöðunni sinni, Torn. Lagið er reyndar samið af LA-singer-songwriter hestahölum og fyrst flutt af danskri söngkonu 1993, en það kom ekki að sök. Imbruglia tók lagið og negldi heiminn með því 1997. Við erum í tuttugu ára fassjon hringekjunni. Krakkarnir eru að kaupa sér 1997 re-issue Nike pabba-hlaupaskó eins og enginn sé morgundagurinn, til að negla Steve Jobs lúkkið. Og allir eru að hlusta á Torn og snarfíla það, jafnvel meira en nokkru sinni fyrr.
More info...
62 min
March 16, 2018
Baker Street – Sósa lífsins
Er til eitthvað stemmdara fyrirbæri í heiminum heldur en alkólíseraður kokkur í fíling? Miðaldra, fráskilinn maður að hræra í potti og hlusta á tónlist úr gömlu Panasonic útvarpi? Er til hrjúfari gæsahúð en á baki slíks kokks, þar sem hann hlustar á sitt uppáhalds lag og hellir úr rauðvínsflösku ofan í pottinn? Líklega ekki. En hvaða lag skyldi stemmdi kokkurinn hlusta á til að komast í svona rosalegan fíling. Mörg lög koma til greina, en ekkert dúndrar svona fólki í meiri fíling heldur en Baker Street með Gerry Rafferty. Þetta lag, með sinn rosalega saxa-húkk og exístensíalíska texta. Þetta er lag fyrir fólk sem vill hverfa, hverfa úr aðstæðum sínum, fuðra upp í fíling þannig að ekkert er eftir nema rjúkandi skórnir á gólfinu. Gerry Rafferty er líka maðurinn sem hvarf. Hann var alltaf að hverfa, enda alkólíseraður Skoti, stemnings-Kelti sem varð helblúsaður inn á milli. Hann er hinn mesti og stærsti léttskyggings-sólgleraugnameistari sem sjöan ól – og ekki voru þeir fáir. Njótið. Fílið ykkur í botn. Hrærið í sósu lífs ykkar. Með Bakarastrætið í botni. Frelsist. Andið. Hverfið.
More info...
59 min
March 9, 2018
Where is my mind? – Boston Pizza
Ef maður myndi spyrja einhvern random Bandaríkjamann um hljómsveitina Pixies, þá eru líkur til þess að hann myndi yppa öxlum og ropa framan í þig – Homer Simpson style. Bandaríkjamenn utan hörðustu indí-vígja, þekkja ekki þetta band. Auðvitað þekkja sumir þeirra gítarlínuna í Where is My Mind, sem fílað er í dag, en annað ekki. Það sama er ekki uppi á teningnum á Íslandi. Sérhver Íslendingur sem átt hefur CD-spilara eða kveikt á Rás 2 þekkir Pixies mjög vel. Bandið hefur meira að segja komið tvisvar til Íslands og fyllt bæði Kaplakrika og Laugardalshöll. Pixies er stadium-band fyrir Íslendinga. Jafn basic og Víking gylltur í hönd gröfumanns á Egilsstöðum. En samt vita Íslendingar ekkert mikið um uppruna Pixies. Þeir vita til dæmis ekki að þrátt fyrir að Pixies hafi ávallt notið meiri vinsælda í Evrópu, einkum Bretlandi, heldur en í eigin heimalandi – þá er um að ræða mjög amerískt band. Þetta eru Boston-djöflar. Pizza slafrandi, baseball-áhorfandi hettupeysulið með vélindabakflæði. Og það útskýrir eiginlega allt mögulegt í sambandi við Pixies. Where is My Mind er vissulega einskonar þjóðsöngur landsins þar sem gröns og krútt haldast í hendur – gæsahúðaóður kaldhæðnu kynslóðarinnar. Og það er eitt besta lag allra tíma. En kannski er það fyrst og fremst eins og góð pizza – bara eitthvað hveiti-baserað þarmakítti sem maður fær ekki nóg af.
More info...
67 min
March 2, 2018
You can call me Al – Týndur miðaldra maður finnur sig
Paul Simon var týndur í áttunni. Hann ráfaði um götur New York í stórum blazer-jakka og hugsaði um sína aumu tilvist. Jú, vissulega naut hann enn lýðhylli. Auðvitað gat hann snarfyllt Central Park með Garfunkelinu ef hann vildi. En skipti þjóðlagasósan hans einhverju máli? Var ekki öllum sama hvað hann var að bralla? Simon fann að eitthvað syndaflóð var að skella á. Hann leið í gegnum lúxusíbúð sína á Manhattan eins og Nói að smala dýrum í örkina. Skeggvöxtur hans var biblískur. Simon rakaði sig nokkrum sinnum á dag á þessum tíma. Og í eitt skiptið, eftir rosalegan áttu-rakstur, leit hann á sjálfan sig í speglinum og hgusaði: ég verð að fara til Afríku. Og Simon fór til Afríku. Og eins og hans er von og vísa gerði hann hlutina eins og athugull rannsakandi. Hann drakk í sig afríska músík en gætti þess að stela henni ekki. Hann vann með rétta fólkinu, fékk réttu leyfin, og sinnti rannsóknarvinnu sinni eins og agaður fræðimaður; auðmjúkur þjónn tónlistargyðjunnar. Niðurstaðan var Graceland – ein af hans allra stærstu plötum og líklega eitt stærsta comeback tónlistarsögunnar. Og stærsta lagið: You Can Call Me Al. Undirbúningurinn var langur og strangur. Afraksturinn er gúmmelað. Hlustið og njótið.
More info...
81 min
February 23, 2018
Child in time – Eilífðarbarnið
Fílalagi barst tilkynning frá fílahjörðinni. Hlynur nokkur Jónsson sendi skilaboð og heimtaði fílun á „Child in Time” með Deep Purple, Made in Japan, útgáfunni. Í skilaboðum sínum sagði Hlynur: „Þetta lag er sturlað. Þú þarft að smella á þig headphones, setja volume-ið upp, loka augunum og drekka þetta. Algjör geðveiki.” Þetta er hverju orði sannara hjá Hlyni. Child in Time er heimsósóma sturlunin. Það er okkar Paradísarmissir. Það lýsir sannkallaðri vitstolun tímans upp úr 1970. Þegar búið var að senda mann til tunglsins og leppstríð í Asíu kistulögðu þúsundir daglega. Þegar menn í jakkafötum þrýstu á takka og fyrirskipuðu morð og valdatökur og ritstjórar keðjureyktu og ortu ljóð og hentu húsgögnum í aðstoðarmenn sína. Þá var tími fyrir nokkra graða kelta að setjast niður og semja kukl-óð sinn til eilífðarbarnsins. Child in Time, er svakalegt lag. Það er múrhúðun á fjall sannleikans. Ofsafengið testamenti um mátt greddunnar yfir óttanum. Hækkið í græjunum og drekkið, svo vitnað sé óbeint í Hlyn Jónsson. Ian Gillan og félagar í Deep Purple gefa allt í flutninginn. Það minnsta sem þú getur gert, kæra eilífðarbarn, er að gefa allt í hlustunina. Strengdu gæsahúð yfir líkamann, sperrtu hverja taug og finndu djúpfjólubláa mænudeyfinguna líða inn í miðtaugakerfið.
More info...
57 min
February 16, 2018
Airport – Þar sem andinn tekst á loft
Fílalag endurreisir sig með tvöfaldri afsagaðri haglabyssu. Lagið „Airport” er fílað í allri sinni dýrð. Fyrst með íslensku rokkhljómsveitinni HAM og síðar með upprunalegum flytjendum, breska pöbbrokk- og nýbylgjubandinu The Motors. Airport er rosalegt lag. Það er það sem kemst næst því að vera óvart-epískt. Lag sem fjallar um strák sem er rosalega fúll yfir því að kærastan hans fer frá honum, og kennir flugvellinum um það, en ekki sjálfum sér. Flugvöllurinn tók kærustuna í burtu. Hann keyrði hana út á flugvöll og þaðan flaug hún burt. Þetta hlýtur að hafa verið flugvellinum að kenna. Í þættinum er þessu öllu gerð skil. Breska pöbbarokkinu sem teygði sig inn í new-wave og svo stemningunni á Íslandi 1994 þegar HAM tók sína útgáfu af laginu. Gallajökkunum, geluðu hárinu, rokkþorstanum, bólum á kinn, fólum í stáltárskóm, sparkandi. HAM er mjög sérstök hljómsveit í íslenski tónlistarsögu – músíkin lifir en sveitin snérist þó um meira um músík. HAM er band sem er goth báðum megin. Skömmu eftir að þátturinn var tekin upp barst sú sorgarfregn að Jóhann Jóhannsson, fyrrverandi gítar- og hljómborðsleikari HAM, væri látinn. Er þátturinn tileinkaður minningu Jóhanns, sem er eitt merkasta tónskáld sem Íslendingar hafa átt. Hvíl í friði Jóhann.
More info...
60 min
December 8, 2017
All I Want For Christmas – Allur pakkinn
Hvernig jól viljið þið? Kerti og spil? Eplaskífur og kósíheit? Endilega norpið með gamaldags skandinavísk jól og ljúgið að sjálfum ykkur að það sé nóg. En ef þið viljið gnóttina, allan pakkann, stóra harða pakkann – hlustið þá á þetta lag. All I Want For Christmas er snjóandi amerísk ofgnóttarnegla. Hundrað milljón dollara wall of sound jólaþruman sem gírar fólk inn í alvöru jólastemningu. Gleymið öllu öðru. Mariah Carey með allar sínar áttundir er eigandi desember. Þið eruð neytendur, svo njótið. Fílalag óskar landsmönnum nær og fjær gleðilegra jóla. Þátturinn fer nú í nokkra vikna pásu en kemur endurbættur til baka.
More info...
66 min
December 1, 2017
Himinn og jörð (Live á Húrra) – Himinn og jörð að veði
Fílahjörðin kom saman á Húrra fyrir tveimur dögum síðan og hlýddi á lifandi flutning Fílalags. Eins og alltaf þegar um lifandi viðburð er að ræða, er valinn risastór og kremfylltur fíll, til fílunar. Fyrir valinu varð eitt allra stærsta lag Íslandssögunnar. Lag sem Íslendingar hafa maukfílað í þrjá og hálfan áratug, inn í bílum, upp á þökum, oná dívönum, bakvið skúra og víðar og víðar. Lag sem með sjálfu heiti sínu spannar meira svæði en flestir listamenn geta látið sig dreyma um að gera með öllu ævistarfi sínu: Himinn og jörð. Til umfjöllunar eru tveir galdramenn íslenskrar poppsögu: Gunnar Þórðarson og Björgvin Halldórsson – auk gullinsniðs rokk-kúltúrsins, Þorsteinn Eggertsson. Gunna og Bó þarf náttúrulega ekkert að kynna, en Fílalagsmenn reyndu að nálgast þessa stóru hólka með því að kanna áferð þeirra og örk. Hvert stefndu þeir? Hvert stefnum við, þar sem við erum ævinlega föst milli þessarar jarðar og þessa himsins?
More info...
50 min
November 24, 2017
Basket Case – Besti gírkassinn í bransanum
Bandaríkjamenn eru gíruð þjóð. Ameríka er heimsálfan sem sýgur til sín alla hugmyndastefnur veraldarinnar og bestar þær. Frakkar fundu upp bílinn en Ameríkanar fundu upp krómaða stuðara og sjálfsskiptingu. Pönkið var líka seint að berast til Ameríku (ef frá er talið frumpönk og bílskúrsrokk). Það barst með new wave skipunum til Bandaríkjanna, rétt eins og Íslands, og menn voru mikið að pönkast í áttunni, sérstaklega í Kaliforníu. En þá var einmitt hljómsveitin Green Day stofnuð í Berkeley, úthverfi San Francisco, árið 1986. Og Green Day var pönkhljómsveit. Þetta voru límsniffandi, kynferðislega margræðnir ræflarokkarar inn að beini. En 1994 dró til tíðinda, þegar þeirra þriðja plata, Dookie, kom út hjá risa plötufyrirtæki. Var þá eitthvað pönk eftir í þeim? Svarið er: nei. Pönk-frumkrafturinn var kannski farinn, en gírkassinn var þarna ennþá. Green Day eru með einn rosalegasta gírkassa í sögu rokksins. Fáar hljómsveitir geta svissað kraftinn jafn hratt upp. Green Day eru algjört Ready, Steady, Lars, dæmi: gíraðir eins og danskur graðnagli á karókí-bar. Green Day er mulningsvél. Þetta eru Duracell-kanínu-ríðandi, dóp-étandi, Kaliforníu-álfar – sem geta mulið bæði stórfyrirtækja-gigg jafnt sem sveitta klúbba. Þetta eru rokkskaddaðir Kerrang! alternative veðhlaupahundar. Og það borgar sig aldrei að setja peninga á mótherjann. Kaninn mylur allt. Green Day mylur allt. Hér er það, í allri sinni dýrð: Basket Case – stofnanamaturinn. Þjóðsöngur ofsóknarbrjálaða níu-fokkersins. Hass, lím og samræmd próf.
More info...
58 min
November 19, 2017
End Of The World – Heimsendir í dós
Betty Draper ryksugar. Herforingjar leggja drög að slátrun á uppreisnarmönnum í Suðaustur Asíu. Þriggja tonna kadilakkar skríða eftir úthverfagötum. Unglingsstúlka í pilsi liggur uppi í rúmi og grætur. Kjarnaoddur er skrúfaður á „MGR-1 Honest John“ eldflaug. Það er allt í gangi. Heimurinn er að farast. Nei. Heimurinn er frábær. En þá er hann auðvitað að farast. Heimurinn ferst oft á dag. Dauðsföll, ástarsorgir og bara hið almenna óréttlæti tilverunnar sér til þess. Því meiri menning, því meiri heimsendir. Og hér er einn, frá cross-over kántrí-söngkonunni Skeeter Davis. Fegurð, ó, fegurð. Nú vitnum við í Byron lávarð: „hryggð er þekking“.
More info...
43 min
November 17, 2017
Fake Plastic Trees – Einkennislag níunnar
En auðvitað er þetta ekki svona einfalt. Í tónlist Radiohead er skíma – það er von í henni. Von fyrir intróvert lúðana, veggjalýsnar og alla sem eru krepptir. Það er von því Radiohead eru sigurvegarar sem lyfta hlustendum sínum upp úr hyldýpinu. En það má ekki fara of hratt upp úr. Þá fær maður kafaraveikina. Fake Plastic Trees sameinar öll Radiohead elementin. Það er ballaða, sous-vide, en með miklu risi. Við fyrstu hlustun mætti halda að allt sé ömurlegt í heiminum – en það er lykill að glatkistunni. Og maður rís upp. Fake Plastic Trees er nokkuð þungur biti. Eitt stærsta kjamms Fílalags. Og ekkert á vísann að róa með það. Lagið stendur öllum sem lifðu níuna nærri. Og það er vandasamt að fíla það án þess að það breytist í intróvert-lepju. En vonandi tókst að greina það. Það var allavega ætlunin. Fake Plastic Trees. Þjóðsöngur níunnar – og líka sígræn eilífðarnegla.
More info...
72 min
October 27, 2017
Universal Soilder – Sending úr stúkunni
Lagið Universal Soldier eftir Buffy Sainte-Marie er eins og rakvélablað. Það er nákvæmt og skilar hámarks skurði fyrir lágmarks aflsmuni. Sainte-Marie er kanadísk söngkona af frumbyggjaættum með allt aðra sýn á heiminn en flestir aðrir innan popp-bransans. Sjónarhorn Universal Soldier er risastórt. Horft er á heiminn í heild sinni í gegnum alla söguna – en samt er sjónarhornið ekki rembingslegt eða heimspekilegt í fræðilegum skilningi. Það er þægilegt. Universal Soldier er ekki sending af vinstri kantinum – það er sending utan af vellinum, frá einhverjum sem er ekki að spila leikinn. Það er sending úr stúkunni. Frægast var það í útgáfu hins skoska Donovan, og því eru honum einnig gerð skil í þættinum. Hlustið og fílið. Það verður ekkert frekara clickbait. Tékkið bara á þessu ef þið hafið áhuga á góðri músík.
More info...
65 min
October 20, 2017
Handle With Care – Mesta stemmning sögunnar
Leggjum á borð. Hvað er í matinn? Soðinn Bítill, kryddaður með Roy Orbison, eldaður af Jeff Lynne úr ELO, borinn fram með Bob Dylan og til borðs situr Tom Petty. Traveling Wilburys er mesta súpergrúbba allra tíma. Og það er hægt að fullyrða það hér að þær munu aldrei verða stærri. Reynslumeiri hópur er vandfundin. Samanlagt áttu þeir undir beltinu milljón jónusmóka, milljón munnhörpuslef á kinn, milljón blaðamannafundi. Þetta voru mennirnir með dekkstu sólgleraugun sem tekið höfðu á sig milljarð flassa. Stærstu poppstjörnur sögunnar. Allir í sama bandinu. Og hvernig hljómar það? Þægilegt fílgúdd.
More info...
49 min
October 13, 2017
Crimson & Clover – Blóðrautt og smári
Það er 1968. Það er lavalampi í gluggakistunni. Napalminu rignir yfir Víetnam. En í Bandaríkjunum er nóttin teppalögð af engissprettuhljóðum. Það er stemning. Fílalag snýst um stemningu – og líklega hefur hún aldrei verið jafn mikil og í þessu lagi. Þvílíkur fílingur. Það þekkja allir þetta lag. Þau ykkar sem hafið aldrei fílað það, þið eruð ekki mennsk. Lykla-Pétur! Ekki hleypa fólki inn sem hefur aldrei fílað þetta lag. Vísaðu þeim annað.
More info...
47 min
October 6, 2017
There She Goes – Stanslaus húkkur
Einn stærsti one hit wonder sögunnar er fílaður í dag. Þvílíkur smellur. Rúmlega tveggja mínútna stanslaus húkkur. Hér eru allar stjörnur á réttum stað á festingunni. Lagið er gítar- og raddasull frá Liverpool, hæfilega artí og hæfilega bjórblandað. Frum-Brit-Pop – 90s lag sem er reyndar tekið upp í áttunni. Áhugaverð saga – mikil stemning. Lag sem fílar sig sjálft. The La’s. Þarna fer hún. Þarna fokkar hún mér upp enn einu sinni. Þessi negla.
More info...
66 min
September 29, 2017
Papa Don’t Preach – Meyjan, krossinn, kynþokkinn
Þó fyrr hefði verið. Madonna er undir nálinni hjá Fílalags bræðrum í dag. Já, þið heyrðuð rétt. Michican-meyjan sjálf. Stólpi poppsins – risinn sem tók heiminn slíku heljartaki í áttunni að enginn hefur þorað að anda síðan. Þvílíkt choke-hold. Madonna er muscle-car frá Detroit sem sörfar á bylgju kaþólsku kirkjunnar (eða áþjánar hennar), byggð í Michican, brædd í 70s New York fokkjúi. Staðráðnari og öruggari poppstjarna á líklega aldrei eftir að skína. Njótið og lútið.
More info...
61 min
September 22, 2017
Bo Diddley (Einar Kárason gestafíll) – Það er ekki „go“ fyrr en Diddley segir „go“
Fílalag hringdi í einn af spámönnum sínum. Fílalag: „Er það Einar Kárason?…hæ, við erum með hlaðvarpsþátt sem fjallar um að fíla lag og við erum stundum með gesti og við viljum endilega fíla lag með þér. Er eitthvað sérstakt sem þú myndir vilja fíla? Einar Kárason: (án þess að þurfa neinar frekari útskýringar): „Bo Diddley með Bo Diddley.“ Skal gert leðurjakka-soldánn.
More info...
46 min
September 15, 2017
Smukke Unge Mennesker – Með Kim út á kinn
Fáið ykkur hálft kíló af saltlakkrís, tvo lítra af froðubjór, töluvert af sinnepssíld. Klæðið ykkur í cowboy-buxur eða klæðið ykkur úr öllu. Nú verður Kim Larsen tekinn fyrir. Allt verður tekið fyrir. Tennurnar, kjafturinn, sixpensarinn og óslökkvandi alþýðulostinn. Allt er undir. Þegar Kim Larsen er fílaður er varir nagaðar í sundur og rúður brotnar. Þetta er gíslataka. Þetta er kristnitaka. Þetta er Kim. Nú er kominn tími til að taka fram dönsku rjómatertuna, synthalegna alþýðupopppakkasósuna úr áttunni, og fá sér stóran bita þannig að flöðeskúmmið flæðir. Nú er kominn tími til að fá Kim út á kinn.
More info...
77 min
September 8, 2017
You Really Got Me – Þröngar buxur, rifið sánd, mannkyn ærist
Það er stóri hvellur. Kinks fílaðir í annað sinn. Og nú er það risinn. Sjálfur Homo Erectus. You Really Got Me. Sperrtasta lag allra tíma. Þó að Chuck Berry hafi ræst frumhreyfilinn árið 1955 þá var ekki almennilega búið að stíga á bensíngjöfina fyrr en Kinks mæta með You Really Got Me. You Really Got Me er klessukeyrsla sem drunar áfram í taugaveiklunar-tyggjó-takti. Lagið er blóðrautt frumöskur úr svarthvítum heimi. Bara hlustið og fílið og deyið!
More info...
70 min
September 1, 2017
Stand By Your Man – Negla frá Nashville
Amerísk country-tónlist nær oftast ekki alþjóðlegri hylli þó að frá því séu mikilvægar undantekningar. Ein þeirra er lagið Stand by Your Man með Tammy Wynette, sem fílað er í þætti dagsins. Tammy Wynette var sveitadrós frá Mississippi sem gifti sig fimm sinnum og eignaðist tvö börn fyrir tvítugt á milli þess sem hún sinnti einum farsælasta tónlistarferli sem sögur fara af í Nashville. Stand By Your Man, er hennar stærsta lag, tekið upp 1968 en að flestu leyti sígilt. Það hefur eiginlega verið vinsælt sleitulaust síðan. Það hefur eiginlega alltaf verið gamaldagds og alltaf móðins, sem er sérstök blanda. Sérstakt lag, sérstök kona.
More info...
73 min
August 25, 2017
(Don’t Fear) The Reaper – Dasað, ráðvillt, daður við dauðann
Sjöan tók Guðmund og Geirfinn og Íslendingar eru enn ráðvilltir um hvað gerðist. Hvernig gátu tveir ungir karlmenn horfið inn í myrkrið? En í Bandaríkjunum var sjöan eins og ryksuga og ungmennin hurfu í stórum stíl eins og enginn væri morgundagurinn. Amerísk sjöa: Krakkar að stíga yfir í móðuna, krakkar að láta sig gossa. Blue Öyster Cult voru gítarklæddu hirðingjarnir. Einskonar ameríkaníseruð útgáfa af Black Sabbath eða Zeppelin, þó blíðari og oggulítið væmnari. En þeir döðruðu við myrkrið – kannski meira en böndin sem þau líktust. Og líklega hvergi meira en í sínum allra stærsta hittara: Don’t Fear the Reaper. Ekki hræðast sláttumanninn. Ekki hræðast dauðann. Taktu í hönd mína. Deyjum saman. Sungu rokkdelarnir undir dáleiðandi kúabjöllu-greddu og unglingarnir fylgdu í humátt á eftir og fjölmargir gengu myrkrinu á hönd. Í dag er þetta gullbylgjumoli eða síðasta lag fyrir fréttir á Rás 2. Ekkert stress. En að baki þessu liggur þungi sjöunnar, og það eru ekki lítil þyngsli. Þyngsli amerískrar sjöu eru mögulega mestu þyngsli sögunnar. Ekki hræðast sláttumanninn.
More info...
79 min
August 18, 2017
Jesse – Martröð Elvisar
Fílalag kafar djúpt í dag. Það er alvöru listahátíðar-kröns í boði. Lagið Jesse með Scott Walker er uppgjör við ellefta september. En Jesse er líka uppgjör við hversu langt er hægt að teygja dægurtónlist í átt að kjaftæði. Og það má segja að niðurstaðan sé: svona langt. En líklega ekki lengra. Áhugaverðar umræður í Fílalag í dag. Um Scott Walker, níu líf í tónlistarbransanum, fasteignaskatta á kastölum og margt fleira. Djúpfílið.
More info...
80 min
August 12, 2017
The Winner Takes It All (Live frá Húrra) – Sértrúarsöfnuður hlustar á Abba
Það var þétt setið á skemmtistaðnum Húrra í gær þegar Fílahjörðin kom þar saman, en fílahjörðin eru dyggustu hlustendur hlaðvarpsins Fílalag. Þetta var sértrúarsafnaðardæmi og mættu sumir með klappstóla með sér. Hare Krishna. Prinsip var brotið í gær því að Abba var fílað. Fílalagsmenn höfðu áður gefið frá sér yfirlýsingu um að þeirra eina prinsip í lífinu væri að fíla ekki Abba. En það er búið. Rétt eins og öll önnur prinsip. Allir gera bara það sem þeir vilja í dag. Fara í jogging-buxum í atvinnuviðtal. Fá sér créme brulé í morgunmat. Ekki málið. Hjá millenials eru alltaf jólin. Abba. The Winner Takes it All. Njótið. Fílið.
More info...
55 min
August 4, 2017
Bullet With Butterfly Wings (Gestófíll: Octavio Juarez, arkítekt) – Mexíkóskur arkítekt. Guðshatari frá Chicago
Fílalag sendir frá sér sérstakan þátt í dag. Snorri var fastur utan símasambands í afskekktum firði fyrir Vestan og Bergur Ebbi fékk mexíkóskan arkítekt til að fylla í skarðið til að fíla lagið Bullet With Butterfly Wings. The Smashing Pumpkins var mikilvæg hljómsveit. Hún var (og er) miklu meira en nokkrir slagarar úr níunni. Hún skóp heila kynslóð úthverfakrakka. Til dæmis í Mexíkóborg, þar sem ungur Octavio Juarez sat stjarfur og hlustaði. Og hann er enn stjarfur. Hér er farið yfir þetta allt. Kinnbeinin á Billy Corgan. 90s vampírublætið og allt kertastjaka-ævintýrið. Mikið af tilvistarspurningum hér.
More info...
62 min
July 28, 2017
Arthur’s Theme – Gasið sem sefar
Ameríkanar elska skammstafanir. Loftkæling er til dæmis aldrei kölluð annað en A/C (ei-sí), sem er skammstöfun fyrir air-conditioning. AC er svo líka notað sem skammstöfun fyrir annað, ekki síðra fyrirbæri, eða „adult contemporary“ sem er ekki beinlínis tónlistarstefna heldur frekar hluti af aðferð markaðsmanna til að sortera músík eftir markhópum. „Adult Contemporary“ er þar af leiðandi ný músík fyrir fólk sem er ekki unglingar, sem er markaðsvænn flokkur, enda á fullorðna fólkið alltaf nóg af peningum. Þetta var mjög ráðandi hugsun, sérstaklega í sjöunni og fram í áttuna. Eagles, Chicago og síðar Kenny G., Whitney Houston og Mariah Carey gætu öll fallið í þennan flokk. En kannski er ekki til listamaður sem skilgreinir þetta betur en Christopher Cross. Þegar hlýtt er á lag hans: Arthur’s Theme, kemur reyndar hin merking skammstöfunarinnar AC, einnig upp í hugann. Lagið virkar sem einskonar loftkæling. Ameríka er einfaldlega það heit heimsálfa og það mikill suðupottur hugmynda að það er ótrúlegt að það logi þar ekki allt í styrjöldum alla daga. Það sem hefur komið í veg fyrir það eru neglur eins og Arthur’s Theme. Rólegar AC-ballöður sem hugga mannskapinn. Það reyndist Fílalagsmönnum nánast erfitt að koma orðum að því hversu djúpt þeir fíla Arthur’s Theme. Þetta er gríðarlega djúp fílun og mjög mikilvæg. Hlustið og fílið.
More info...
49 min
July 21, 2017
Steal My Sunshine – Kanadíski draumurinn
„Hey Matt“ „Já, Tim“ „Hefurðu talaði við Marc nýlega?“ „Ööö, nei, ég hef eiginlega ekki talað við hann, en hann virkar soldið ööö leiður“ „Hahaha. Hann virkar soldið ööö leiður“ „Jæja, kannski ættum við að gleðja hann.“ „Hvað stingur þú upp á að við gerum?“ „Ja, finnst honum smjörbökur góðar?“ Þannig hefst guðspjallið. Fyrsta bók Bróse. Hér fer í loftið kanadíski draumurinn. Sólskin, hassfliss, tímalaust kúabjölludill. Engin ábyrgð. Engin fortíð. Bara djúpt skúffuköku fílgúdd. Mjúkir sófar. Þægilegir kjallarar. Boy meets girl, partýhjal. Næsheit. Garðslöngur, hot-pants, sextán klukkustunda garðpartí, grill, tjill, frisbí og allt gjörsamlega sizzling. Ef ameríski draumurinn er heit eplabaka og M16 hríðskotariffill þá er sá kanadíski hlynsíróps-smjörbaka og bergmál lagsins sem er fílað í dag. Steal My Sunshine. Eitt það allra stærsta á himnafestingunni. Njótið og verið góð. Fílið.
More info...
56 min
July 14, 2017
Átján og hundrað – Prins allrar alþýðu
Fílalag er á heimaslóðum í fílun dagsins. Ekki er seilst nema um átta ár aftur í tímann og Ísland ekki yfirgefið. Nú er hún loksins tekin fyrir: Seyðisfjarðar/MH/síðkrútts/hakks-og-spaghettí senan. „18 & 100″ er fyrsta smáskífa Prins Póló, sem er eitt af mörgum tónlistarverkefnum Svavars Péturs Eysteinssonar – en hér er þetta allt tekið fyrir. Jólaskreytingarnar í Breiðholtinu, hakkið, spaghettíið, bulsurnar, stemningin.
More info...
53 min
July 7, 2017
Clubbed To Death – Orkudrykkir, bakpokar, misheppnuð ást á japönskum kúltúr
Líklegast átti það að vera orðaleikur þegar tónlistarmaðurinn Rob Dougan gaf lagi sínu nafnið „Clubbed To Death“. Orðasambandið þýðir í venjulegri merkinu: „að vera laminn til dauða með kylfum“ en einnig er hægt að lesa merkinguna: „að dansa sig til dauða“ út úr orðunum. En vandamálið er bara að þrátt fyrir fönk-uppruna trommutaktsins þá er „Clubbed To Death“ ekkert sérstaklega dansvænt. Það er frekar lag sem gerir fólk stjarft og fyllir það angist. Lagið er frábært – en það er samt líka hræðilegt. Það er tákn um hræðileg örlög tugþúsunda Íslendinga. Skaðinn var mikill í níunni. Það liggja tugþúsundir Íslendinga í valnum eftir allt skaðræðið. Að hlusta á Clubbed To Death og horfa á Matrix var alvarleg iðja sem dregið hefur dilk á eftir sér. Þessi orkudrykkja-súpandi bakpokakynslóð sem fékk Clubbed To Death inn í vitundina á viðkvæmum aldri, er meira og minna óstarfhæf í dag. Hlustið og fílið.
More info...
58 min
June 23, 2017
All Along The Watchtower – Verið á varðbergi
Það er stór fíll í herberginu. All Along the Watchtower er undir nálinni í dag. Bæði Dylan og Hendrix útgáfan. Vúff. Líklega er best að gera öryggisráðstafanir áður en hlustað er á þennan þátt. Farið í Ellingsen og kaupið björgunarvesti. Kippið líka með 3-400 grömmum af þurrkuðu kjöti og nokkrum brúsum af Gatorade. Þetta verður fílun sem gæti skilið ykkur eftir fljótandi á rúmsjó. Fílalagsbræður byrja á Dylan. Svo er farið í Hendrix. Þetta er rosaleg dagskrá. Árið er 1968. Víetnam stríðið er í fullum gangi. Tæplega fimmtíu amerískir hermenn eru negldir niður í líkkistur upp á hvern einasta dag þetta ár. Martin Luther King er skotinn. Bobby Kennedy er skotinn. Bítlarnir gefa út Revolution, en fara svo full circle í flótta og gefa líka út Bungalow Bill. Allir eru hræddir. Líka Dylan. Hann fer í lest og blaðar í Jeseja á leiðinni og les sér til um Varðturninn, sjálfan sjónarhólinn! Meira um það í þætti dagsins. Lexían er: verið hrædd, verið á varðbergi, við sjóndeildarhringinn glittir í tvo reiðmenn, einn á asna, annar á kameldýri. Villiköttur ýlfrar, vindurinn gnauðar.
More info...
71 min
June 16, 2017
If You Leave Me Now – Djúp Sjöa
Í dag kafar Fílalag dýpra ofan í Sjöuna en nokkurn tíman áður. Farið er ofan í læstar hirslur úr dánarbúi Ingólfs í Heimsferðum og sebraskinns-teppið „If You Leave Me Now“ með hljómsveitinni Chicago, grafið upp. Hér er um að ræða tólf strengja kassagítar, Fender Rhodes, mjúka strengi og silkihúðað brass-sánd að ógleymdum parasetamól-maríneruðum raddböndum Peter Cetera. Þetta er sjöa eins og hún gerist dýpst. Setjið á ykkur óþægileg sólgleraugu, rótið í arninum. Njótið. Fílið. Djúpfílið.
More info...
52 min
June 9, 2017
Ain’t No Sunshine – Klósettísetningarmaðurinn sem varð frægur
Fáir hafa slegið jafn skyndilega í gegn og Bill Withers. Hann var smábæjarstrákur frá West-Virginia af verkamannaættum og hafði unnið sig upp sem hörkuduglegur flugvirki sem sérhæfði sig í flugvélaklósettum þegar frægðin bankaði ár dyrnar. En hvað getur maður sagt? Þegar sólin skín og maður er staddur í Kaliforníu og árið er 1970, þá er ýmislegt mögulegt. En þessi negla sem fíluð er í dag er reyndar af svo stórri sort að hún er nánast sólkerfi út af fyrir sig. Verði ykkur að góðu!
More info...
59 min
June 2, 2017
November Rain – Hægur og fagur dauðakrampi
Fílalag hefur fjallað um allskonar öfga í gegnum tíðina. Í lýsingu á þættinum sem fjallaði um Elvis mátti til dæmis finna þessa setningu: „á matseðlinum er ameríski draumurinn þríréttaður borinn fram á húddinu á rjómahvítum Cadillac, Jobsbók klædd í hempu amerísks skemmtanaiðnaðar, þrælseigur toffímoli með beiskju, kergju en umfram allt þrá, lífsvilja og unaðslegu eftirbragði sigursælu“. Og hér er staðið við hvert orð. Elvis Presley á skilið ýktar lýsingar og yfirdrifin lýsingarorð því hann var kóngur amerísks skemmtanaiðnaðar og það er öfgafyllsti vettvangur menningar okkar. En nú er svo komið að Fílalag þarf aftur að bregða á sig lýsingarorðasvuntuna því jafnoki Elvisar í öfgum er tekin fyrir í dag. Hér er að sjálfsögðu átt við viskísvolgrandi, kókaínþrútnu, pípuhatta, hlébarðaskinns epík-belgina í Guns N’ Roses. Og líklega reiddu þeir félagar sleggjuna aldrei jafn hátt til höggs og í November Rain af Use Your Illusion I. Já. Það þýðir ekkert að snuðra í kringum þetta umfjöllunarefni. Það þarf að taka það föstum tökum. Guns N’ Roses árið 1992 er einfaldlega eitt mest dekadent fyrirbæri sem mannkynið hefur framreitt. Algjörlega over-the-top útsetningar, fimm hundruð hestafla kraftballöður og allt keyrt áfram á nítróglyserín eldfimum daddy-issue holum á sálinni. Guns N’ Roses er flóttinn mikli, það sem Dylan kallar „No Direction Home“. Lífið er flótti og Ameríka er nógu stór til þess að maður getur eiginlega keyrt stáljálkinn endalaust með andardrátt sársaukans í hnakkanum án þess að þurfa að stoppa. Eða svona næstum því. Blúsinn náði í skottið á Gönsurunum skömmu eftir útgáfu November Rain og síðustu 24 ár má segja að nokkuð þungt hafi verið yfir lífi Axl og félaga. Þess vegna er svo frábært að lag eins og November Rain skuli vera til, sem birtir okkur hinn fullkomna siðfalls-krampa, lestarslysið í slow-motion, hinn hæga og epíska dauða hugmyndarinnar um að hægt sé að lifa sem rokk guð meðal dauðlegra.
More info...
57 min
May 26, 2017
Try Sleeping With A Broken Heart – Brotið hjarta úr eldhúsi helvítis
Fílalag er á nútímalegum slóðum í dag og fílar lag frá 2009. Um er að ræða stóran smell með Aliciu Keys, lag sem gerði ágætis hluti þegar það kom út fyrir átta árum síðan, en á líka helling inni. Alicia Keys er multi-talent. Frábær söngkona, lagahöfundur og hljóðfæraleikari. Hún er einnig frumkvöðull í cross-over kúli, þ.e. að missa ekki kúlið þrátt fyrir að skella sér á bólakaf í meinstrím menningu, sem er löngu orðinn standard í dag. Í stuttu máli hefur Alicia allt. Hún er semí gettó-barn, alin upp í Hell’s Kitchen í New York, sem þó er á Manhattan þannig að skuggar ríkidæmis féllu á íbúðarblokk hennar. Hún kann að hrista glingrið en líka að spila leik minimalismans, eins og hún gerir í lagi dagsins.
More info...
53 min
May 19, 2017
Friday On My Mind – Föstudagsmanía
Fílalag er komið aftur úr fimm vikna vorfríi og kemur aftur með krafti. Þar sem fílalag er alltaf sent út á föstudögum var löngu kominn tími á að fíla 100% upprunavottaðan föstudags-stomper. Við förum suður til Ástralíu og kíkjum á hvað menn voru með í pottunum þar í sexunni. Þar stendur að sjálfsögðu mest upp úr Easybeats með negluna sína: Friday On My Mind. Allt verður tekið fyrir: Sólin, Austin Powers fötin og stemningin. Nú er föstudagsmanía á leið inn í ykkar heilabú.
More info...
57 min
April 26, 2017
Where Do You Go To My Lovely? – Harmonikka, fókus, negla
Fílalag er í fríi fram í miðjan maí en er með fólk í vinnu sem gramsar í gullkistunni og dregur fram mikilvæga fílun frá 2014. Where Do You Go To My Lovely er rifjað upp nú, meðal annars til heiðurs minningu listamannains, Peter Sarstedt sem lést í janúar á þessu ári. Where Do You Go To My Lovely var óvæntur hittari þegar það kom út í byrjun árs 1969. Listamaðurinn var óþekktur og samsetning lagsins er evrópsk fremur en englisaxnesk. Þetta er harmonikku-vals með sykursætum Eurovision-strengjum, en þó framreiddur á góðum og gildum þjóðlaga-grunni. Texti og umfjöllunarefni eru eins klassísk og hugsast gæti. Lagið er trúbador-verk í upprunalegum skilningi þess orðs, óður utangarðsmanns til aðalskonu. Það er komið að þessu. Ryðjið borðið og byrjið upp á nýtt. Dragið fram alpahúfu, píputóbak, ljóðasafn Dylan Thomas og smeygið ykkur í Pink Panther blazer-jakka og dúndrið nálinni ofan á þessar rispur.
More info...
35 min
April 7, 2017
Peg – Sexuð tannlæknastemning
Takið fram léttskyggðu fjólubláu sólgleraugun, hneppið niður efstu 3-8 tölunum á skyrtunni/blússunni, ræsið blæjubílinn. Himininn er alblár en er hægt og rólega að leysast upp í mengunarmistrað sólsetur. Það er maulandi 70s og þið eruð stödd í Los Angeles. Vúff. Hvað er hægt að segja? Fílalag er að taka fyrir Steely Dan í dag. Hvernig er hægt að lýsa tónlist Steely Dan með orðum? Músík verður ekki graðari, þetta er eins og James Brown og Sting að bera olíu á hvern annan en samt líka að lesa ljóð á meðan. Steely Dan er nefnilega líka með nörda-element. Þetta eru graðir bókmenntanáungar, kókaðir fish-taco slafrarar sem elska samt líka að kaupa nýja strengi á gítarana sína. Og í dag verður tekin fyrir 1977-neglan Peg. Lög verða ekki meira 70s. Ímyndið ykkur bar-mitzvah garðpartí heima hjá ógeðslega ríkum tannlækni í Los Angeles. Hvítar tennur, öfund, gleði og einhver skrítin blanda af þyngslum og léttleika. Farið í flaksandi skyrtu. Hlustið og fílið.
More info...
69 min
March 31, 2017
More Than A Feeling (Live á Húrra) – Lag sem fjallar um að fíla lag
Nú er það hámarks-fílun. Lag sem fjallar um „fíling“ og meira en það. More Than a Feeling með Boston er eitt af lögunum sem Fílalag var stofnað í kringum. Risastór 70s feðgarokks-negla sem lifir góðu lífi á gullbylgjum hvar sem stigið er niður í þessari veröld. Saga þessa lags inniheldur svo margt. Hefnd nördsins, mildi amerískrar kjallaramenningar, sigur tækninnar (það eru að lágmarki 10 rafmagnsgítar-rásir í gangi í laginu allan tímann) og að lokum ferðalok einmana sálar. Hlustið og þið munuð skilja. Þetta er sérdeilis mikilvæg lagafílun. Ein sú stærsta í sögu Fílalags, og það var sérlega vel við hæfi að þessi fílun fór fram við vatnsbólið, að viðstaddri Fílahjörðinni, á Húrra í Reykjavík í síðustu viku. Kærar þakkir til allra sem mættu. Hér er þetta upptekið og komið á band. Njótið, fílið!
More info...
47 min
March 17, 2017
Band On The Run – Flóttinn mikli
Fílalag heldur áfram að hringsnúast í kringum Bítlana eins og köttur í kringum heitan graut. Í dag er sjálfur sir Paul McCartney tekinn fyrir ásamt félögum sínum í Wings. Band on the Run fjallar um flótta í margvíslegum skilningi. Flótta undan frægðinni, kvöðinni og skyldunni. Að lokum kemur fram einhvers konar lausn. Þetta er eitt af bestu lögum Macca-drullunnar. Tekið upp í Lagos í Nígeríu í hjartaánauð. Hér er allt í húfi. Allt er þetta útskýrt í Fílalag þætti dagsins. Hlustið, fræðist, skiljið.
More info...
92 min
March 10, 2017
I Got You Babe – LA beibs og draumur innflytjandans
Skellum okkur til ársins 1965. Unglingarnir keyrðu um á stórum bensíndrekum. Kalifornía var troðin af bjartsýnu fólki. Allir með sólgleraugu og góðar tennur. Þetta er tíminn þegar allir voru beibs, konur og karlar, og það eina sem maður þurfti var beib sér við hlið. Sonny Bono er ameríski draumurinn. Sonur bláfátækra ítalskra innflytjenda sem fluttust til Kaliforníu. Þar kynntist hann Phil Spector, sólskininu og giftist að lokum Cher, sem var hið eina sanna LA beib. Þau áttu hvort annað. Veröldin var ljúf. Seinna fór þetta allt í vaskinn. En í nokkrar frábærar vikur árið 1965 þá var þetta vinsælasta lag í heimi, sólin skein og allt var gott.
More info...
60 min
March 3, 2017
Pale Blue Eyes – Fölbláu augun
Fílalag eyðir tíma í grunnbúðunum í þætti dagsins. Velvet Underground. Pale Blue Eyes. Hér er farið yfir hvað var í gangi í New York 1968. Samruni mynd- og tónlistar, há- og lágmenningar. Sólgleraugun, afstaðan, stemningin. Textinn er krufinn. Þetta er einfaldur texti en inniheldur nokkrar óskiljanlegar línur. En umfram allt er lagið fílað, enda er það eitt af þeim allra bestu.
More info...
59 min
February 24, 2017
Wind Of Change – Líklega eitt það allra stærsta
Hvað gerir tónlist stóra? Vinsældir? Já. Það er einn mælikvarði. Stórt sánd? Það skiptir líka máli. Stór umfjöllunarefni? Langlífi og vigt sem nær út fyrir poppkúltúr? Það er kannski allt heila málið. Lagið sem fílað er í dag er ein söluhæsta smáskífa allra tíma. Talið er að hún hafi selst í um fjórtán milljónum eintaka. Það var vinsælt í flestum löndum heims og það er enn reglulega spilað í útvarpi. Vinsældir þess ná langt út fyrir tímann sem skóp það. En það er kannski ekki síst menningarleg vigt lagsins sem gerir það eitt af þeim allra stærstu í sögu popptónlistar. Veröldin öll er í húfi í laginu „Wind of Change“. Hálfrar aldar þjáning og óréttlæti er gert upp á fimm mínútum. Wind of Change fangaði vonina og afísunina við lok kalda stríðsins. Það fangaði samt líka næmnina og beyskjuna, það horfði ekki framhjá sárunum sem kannski munu aldrei gróa. Að sjálfsögðu getur eitt popplag ekki breytt heiminum til frambúðar, en það getur vissulega linað þjáninguna á meðan það stendur yfir. Scorpions áttu þetta inni. Þegar Wind of Change kom út hafði hljómsveitin verið starfandi í 26 ár. Þetta eru skorpnaðir djöflar, rokk-skaddaðir spinal-tap hryggleysingjar sem hafa allir sem einn brunnið kerti sín í báða enda áratugum saman. Hlustið á samanlagða rokksköddun, þjáningu og víbrandi kraftballöðunæmni í rödd Klaus Meine þegar hann syngur upphafslínuna: „I follow the Moskva, down to Gorky Park“. Svona flutningur verður ekki keyptur út í sjoppu. Það þarf feykilega innistæðu til að byrja lag svona. Innistæðu sem mjög fáir hafa. Ekki einu sinni Robert Plant má byrja lag svona. Wind of Change snýst um tímasetningu, innistæðu og bestun á því sem er mögulegt með músík. Lagið er tekið upp á hápunkti „the Bush-era“, þegar tónlist var dýr og stór og hljómsveitir eins og Guns N Roses, Poison og fleiri lágu í stúdíóinu mánuðum saman og hömruðu póetískar kraftbölluður inn á stóra steinway flygla og mokuðu dufti upp í öll op líkama síns áður en þeir over-layjuðu með sprautun eftir sprautun af hljóðfræðilega útpældum vælandi Les Paul línum. Þess má reyndar geta að „Wind of Change“ er tekið upp í sólinni í Los Angeles, þótt sögusviðið sé Moskvu-áin og framtíð barna Austur-Evrópu. Það er við hæfi að það spanni veröldina alla á þann hátt. Wind of Change er einfaldlega eitt stærsta lag tónlistarsögunnar. Það fær veröldina sjálfa til að verða smáa. The world is closing in And did you ever think That we could be so close Like brothers?
More info...
79 min
February 17, 2017
Lover, You Should’ve Come Over (Gestófíll: Valdimar Guðmundsson) – Djass og fokk
Sérstakur gestófíll: Valdimar Guðmundsson Jeff Buckley var með allt. Lúkkið, lögin, sándið og líka stöðugan og vaxandi meðbyr innan bransans. Svo þurfti hann að hoppa út í Mississippi-fljótið og drukkna af slysförum. Það er einn einkennilegasti rokk-dauði tónlistarsögunnar, því sjálfsmorð var það ekki og hvorki Jack Daniels né pillur voru heldur sjáanlegar. Hann skildi okkur eftir með músíkina sína. Að vísu er það ekki mikið af músík í magni talið. En þetta er samt hellings-pottréttur til að smjatta á. Músíkin hans er bræðingur, djassaðar sætadrengs ballöður sem renna ljúft niður, stundum hjúpaðar gítarkrönsi. Lover, You Should’ve Come Over hefur allt. Þetta er gufumettaður kertastjaka vangari, 90s rúmfataveisla eins og hún gerist best. Manhattan loft, ilmkerti og Rachel just left you. Fílalag tekur enga ábyrgð á hvað þið gerið við ykkur sjálf að fílun lokunni.
More info...
72 min
February 10, 2017
Losing My Relegion – Remkex
Hvað getur maður sagt um R.E.M? Eitt mesta cross-over band allra tíma. Fór frá því að vera þunglyndismúsík fyrir holuhassreykjandi lopapeysulið frá Portland, Oregon yfir í fullt stím með Bylgjulestinni. Ekki einu sinni U2 hefur sent jafn langa stoðsendingu. Galdur R.E.M. er að þetta er djúpfílanleg músík. Þetta eru nöllar með sterka listræna sýn, helling af intróvert persónuleikavandamálum og þrótt hins ameríska suðurríkjamanns. Þetta eru menn sem gefast aldrei upp. Fyrr en núna reyndar. R.E.M. hætti störfum árið 2011. Hvað verður tekið fyrir í dag? Lagið sem hóf ferðalagið yfir í lendur bylgjunnar og hlö-maskínunnar. Losing My Religion, frá 1991. Lag sem hóf 10. áratuginn og alternative þunglyndismenningu hans. Djúpfílanlegt. Remkex með mjólk. Hlaðið þessu í ykkur.
More info...
61 min
February 3, 2017
Í sól og sumaryl – Íslenskt sumar, í brúsa
Hér er það komið. Íslensk sumarstemning, soðin niður í tveggja mínútna popplag. Í sól og sumaryl er lag sem leynir á sér. Það er einfalt og grípandi, en einnig haze-að og einstaklega grúvandi útsett og flutt. Það var neglumeistarinn Gylfi Ægisson sem samdi lagið, og var hann þá staddur á Akureyri. Þetta er norðlenskt og gott. Sjalla-konfekt. Birkilykt í Vaglaskógi. Norðlenska pulsur á grillinu. Allir þrælsáttir.
More info...
45 min
January 27, 2017
Holding Back The Years – Gamli góði Rauður
Hafið þið einhverntíman átt bíl og skírt hann nafni? Ef hann er rauður er mjög líklegt að hann hafi einfaldlega fengið það nafn: Rauður. Það sama á við um Mick Hucknall, söngvara Simply Red. Hann er einfaldlega Rauður. Hér er hann mættur til okkar. Rauður og einfaldur. Með norður-enskan sálarsöng eins og hann gerist bestur. Það má steikja beikon á slopp við þetta lag. Í raun breytist maður í saltað beikon við að hlusta á það.
More info...
40 min
January 20, 2017
I Love Rock N Roll – Hurð sparkað upp (í tuttugasta skipti)
Farið frá. Hún er komin. Það eru læti. Það er stemning. Við erum að tala um Joan Jett og svörtu hjörtun hennar. Af hverju er alltaf verið að opna veitingastaði með rokk-þema? Glymskratti í horni, gullplötur á veggjum, cadillac-sjeikar og curly fries? Vegna þess að það er stemning. Rokk er stemning. Rokk er besta stemningin. Joan Jett mætir hérna, árið 1982, og segir hið augljósa. „Ég elska rokk“. Hún sparkar upp hurð að hlustum okkar. Halló. Vakna. Það er stemning.
More info...
53 min
January 19, 2017
Give it away – Red Hot Upphitun
Í ljósi þess að Red Hot Chili Peppers muni mæta til Íslands í sumar hefur verið ákveðið að grafa mjög djúpt í gullkistu Fílalags til að hita upp fyrir tónleikana. Um er að ræða einn af fyrstu Fílalagsþáttunum. Strappið á ykkur pungbindið. Setjið rauðan sólþurrkaðan pipar upp í kjaftin og bítið saman tönnunum. Það er kominn tími til að taka plásturinn af. Red Hot Chili Peppers gjörið svo vel.
More info...
38 min
January 13, 2017
Down By The River – Stóri Ufsilón
Þá er komið að fílun á einni af burðarstólpum rokksins. Neil Young er tekinn fyrir í Fílalag í dag. Það er vaðið beint í hippaflórinn og „Down By the River“ af plötunni „Everybody Knows This is Nowhere“ frá 1969 er skrensfílað. Við erum að tala um hassreykjandi gítarsóló rúnk með fuglahræðutwisti. Klæðið ykkur í stagaðar smekkbuxur og fyllið heilann ykkar af hálmi. Þetta er klístrugt ranch-rokk. Fáið ykkur hund og skírið hann „Akvaríus“ og bara missið vitið. Nú eru jólin hjá Óla Pöllum þessa lands. Neil Young er undir nálinni. Klukkutíma fílun á einu af hans allra besta.
More info...
83 min
January 6, 2017
Fast Car – Bless, bless krummaskuð
Aldrei gleyma því hvað Bandaríkin eru stór. Þetta eru 324 milljón manneskjur. Það er svakalegt. Svo er þetta tæpir tíu milljón ferkílómetra. Rosalegt flæmi. Það er allt þarna. Skýjakljúfar og lið að hamra ljóð á ritvélar en mestmegnis er þetta Walmart og bílastæði. En það sem verður aldrei tekið af þeim eru bílarnir. Kannski er nóg að eiga hraðskreiðan bíl til að geta brunað burt úr krummaskuðinu. En kannski er hraðskreiði bílinn einmitt bara það. Hraðskreiður bíll, og draumurinn endist ekki lengur en bíltúrinn. Hlustið á umfjöllun Fílalags í dag um lagið Fast Car með Tracy Chapman. Þetta lag er lykilllinn að svo mörgu.
More info...
69 min
December 30, 2016
Sheena Is A Punk Rocker – Allt er dáið. Allt lifir.
Síðasti Fílalags-þáttur fjallaði um George Michael. Þátturinn var sendur út á Þorláksmessu og hann dó tveimur dögum síðar. Svipað var uppi á teningnum í nóvember þegar Fílalagsmenn tóku upp þátt um Leonard Cohen og fréttu svo degi síðar að hann væri einnig dáinn. Þetta er fílalags-bölvunin og hún er ekkert grín. Í kjölfarið fengu Fílalagsmenn fjölda fyrirspurna og ábendinga um hvern ætti að taka fyrir næst. Sumir vildu Kid Rock, aðrir Axl Rose – en Fílalag tekur þetta ekki í mál. Fílalag tekur bölvunina alvarlega og vill engan meiða. Þess vegna var farið þá leið að fíla eitthvað sem er þegar dautt, í síðustu fílun ársins 2016. En hvað þýðir annars að eitthvað sé dautt? Rokkarar deyja. Tónlistarfólk fær hjartaáföll og heilabilanir. En ekkert drepur rokkið. Ekkert drepur leðrið, sólgleraugun, Marshall-stæðurnar. Það er ótrúlegt til þess að hugsa að allir upprunalegir meðlimimir þeirrar hljómsveitar sem fíluð er í dag séu dánir. Maður pælir ekkert í því þegar maður heyrir tónlistina. Hún er jafn kraftmikil og ungabarn í grátkasti. Þegar maður sér mynd af þeim hugsar maður: ódrepandi. Þetta er ódrepandi helvíti. Rifnu buxurnar, leðrið, attitjúdið. Ekkert sprengiefni veraldar getur grandað þessu dæmi. En samt eru þeir allir dánir. Allir meðlimirnir fóru yfir móðuna miklu úr ýmsum tegundum krabbameina og óverdósa á tímabilinu 2001-2014. Fáránlegt. Dóu allir fyrir aldur fram. Þetta er sætbeysk fílun. Reyndar aðallega sæt. Í síðustu fílun ársins fögnum við lífinu með því að horfast í augu við dauðann. Við endum þetta í tilvitnun í Waylon Smithers, aðstoðarmann Mr. Burns í Simpsons: „Here are several fine young men that I’m sure will gonna go far. Ladies and gentleman: The Ramones.“
More info...
53 min
December 23, 2016
Last Christmas – Útvarp Reykjavík. Útvarp Reykjavík. Það eru jól. Það er stemning.
Það er Þorláksmessa kæru vinir og Fílalag er stemningsþáttur eins og allir hlustendur vita. Þess vegna kemur ekkert annað til greina en að taka fyrir jólalag í dag. Nú verður það fílað í allri sinni dýrð. Last Christmas með Wham! Auðvitað kom ekkert annað til greina. Last Christmas er eins og sjálfur jólasnjórinn. Maður þarf mikið af því. Hver hlustun er eins og eitt snjókorn, og það þarf mörg snjókorn til að láta jólin koma. Af þessu leiðir að það má ekki hringja inn jólunum fyrr en maður er búinn að hlusta á Last Christmas að minnsta kosti 400 þúsund sinnum á aðventunni, sem er einmitt talin meðalhlustun Íslendinga á laginu. Last Christmas er allstaðar. Það er í Hagkaup. Það er á Léttbylgjunni. Það er á barnum. Í ræktinni. Það er frábært. Það er æðislegt og poppað og það faðmar mann með stöðugum popphljómi sínum. Það snjóar í Last Christmas. Það snjóar peningum. Það snjóar kókaíni. Það snjóar frægð. Þetta er 80s eins og það verður best. Þegar það var bíókvöld hjá öllum íbúum heimsins og poppað oní liðið eins og enginn væri morgundagurinn. Gríski bossinn. Hvítu tennurnar. Sturlunin. Hlýjan. Fegurðin. Jólin. Jólin. Peysurnar. Jólin. Skíðalyftan. Hlýjan. Mistilteinskossinn. Jólin. Jólin. Jólin.
More info...
62 min
December 16, 2016
Lovefool – Gollur og sexkantar
Ein passívasta flík sem karlmenn geta klæðst er svokölluð „golla“ eða cardigan eins og hún heitir á ensku. Gollan virkar allstaðar. Kurt Cobain klæddist henni og náði þannig að dúlluþekja sýkta persónu sína. Gollur virka í fermingarveislum en einnig á fundum markaðsfræðinga. Sé orðið gúglað í fleirtölu, „cardigans“, koma upp annarsvegar auglýsingar frá fatafyrirtækjum eins og H&M sem vilja selja svoleiðis fatnað og hinsvegar upplýsingar um sænsku hljómsveitina The Cardigans, en lag hennar „Lovefool“ er til umfjöllunar í fílalag þætti dagsins. Í þættinum er farið yfir þetta allt. Sænska lífstíls-iðnaðinn, poppið, kommóðurnar, tattúin og alþjóðavæðinguna. Lovefool er lykillinn að ýmsu í samfélaginu. Í dag er kistan opnuð og mikið rótað. Njut av.
More info...
53 min
December 9, 2016
Sweet Leaf – Rafmagn í rassinn á þér
Fíliði metal? Það er ekki ólíklegt því þungarokk er ein söluhæsta tónlistarstefna sögunnar. En í öllum þáttum Fílalags (sem eru orðnir 101 talsins) hefur þungarokk aldrei verið tekið fyrir. Fyrr en nú! Og auðvitað er gengið faglega í málið. Til umfjöllunar í Fílalag í dag er sjálf Auðhumla metalsins. Þungarokk er löngu orðin að heilu heimshafi en allt rann þetta upprunalega úr júgrum beljunnar frá Birmingham. Við erum að sjálfsögðu að tala um Black Sabbath. Hvaða lag verður tekið fyrir? Jú að sjálfsögðu Sweet Leaf. Hér er farið yfir þetta allt. Vélvæðinguna, afmennskuna en fyrst og fremst frelsunina. Svo vitnað sé í orð Arnars Eggerts Thoroddsen tónlistarspekings: „Nú verður sagður metall“.
More info...
54 min
December 1, 2016
Wichita Lineman – Axlir. Kjálkar. Leitin að kjarnanum
Stærstu kjálkar bandarískrar tónlistarsögu eru teknir fyrir í Fílalag í dag. Glen Campbell. Maðurinn sem gaf okkur softkántrí slagara eins og Rhinestone Cowboy gaf okkur líka lagið sem fílað er í dag. Wichita Lineman. Lagið dregur nafn sitt af borginni Wichita í suðurhluta Kansas. Ef kort af Bandaríkjunum er skoðað sést að Wichita er því sem næst í landinu miðju. Wichita er kjarninn. Maður getur varla verið lengra frá sjó í Norður-Ameríku. Í Wichita fékk Trump mörg atkvæði. Farið er yfir kjarna Bandaríkjanna í þætti dagsins í dag. Svo svífum við inn í draumalandið með kjálkameistaranum Glen Campbell og lagi hans um símvirkjann frá Wichita.
More info...
58 min
November 25, 2016
Fílalag – 100
Fílalagsmenn fara yfir ferilinn í sínum 100. þætti. Nýjar pælingar í bland við upprifjanir. Hátíðarþáttur sem hlustendur mega ekki missa af. Það er af mörgu að taka í þætti 100. Kíkt er á lögin 99 sem fíluð hafa verið og svo er einnig spáð í framtíðina. Fílalag er komið til að vera nú þegar hundrað skinkur eru komnar í pokann! Núna verður þetta bara eins og hjá Simpson fjölskyldunni sem er komin yfir 600. Í þessum þætti var í fyrsta skipti í sögu Fílalag, gert pissustopp. Bergur Ebbi þurfti  að taka sér pásu til að pissa. Þó það nú væri eftir að hafa haldið í sér í 99 þætti í röð. Góða skemmtun.
More info...
102 min
November 18, 2016
Widerstehe doch der Sünde (Gestófíll: Halla Oddný) – Bachaðu þig í drasl
Hvað vitið þið um Jóhann Sebastian Bach? Líklega slatta. En hafið þið fílað hann eins og hann á skilið? Kannski. Það verður allavega gert í dag. Það er komið að hamfarakrókódílnum frá Eisenach. Fílalagsbræður fengu til liðs við sig Höllu Oddnýju Magnúsdóttur til að fíla Bacharann. Lagið sem er fílað er kantata eftir Bach, en þó í nútímaútgáfu eftir Nicolas Godin – sem er annar AIR-bræðranna. Strokinn fransmaður sem gert hefur sexí og töff músík í áratugi. Í fyrra fékk hann nóg af softgreddu poppi og er byrjaður að bacha. Þeir sem byrja að bacha geta yfirleitt ekki hætt. Ekki hægt að bacha sig frá þessu. Widerstehe doch der Sünde, gjörið svo vel.
More info...
80 min
November 11, 2016
First We Take Manhattan – Leonard Cohen, hryðjuverkamaður í ástum og listum
Skilaboð frá Fílalagsmönnum: Það hafði lengi verið á stefnuskrá Fílalags að taka Leonard Cohen fyrir. Nú í vikunni létum við loks verða af því og tókum upp hefðbundinn þátt þar sem fjallað er um lagið First We Take Manhattan. Síðar í vikunni barst heimsbyggðinni sú reiðarfregn að Cohen væri látinn. Við sendum þáttinn út, eftir sem áður, og tileinkum hann minningu þessa mikla listamanns. Hafa skal það þó í huga þegar hlustað er á þáttinn, að hann var ekki hugsaður sem minningarþáttur heldur tribute til lifandi manns. Leonard Cohen var af þeirri kynslóð tónlistarmanna sem braust út á 7. áratugnum. Þegar tónlist hafði mikil áhrif á samfélagið. Hann fór aldrei fremstur í flokki en hann kafaði dýpra en flestir aðrir og brúaði bil milli tónlistar og bókmennta, en ekki síður heimspeki og trúarspeki. Hann var existensíalískur í eðli sínu. Lífsskoðun hans var jafn skynjanleg í rödd hans, laglínum, texta, fraseringum, fatavali og framkomu í viðtölum. Hann var alhliða listamaður sem skapaði sína list með sjálfri tilverunni. First We Take Manhattan er djúpt lag að kóenskum sið. Cohen gengur þó enn lengra en oft áður í að selja hugmynd sína. Lagið fjallar um terrorisma í víðum skilningi. Að gera ekki málamiðlanir. Heimsyfirráð eða dauði. Allt fyrir listina. Allt fyrir ástina. Þannig lifði Montreal-mörðurinn alla sína tíð. Salute. Hvíl í friði, prins ljóðs og rökkurs. Þess óska, þínir aðdáendur, Bergur Ebbi og Snorri
More info...
78 min
November 4, 2016
Ghost Town – Komdu í bíltúr í gegnum Coventry frú Margaret Thatcher
Það besta við rokktónlist er að á góðum degi er hún skurðarflötur alls sem er í gangi í þjóðfélögum. Í músíkinni má heyra raddirnar af götunni en líka skynja stóru drættina. Í kringum 1980 stóð Bretland á krossgötum. Það hafði ríkt efnahagsleg stöðnun og íbúar ríkisins voru pirraðir. Það var enn pirringur vegna Síðari heimstyrjaldarinnar, en Bretar unnu jú það stríð, en samt var Vestur-Þjóðverjum að ganga miklu betur efnahagslega. Þegar Margaret Thatcher komst til valda 1979 var keyrt á mikla uppstokkun í bresku efnhagslífi. Leið frjálshyggjunnar var farin. Ríkisfyrirtæki, jafnvel almenningssamgöngur, voru einkavædd og leiddi það til þess að störf færðust til eða voru lögð niður. Heilu samfélögin voru lögð í rúst. Eitt þeirra var Coventry, sem hafði jafnframt aldrei náð sér almennilega að fullu eftir sprengjuárásir Þjóðverja í styrjöldinni. Fólk í Coventry hafði varla séð til sólar í gegnum kolamökkinn í marga áratugi. Við myndum líklega ekki einu sinni vita neitt um borgina Coventry ef ekki væri fyrir tiltölulega slæmt fótboltalið annarsvegar og ska-hljómsveitina The Specials hins vegar sem átti einmitt sinn ferskasta sprett í kringum 1980. Í laginu sem fílað er í dag, Ghost Town, fáum við þetta ástand beint í æð. Við heyrum raddirnar úr draugabæjunum sem voru óðum að myndast eftir valdatöku Thatchers. Við heyrum ólguna í gegnum karabíska ska-taktinn og druggy sönginn. Bretland er, þrátt fyrir allt, eitt mest spennandi land í heimi. Engin pólitík getur breytt því – því þrátt fyrir hræðileg stjórnmál þá rís alltaf einhver spólgraður popplistamaður upp og gólar um ástandið fyrir allan heiminn. Það gerðist allavega hér. Tékk it!
More info...
65 min
October 28, 2016
Hippar (Gestófíll: Dr. Gunni) – „Reipið er til. Hengið ykkur nú.“
Fílalagsbræður settust niður með sjálfum Dr. Gunna og fíluðu einn af fyrstu íslensku pönk-slögurunum, Hippa, með Fræbbblunum. Dr. Gunni sagði sögur úr Kópavogi og fór gaumgæfilega yfir stöðuna í íslenskri tónlist áður en Fræbbblarnir og síðar Utangarðsmenn mættu og sögðu gamla liðinu að fokka sér. Fræbbblarnir virtust sérstaklega pirraðir á hippum, en í þeirra heimi var það fólk sem þóttist gáfað og greindi músík of mikið. Vonandi er Fílalag ekki í þeim hópi. Við erum allavega ekki farnir að munda reipið ennþá enda erum við bara gæjar sem fílum hluti og forðumst að ofgreina músík með aðferðum bókmenntafræðinnar. Það er sérstaklega viðeigandi að fá Dr. Gunna sem gest að þessu sinni til að fíla pönk því þann 2. nóvember mun Pönksafn Íslands opna. Þar verður að vísu ekki aðeins einblínt á pönk heldur íslenska músík frá 1978-1992. Safnið er að sjálfsögðu staðsett í hinu sögufræga Bankastræti 0, sem var neðanjarðar almenningsklósett frá 1930-2006. Að safninu koma Finni í Dr. Spock (eigandi), Dr. Gunni (aðföng og texti), Langi Seli (hönnun) og Þórunn Claessen (grafík). Safnið verður opið til frambúðar – en ekki missa af opnuninni því þá mun sjálfur Johnny Rotten mæta og lesa upp ljóð. Halló. Sjálfur John Lydon. Hey hey. My My.
More info...
71 min
October 21, 2016
Freedom – Frelsun
Fílalag tekur í dag til umfjöllunar lag sem má ekki gleymast. Það er frá þeim tíma þegar fólk gekk um í leðurjökkum yfir gallajakka, borðaði Jón Bakan pizzur og leið þannig í gegnum íslensku súldina og krafðist einskis meir. Lagið kom út á hápunkti 90s hippie-revival tímans. Þegar stelpurnar voru í mussum með peace-merki og síðhærðir strákarnir með brúna hassmola í sellófani í þykkum seðlaveskjum. Lífið var samt ekkert endilega neinn bjúddari, það var engin San Fransisco stemning í Hafnarfirðinum. En það var til Hammond-orgel og í höfðinu gekk fólk um með hugmyndir um frelsið. Stundum er það nóg. Meira um þetta í þætti dagsins.
More info...
60 min
October 14, 2016
My Friend & I – Íslenskur eðall
Fílalag fer á uppáhalds slóðir sínar í þætti dagsins: Íslenskt 70s!! Í þessum gullkistuþætti kynnumst við erki-síð-hippum Íslands. Trúbrot. Trúbrot var band ólíkra karaktera. Við sögu koma larger than life týpur eins og Gunni Þórðar, Shady Owens, Rúni Júl, Karl Sighvatsson, Gunnar Jökull og svo að sjálfsögðu Maggi Kjartans. Trúbrot var hæfileika- og týpu-veisla frá upphafi til enda og ekki síst eru það lagasmíðar Magga sem hafa fleytt músíkinni yfir til næstu kynslóða. Allir þekkja „To Be Grateful“ enda hefur það verið ædolað í drasl, en hin neglan: „My Friend and I“ er alveg jafn mikil þriggja stiga karfa. „My Friend and I“ er íslenskur eðall eins og hann gerist bestur. Í raun ætti að tattúvera textann á laginu á bakið á Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands. Textagerðin leiddi reyndar til málaferla sem farið er yfir í þættinum í dag. Hlustið og þið munuð fíla, læra og deyja úr losta yfir tímanum þegar Trúbrot var og hét á Íslandi. Vá. God Damn Bubbaly! Vá!
More info...
32 min
October 7, 2016
Bohemian Rhapsody (Live á Húrra) – Mest fílaða lag allra tíma
Fílahjörðin hittist á Húrra í síðustu viku og hlýddi á live-fílun á laginu sem grundvallar alla lagafílun. Lagið er Bohemian Rhapsody með Queen en allt síðan Wayne og Garth fíluðu það í bílnum í Wayne’s World árið 1991 hefur lagið verið hornsteinn í fílunarfræðum. Hlýðið á stemninguna á Húrra í þessari einstöku lagafílun.
More info...
51 min
September 30, 2016
Mother – Móðir. Haust. Fegurð.
Það er haust. Fílalag tekur fyrir haust tónlistarsögunnar, sem er sólóferill John Lennon. Nánar tiltekið „Mother“ af Plastic Ono Band frá 1970. Hví er haust? Vegna þess að Bítlarnir eru hættir. Vegna þess að tónlistin hljómar krisp og umfjöllunarefnin eru þung – en falleg. Mother er miklu meira en lag. Það er fókuserað listaverk. Það inniheldur frumtjáninguna. Það er eitt af uppáhalds lögum Fílalagsbræðra og hefur verið alla tíð. Það tók á að fíla þetta. En það er ekki hægt að hlaupast undan fegurðinni og hryggðinni. Hún nær manni alltaf.
More info...
89 min
September 23, 2016
Time To Pretend – Tími til að þykjast
Popptónlist er ekki lífið sjálft. Popptónlist er leikur og allir sem taka þátt í hamaganginum eru leikarar. Það þýðir samt ekki að það sé ekki mikið í húfi í leiknum. MGMT slógu í gegn fyrir næstum 10 árum síðan. Bandið samanstendur af tveimur náungum, Benjamin Goldwasser fæddum 1982 og Andrew VanWyngarden fæddum 1983. Þeir eru brautryðjendur aldamótakynslóðarinnar í poppi. Þeir eru millenials og eitt af þeirra stærstu lögum, Time to Pretend, frá 2008 er einskonar sjálfstæðisyfirlýsing Y-kynslóðarinnar. Skilaboðin eru einföld og þau eru einlæg þó að þau virki kaldhæðnisleg á yfirborðinu. Búum til tónlist. Græðum peninga. Giftumst módelum. Köfnum í eigin ælu. Skilaboðin eru einlæg því stóra yfirlýsingin er sönn og rétt. Það eina sem þessi kynslóð getur gert í fullri einlægni er að þykjast. Þetta er allt saman leikur. Það er enginn að þykjast vera neitt meira en hann er: leikari sem vill vinna leikinn. Hlustið á þessar mikilvægu greiningar í Fílalagi dagsins.
More info...
78 min
September 16, 2016
Sveitin milli sanda – Lokasenan
Það er varla til íslenskara lag en Sveitin milli sanda. Samt er lagið framandi. Það minnir á dollara-vestra. Eða japanskt geishu-partí. Eða Miami kalypsó-sitdown. Í Sveitinni mætast menningarheimar. Einnig tímaheimar. Þetta lag tónskáldsins Magnúsar Blöndal Jóhannsonar er tímalaust. Ekki skemmir svo fyrir að ástsælasta söngkona Íslands söng það. Það er söngur eddunnar, álfkonunnar eða bara sjálfrar náttúrunnar. Lagið gæti verið lokasena í síðustu bíómynd sem framleidd verður af mannkyninu. Ef þið fílið ekki Sveitina milli sanda þá mætir sýslumaður heim til ykkar og tekur af ykkur vegabréfið.
More info...
43 min
September 9, 2016
Albatross – Svifið fram af brúninni
Fleetwood Mac þekkja allir. Undanfarin tíu ár hefur það verið hipstera-standard að hlusta á adult contemporary stöffið frá síðla-sjöu Fleetwood Mac og fíla það beint upp úr sósupakkanum. Hvaða skinny jeans drulluhali hefur ekki hlustað á Dreams og talið sig heimsmeistara í safe-zone kaldhæðni? En Fleetwood Mac á sér miklu lengri sögu og var ein vinsælasta blús-hljómsveit heims á sexunni. Þá hafði bandið annan leiðtoga. Mann sem heitir Peter Green. Hann þótti einn besti gítarleikari veraldar en tjúllaðist og lét sig falla fram af geðrænu bjargbrúninni. Líklega hljómaði fall hans nákvæmlega eins og lagið sem fílað er í dag. Albatrossinn. Gjörið svo vel.
More info...
75 min
September 2, 2016
Golden Brown – Velkomin inn í móðurkvið
Fílalag fjallar um The Stranglers í dag og fíla lag þeirra Golden Brown. Lagið á sér fáar hliðstæður í músík. Það er einstakt. Það fjallar víst um heróín, en í stærra samhenginu má segja að það fjalli um að skríða aftur inn í móðurkvið. Lagið er einstakt því það er skrítin blanda af barokk og easy listening, flutt af pönkhljómsveit. Hljóðheimurinn er mjúkur en flutningurinn agaður. Það er ekkert lag eins og Golden brown og það er mögulega eitt mest sóló-fílaða lag allra tíma. Lag sem maður þarf engan félagskap eða tengingar til að fíla. Að hlusta á Golden Brown er eitthvað sem er kannski best að gera bara þegar maður er einn heima og allir hafa svikið mann. Never a frown, with golden brown. Golden Brown svíkur aldrei.
More info...
61 min
August 26, 2016
Týnda kynslóðin – Núna beygla allir munninn
Nú eru engir sjénsar teknir hjá Fílalag og músík tekin fyrir sem allir Íslendingar yfir tólf ára aldri hafa öskursungið. Nú er það bjart, maður minn, ekki ský á himni enda ein stærsta íslenska negla 9. áratugarins undir mónó-nálinni. Lag sem kitlar okkur flest í innanverð hjartahólfin. Týnda kynslóðin finnur sig sjálf þegar hún heyrir þetta. Þetta er unaður. Njótið.
More info...
48 min
August 19, 2016
Survivor – Velgengni, Já takk
Bandaríkin verða seint talinn aumingjadýrkendur meðal þjóða. Þvert á móti. Í Bandaríkjunum er málið að vera harður af sér, vera eigin gæfu smiður, sækja sigrana, hlaða í kringum sig snilld og básúna svo út sigurópin þannig að öll veröldin heyri. Mont er svo langt frá því að vera tabú í Bandaríkjunum. Það er dyggð. Við gætum ekki verið í meiri fjarlægð frá skandinavískum jante-lögum eins og í Houston, Texas, hvaðan andlag lagafílunar dagsins kemur. Destiny’s Child. Barn örlaganna. Hér er fílaður stóri söngur sigurvegarans, skipbrotskonunnar sem kann að bjarga sér. Þetta er óður til velgengni, ríkidæmis og þess að horfa fram á við. Þetta er lag sem er svo hvetjandi, fyrir konur og kalla af öllum stéttum og þjóðernum, að það er ógnvekjandi. Og sagan er ekki næstum búin. Beyoncé er enn á toppnum, fimmtán árum síðar, situr hún í hásæti sínu og spýir eldi velgengni, pepps og dýrðar. Þetta er allt koverað í Fílalag þætti dagsins. Njótið.
More info...
59 min
August 12, 2016
In The Court Of The Crimson King – Stærsta lag allra tíma
Fílalag dregur nú fram eina af sínum mikilvægustu fílunum. Í dag heyrum við fílun á lagi sem breytti sögunni. Ekki bara tónlistarsögunni heldur veraldarsögunni. King Crimson var ein af fyrstu „prog“ hljómsveitunum. Þetta voru böndin sem vildu meina að rokktónlist væri miklu meira en „yeah yeah yeah baby let’s rock yeah baby“. Þessir gæjar tóku sig svo alvarlega að þeir vildu meina að rokktónlist væri í snertiflöturinn við Guð og söguna – áhrifameira en pólitík, stærra en nokkur önnur listgrein. Og í skamma stund náðu þeir að blöffa bæði sjálfa sig og alla aðra. Það er þessi fyrsta alda af proggi sem er lang-sterkust. Þegar tónlistarmenn héldu í fúlustu alvöru að þeir væru að stíga yfir á ný tilverustig með músíkinni – að þeir væru að smjúga í gegnum víddir. Auðvitað var þetta allt keyrt áfram með mikilli fíkniefnaneyslu og stemningu. En svo má ekki heldur gleyma að sama ár og þetta lag kom út þá steig maður fæti á tunglið. Fólk hélt að allskonar hlutir væru mögulegir. In the Court of the Crimson King er vitnisburður um þessa tíma – líklega besti vitnisburðurinn. Þetta er á alla lundu algjörlega epískt og stórkostlegt lag. Raunar er það miklu meira en lag – það er skápurinn í Narníu – skynbreytingarkassi inn í annan heim. Maður þarf ekki einu sinni að fíla músík til að fá svoleiðis tilfinningu við hlustunina. Það er algjörlega ómögulegt að ofselja þetta lag. Það er stærra en allar yfirlýsingar sem maður gæti haft um það. Stærra en allt. Esjan, Mount Everest og Kyrrahafið. Allt pakkað saman í níu mínútna pakka sem þið getið plöggað inn í eyrun hvar og hvenær sem er. Athugið samt að King Crimson er ekki á Spotify – þessir gæjar eru ekki sökkerar. Fáið ykkur sæti. Þið eruð stödd við hirðina. Konungurinn er væntanlegur. Úr hásæti hans drýpur dökkrautt blóð, gljáandi eins og olía.
More info...
24 min
August 4, 2016
The Killing Moon – Undir drápsmána
Echo and the Bunnymen voru mjóir nýbylgjurokkarar frá Liverpool. Ræfilslegir en hrokafullir töffarar í leðurjökkum með sólgleraugu og sígarettur. Er til eitthvað dásamlegra? Eitt þeirra frægasta lag er í fílað í dag, The Killing Moon, nýrómantískt spangól um ást, ofbeldi og dramatík. Þetta er músík sem alkóhólíseraðir dagskrárgerðarmenn fíla. Ölstofu-sötrandi, hrokafullir en kjökrandi lover-boys. Og hvers vegna ekki að fíla það? Mergfíla það. Það er gert hér!
More info...
46 min
July 28, 2016
Aldrei fór ég suður – Kóngurinn kortlagður
Fílalag heldur áfram poppgreiningum sínum og stingur nú heygöfflum sínum í einn stærsta binginn í hlöðunni. Bubbi Morthens er fílaður í dag. Hann er fílaður í öllum sínum litbrigðum. Hann er fílaður í bleiku, brúnu og bláu. Hann er lofaður með hljómandi skálabumbum. Hann er lofaður með hvellum skálabumbum. Lagið? Aldrei fór ég suður. Lykillinn að peningatankinum. Dyrnar inn í allt sem íslenskt er.
More info...
75 min
July 22, 2016
Born Slippy .NUXX – Smyrjið glow-stick kvoðu á heilann
Takið fram glowstick vörur. Litið líkama ykkar í neonlitum. Setjið á ykkur ljótan veiðihatt. Klæðist peysu. Hringið í versta fólk sem þið þekkið. Takið svo heilann úr höfði ykkar og setjið ofan í Kitchen Aid blandara. Þrýstið á „liquify“. Þetta er tæplega átta mínútna ferli. Svipað ferli og fer í gang þegar hlustað er á lagið „Born Slippy (Nuxx)“ með hljómsveitinni Underworld. Þessi 1995 heilahristingur er fílaður í dag. Þetta er greint og afgreitt.
More info...
62 min
July 15, 2016
A Case Of You – Gúmmítöffarar þagna
Joni Mitchell er ein af stóru stjörnunum á himinhvolfinu. Tónlistarkonan sem listamenn eins og Bob Dylan og Prince grétu sig í svefn yfir. Hæfileikar hennar eru svo óumdeildir að það er engin ástæða til að gera þeim neitt frekari skil. Tónlist Joni Mitchell er þannig að gúmmítöffarar – náungar sem eru búnir að vera með kjaft – þagna og molna niður á staðnum. Við fílum Joni Mitchell og því eru gerð skil hér. A Case of You, af plötunni Blue frá 1971. Gjörið svo vel.
More info...
56 min
July 8, 2016
Dirt Off Your Shoulder – Dustið ryk af öxlum yðar
Fílalag fer út fyrir þægindasviði í dag og fjallar um rapp í fyrsta skipti. Viðfangsefnið er að sjálfsögðu nasavængja-meistarinn Jay-Z. Ákveðið var að fara inn í miðju hans farsæla ferils og fíla Dirt off My Shoulder af Black Album frá 2003. En auðvitað er líka fjallað um fyrri og síðari tíma Jay-Z. Þegar hann var street-hustler á Saab og einnig sem viðskiptamógúll og papparazzi-fóður. Líf og örlög Jay-Z endurspegla öfga amerískrar þjóðarsálar betur en margt annað. Farið er yfir þetta í þættinum en fyrst og fremst er þetta hreinræktuð lagafílun.
More info...
47 min
July 1, 2016
Riders On The Storm – Baðkarið – Blessunin – Smurningin
Í þessum þætti Fílalags verður fjallað um einhvern bragðmesta og klístrugasta súputening rokksögunnar. Hljómsveitina Doors. Þar fór saman ljóðasköddun, djassgeggjun ásamt vænum skammti af blús, bæði í tónfræðilegum og sálfræðilegum skilningi. Ævintýrið – sem hófst innan um bikini-babes á Venice Beach í Los Angeles og endaði í baðkari í Marais-hverfi Parísar – var tónlistar- og hugmyndaleg þeysireið. Í þættinum verður tæpt á því helsta. Leðurbuxunum, barokk-börtunum og messíasar-smurningunni. Hlustið og fræðist, hlýðið á, fílið.
More info...
59 min
June 24, 2016
Eternal Flame – Að eilífu, kraft-snerill
Fílalag grefur í Fílabeinskistuna á þessum föstudegi og töfrar fram umfjöllun sína um eitt stærsta lag ársins 1989. Stúlknasveitin Bangles með kraftballöðurýtinginn Eternal Flame. Ef þið hafið ekki heyrt þennan þátt skuluð þið klæða ykkur í hvítan síðan kjól, bleyta ykkur vel um hárið og bjóða öllum helstu ættingjum niðrí Háteigskirkju því þið eruð að fara að skírast.
More info...
57 min
June 17, 2016
Live Forever – Brekkusöngur alheimsins
„Hann kom, sá og sigraði“ var sagt um Sesar. Um Oasis er óþarfi að nota þrjú orð. Þeir komu hvorki né sáu, þeir sigruðu bara. Þeir voru alltaf þarna, Manchester ræflar með kjaft. Það gerðist ekkert fyrir þá eftir að þeir urðu frægir. Þeir voru bara í sömu peysunum, sömu anorökkunum og með sama kjaftinn. Það eina sem þeir gerðu var að sigra. Og þvílíkur sigur. „Live Forever“ af fyrstu plötu Oasis, „Definately Maybe“ er brekkusöngur heimsins. Empathy-negla sem sameinar alla. Þetta lag skuldar engum, það hefur álíka öruggan tilverurétt og Hvannadalshnjúkur. Já. Fílalag fílar Oasis í dag. Það er Brit-Pop fest framundan í eyrum ykkar. Hlustið og ef þið fílið ekki þurfið þið að fara í rannsókn.
More info...
39 min
June 13, 2016
Dream On (Gestófíll: Árni Vil) – 18 tommu munnur
Aerosmith er tekið fyrir í nýjasta þætti Fílalags. Þar er fjallað um kjaftana, leðrið, hattana og músíkina. Sérstakur gestófíll er Árni Vilhjálmsson, sem flaug alla leið frá Reykjavík til Toronto fyrir þessa 28 mínútna fílun. Aerosmith eru með þeim seigustu í bransanum. Þeir hafa teygt á sér höfuðleðrin, elskast á trommuhúðum og þuklað á gítarhálsum í hálfan fimmta áratug. Þeir eru ákveðin bestun á Stones og Zeppelin. Þessu er öllu gerð skil í þætti dagsins. Hlustið og fílið!
More info...
31 min
June 10, 2016
Guiding Light – Ómenguð rockabilly þráhyggja
Hvað gera Bandaríkjamenn ef að bíll selst vel? Þeir framleiða meira af honum? Hvað þýðir að framleiða meira af honum? Framleiða fleiri eintök en líka að láta vera meira í hverju eintaki. Stærri vél, fleiri hestöfl, fleiri glasahaldarar, stærri stuðarar, dekkri rúður, þykkari leðurinnrétting o.s.frv. Þetta er saga amerískrar neyslumenningar og þetta er líka saga rokksins. Rokk sló í gegn. Það seldist vel. Perlulagðir telecasterar, Ray Ban Wayfarer sólgleraugu, támjóir skór og brilljantín er einn mesti best-seller Bandaríkjanna. Rokk var keypt upp til agna. Fólk fílaði það á sínum tíma. Og hvert er lógískt framhald þess? Jú, að framleiða meira af því. Fleiri listamenn, fleiri plötur og meira rokk. Meiri leðurjakkar, meira gítarsurg, þrengri buxur. En hvar endar sú pæling? Rokkið hefur verið tekið út í hverskonar öfgar í gegnum tíðina, en þessi grunnhugsun – að ýkja upp sjálft extract rokksins út í hið óendanlega – er löngu orðið að listrænum metnaði. Það er fyrirbæri sem við getum kallað „rockabilly þráhyggjuna“. Þetta hefur verið gert í allskonar formum í gegnum tíðina. ZZ Top (hot rods, bensínstöðvar, leður) Leningrad Cowboys (támjóir skór, rockabilly bartar) The Romantics (leður, dinerar). Svo er hægt að taka rokk-þráhyggjuna svo langt að lífið er hætt að snúast um nokkuð annað en að vera með sólgleraugu inni og smurstöðva-fitugt rockabilly hár. „Guiding Light“ af plötunni „Life is Killing My Rock n’ Roll“ með íslensku hljómsveitinni Singapore Sling er fílað í dag. Hlustið og fílið og þetta mun allt meika sens.
More info...
44 min
May 27, 2016
Angie í Brussel ’73 – Besti flutningur allra tíma
Úr gullkistu alvarpsins – Fílalag – Angie í Brussels Snorri og Ebbi hafa verið á ferðalagi og náðu ekki að taka upp þátt í vikunni. En ekki örvænta. Úr fílabeinskistunni er nú dreginn klassísk fílun: Rolling Stones, hljómleikaupptaka frá Brussel ’73. Fílalagsmenn eru engir sérstakir tónleikaupptökuperrar. Yfirleitt eru tónleikaplötur hundleiðinlegar svo það sé sagt hreint út. En stundum eru tónleikaupptökur miklu betri en orginallinn. Það á við hérna hjá Stónsurunum. Sjaldan hefur band verið í jafn miklu stuði. Það er allt í gangi. Þetta er Mick Taylor Stones. Búið að hrista af sér 60s kjánaskapinn, búið að fara í meðferðir, búið að horfa á einn meðlim deyja, búið að fara í skattaskjól. Þarna er ekkert eftir nema hreinræktaður rokk-lostinn. Hreinræktað license to impress. Groove to kill.
More info...
41 min
May 20, 2016
Popular – Að éta eða vera étinn
„Þetta lag er kirsuberið á toppi þeirrar köku sem amerísk 90s unglingamenning gekk út á. Boðskapurinn var: ekkert skiptir máli nema vinsældir, sem eru í eðli sínu köld skilaboð sem hafa þá lógísku niðurstöðu að í raun skiptir ekkert máli í lífinu nema að éta eða vera étinn.“ Þetta kemur fram í nýjasta þætti Fílalags þar sem síð-X-kynslóðar neglan Popular er krufin. Við erum að tala um lag með dead-pan söng með örvæntingarundirtóni, power-chords í viðlögunum og rosalega mainstream framleiðslu. Áhrifin eru djúp og leitandi. Þetta er póstmódernismi, existensialismi og bara insert heimspekistefna of your choosing. Popular er lagskipt poppkaka. Popular er búið að fara hringinn. Það er tuttugu ára gamalt og hefur nú bæði upplifað sínar hæðir og lægðir í vinsældum. En núna snýst þetta ekki lengur um vinsældir. Popular er lag sem á heima á stalli. Hlustið og fílið.
More info...
44 min
May 13, 2016
Sweet Dreams – Alvara poppsins
Árið 1983 var popp farið að taka á sig alvarlega mynd. Fullt af poppstjörnum voru dánar langt fyrir aldur fram vegna ofneyslu. Fleetwood Mac var byrjað að vaða kókaínsnjóskafla upp á nafla, Ozzy var búinn að fara í sína fyrstu meðferð, John Lennon var myrtur af brjáluðum aðdáenda. Það hefur enginn sagt að poppið sé „hits only“. Það er ljótur leikur. Stundum ertu að vinna og stundum ertu að skíttapa. Flestar stjörnur hafa prófað bæði. Það er gaman. Um þetta fjallar þessi risasmellur Eurythmics. Þetta er hinn ljúfi poppdraumur. Að nota og vera notaður og halda reisn á meðan. Slakið á, látið renna í heitt bað og líðið ofan í drauminn.
More info...
67 min
May 6, 2016
2 H.B. – Roxy Music útkall
Mikið uppnám varð í herbúðum Fílalags í vikunni. Snorri sendi Bergi Ebba skilaboð. Í þeim stóð orðrétt: „Trommarinn í Roxy Music var að senda mér e-mail. Þurfum að taka upp þátt NÚNA“. Málið er útskýrt betur í þættinum. Lagið sem er tekið fyrir er af fyrstu Roxy plötunni frá 1972. Strákarnir fara yfir allt það sem skiptir máli í þessum þætti: tennurnar á Bryan Ferry, sígarettupakkana sem voru vafðir utan um trommukjuða Paul Thompsons, loftmengunina í Newcastle, djammið í London, glamið, poppið, pornið og póstmódernismann. Klæðið ykkur í hvítan smóking. Það er Roxy Music Time.
More info...
61 min
May 2, 2016
The Bad Touch – Tveir mínusar verða plús
Fílalag endurflytur nú þátt sinn frá 2014 um lagið „The Bad Touch“ með Bloodhound Gang. Hér er allt gert rangt tónlistarlega. Bandarískt frat-boy band með söngvara sem hefur raddsvið upp á tvær nótur að spreyta sig á euro-poppi. Hvað gæti hugsanlega farið úrskeiðis? Allt. Þess vegna er þetta popp-hittari. Vegna þess að þetta er rangt og klikkað. The Bad Touch er eitt mest spilaða lag síðari tíma. Hér er blandað saman sora Bandaríkjanna við sora Evrópu og niðurstaðan er gúmmilaði sem jafnvel hörðustu elítistar geta ekki sagt nei við.
More info...
36 min
April 29, 2016
Don’t Try To Fool Me – Ekki reyna að djóka í mér
Hann var ljóðskáld, hann var myndlistarmaður og hann var einn af fremstu lagahöfundum Íslands. Jóhann G. Jóhannsson er til umfjöllunar í þessum nýjasta þætti Fílalags og hvað annað verður tekið fyrir en 1973 neglan „Don’t Try To Fool Me“.Við erum ekki að reyna að djóka í ykkur. Lagið er svo stórt að það er eiginlega ótrúlegt að það sé ekki miklu frægara en það er í raun: hvernig getur það verið að þetta lag sé ekki heimsfrægt? Hvað vitum við svo sem? Kannski er Frank Sinatra að raula „Don’t Try To Fool Me“ í þessum töluðu orðum í popphimnum. Elvis smyr sé samloku. Jói G. málar mynd af því. Ekki reyna að djóka í sjálfum ykkur. Hlustið. Fílið.
More info...
54 min
April 22, 2016
99 Luftballons – Gasblöðrur. Gaman. Tortíming. Ást.
Allir þekkja 99 Luftballons. Það er eitt frægasta 80s lagið. Fílgúdd með synthum og allir glaðir. Og lagið er kannski fyrst og fremst um gleði, æsku og fjör. En blaðran er blásin stærra en það. Lagið er líka um kalda stríðið, tortímingu, völd, græðgi, kommúnisma en reyndar fyrst og síðast um ástina. Gasblöðrurnar 99 eru merkingafræðileg lagkaga, snilldarlega bökuð með blöndu af new-wave og poppi, borin fram af Nenu, mest sjarmerandi rock píu 9. áratugarins og þótt víðar væri kembt. Hlustið, greinið, fílið.
More info...
36 min
April 15, 2016
Wicked Game – Ljóti leikurinn
Árið er 1990. Rockabilly endurvakning ríður röftum í Los Angeles. David Lynch er að dúndra út skrítnum kvikmyndum með sætum krökkum og 50s músík. Ef þú ert stelpa er málið að vera í hvítri blússu og helst líta út eins og Andésína Önd. Ef þú ert strákur áttu að vera með barta, sunburst litaðan Gibson kassagítar á öxlinni og heart-throb augabrúnir. Í þessu umhverfi sló Chris Isaak í gegn. Og þvílíkt sem hann sló í gegn með crossover neglunni sinni, Wicked Game, frá 1989. Vá. Farið er yfir lagið í Fílalag í dag.
More info...
32 min
April 13, 2016
Changing of the Guards – Síðasta útspil Timburmannsins
Bob Dylan er sá stærsti. Hann er stærri en Bítlarnir, stærri en Elvis, stærri en Stones. Þetta er ekki sagt á mælikvarða plötusölu eða hefðbundinna vinsælda heldur á grunvelli ídeólógíu. Í tónlist Bob Dylan býr stærsta hugmyndafræðin. Þegar Bob Dylan gaf út sína fyrstu plötu árið 1962 þá miðlaði tónlist ekki hugmyndafræði nema í örfínu lagi allra hæst settu elítista – að öðru leyti var tónlist afþreying og skemmtun – uppfull af tilfinningum, litum og hughrifum – en hún var ekki intellectual – tónlist var ekki fyrir hugann. Þegar Bob Dylan hafði lokið sér af í bili með Blonde on Blonde árið 1966 hafði heimurinn verið sprengdur í loft upp með tónlist. Það hafði orðið bylting í hugsun. Núna gat dægurtónlist fjallað um djúpa hluti, þunga hluti, stóra hluti. Auðvitað var það ekki bara Bob Dylan sem breytti tónlistinni, en hann var sá stærsti. Bob Dylan byggði brú milli afþreyingar og intellectualisma – brú sem hefur verið órofin síðan innan þess sem við köllum dægurmenningu. Hann var verkfræðingur og yfirsmiður í þeirri brúarsmíð. Bob Dylan var ekki hættur sem tónlistarmaður árið 1966 þó að brúarsmíðinni væri lokið. Hann gaf út fullt af góðum plötum, meðal annars Blood on the Tracks 1975, sem er ein af hans allra bestu. En hlutverki hans sem æðsta prests var lokið. Eða hvað? Síðasta útspil Dylans kom 1978. Það er eins og hann hafi tekið alla þá hugsanaorku sem hann átti eftir og kreist hana inn á þetta eina lag, sem síðasta kirsuberið ofan á kökuna sem breytti heiminum. Í laginu virðist ætlunin vera að afhenda næstu kynslóð keflið.Changing of the Guards var ekki instant klassík. Alls ekki. Það hefur mjatlast í gegnum áratugina en sífellt hlaðið utan á sig meiningu. Það er seigur snjóbolti sem fór rólega af stað en er löngu hætt að taka fanga.Hér er opnað inn í gullkistu Alvarpsins. Þetta er með allra fyrstu þáttunum sem Ebbi og Snorri tóku upp undir merkjum Fílalag, og þetta var ákveðin prófraun. Að fíla Dylan er eitt. Að fíla Changing of the Guards án þess að sitja þögull og froðufella er annað. Það er áskorun.Athugið að nýjasti Fílalag-þátturinn var sendur út á þriðjudaginn – sérútgáfa vegna byltingarinnar. Það var Sódóma með Sálinni. Einnig er hægt að hlusta á hann í gegnum þessa frétt.
More info...
73 min
April 5, 2016
Sódóma – Skyrta úr leðurlíki – Aukaþáttur vegna byltingarinnar
Extra! Extra! Nú er sendur í loftið sérstakur almannavarnarþáttur Fílalags. Það ríkir óvissa. Skaðmundur er út í horni. Forsetinn flaug heim. Örninn er sestur. Hvað er að gerast? Fílalag ætlar að grípa inn í með örstutta skýringu á ástandinu – en líka með brakandi ferska fílun. Það sem verður fílað er það eina sem getur bjargað landinu frá glötun núna – spólgröð 90s negla frá wet-look meisturunum í Sálinni. Jú. Það er rétt. Fílalag verður á ballskónum. Það eru ryskingar á bílastæðinu. Támjór skór sparkast inn í rass. Málaðar píur setja kápur í fatahengi. Gullið er drukkið úr hálslítra áldósum. Það er dimmt, það er súrefnisskortur, þetta er gaman, þetta er gott. Menn eru klæddir í skyrtur úr leðurlíki. Gel-lyktin fyllir rýmið. Þú hjúfrar þig upp að næstu manneskju og þér er drullusama hvort hún sé fjárfestir, bókasafnsfræðingur eða starfsmaður Mjólkursamsölunnar. Þjóðin er eining. Við erum öll saman á þessum báti, skútu, knerri og bara insert token sjávarlíking. Svona erum við bara. Það valdi sér enginn þessi örlög. Við vildum að við gætum gefið ykkur skýrari lausnir kæra þjóð. En það eina í stöðunni núna er að slökkva á RÚV í hálftíma og hlusta á Fílalag. Það ærir ykkur og nærir ykkur. Til hamingju. ATH: Þátturinn var tekinn upp á mánudegi. Fyrir afsögn Sigmundar Davíðs. Lifi byltingin.
More info...
47 min
April 1, 2016
Gyöngyhajú Lány – Bomba frá Búdapest
Hafið þið einhverntíman heyrt lag frá Ungverjalandi? Kannski í Eurovision. Það hefur verið eitt af þessum lögum sem Íslendingar pirra sig á – eurotrashað diskópopp með flötu þjóðlagastefi – hallærislegir kósakkadansarar, gervisnjór og stífmáluð díva að syngja ensku með óskiljanlegum hreim. Eitthvað svoleiðis. Þetta að ofan á ekki að skiljast sem diss á Ungverjaland heldur diss á Eurovision og þá tónlistarlegu brenglun sem þar fer fram. Ungverjaland er nefnilega óumdeilt tónlistarland. Þaðan komu til dæmis bæði Franz Liszt og Bela Bartók, þvílíkir risar í síðari tíma klassískri tónlist að ef þeir væru popparar væru þeir á Elton John og Kanye West kalíberi. Ef þeir væru fóboltamenn væru þeir Michel Platini og Zlatan Ibrahimovic. Top league. Þið skiljið. Og þaðan koma líka Omega – hljómsveit sem var stofnuð 1962 og er enn að. Omega er kannski best geymdi gimsteinn Austur-Evrópu. Það má allavega segja um lagið sem er fílað í dag, sem er þeirra allra frægasta enda óumdeild epík, Gyöngyhajú lány, af plötunni 10 000 lépés frá 1969. Á sama tíma og Led Zeppelin var að slá í gegn í Bretlandi þá voru náungar í Ungverjalandi að rokka jafn feitt – í raun feitar. Ef þið hafið aldrei heyrt þetta eða söguna á bak við það. Hlustið á Fílalag í dag. Þið verðið ekki svikin.
More info...
34 min
March 25, 2016
Into The Mystic – Lag sem hefur allt
Hér höfum við manninn sem gat gert allt: RnB, garage rokk, blues, soul, djass og síkadelíu. Van Morrison er samnefnari sexunnar. Þunni Norður-Írinn sem bara gat ekki annað en slegið í gegn, jafnvel þó persónuleiki hans virðist þola vinsældir illa. Í dag fílum við lag sem hefur þetta allt. Tónlistarlega er það veisla, textalega er það hlaðborð, menningarlega er það negla. Setjist við háborðið og njótið kvöldsins. Þið eigið skilið að hlusta á Into the Mystic með Van Morrison.
More info...
52 min
March 18, 2016
Trans Europe Express – Stunde Null
Klæðið ykkur í vönduð ullarjakkaföt frá Brinchsler & Söhne. Skiptið um koparþræði AKG heyrnartólanna. Setjist í fagurgerðan móderniskan stól úr þýsku geitarleðri. Í dag verður Fílalag á elitista-slóðum. Kraftwerk er fílað í dag. Sjálft orkuverið frá Düsseldorf. Líklega ein frægasta hljómsveit Þýskalands og ein áhrifamesta poppsveit sögunnar. Áhrifin ná langt út fyrir heim raftónlistar. Áhrif Krafwerk eru fyrst og fremst stílfræðileg. Líklega hafa fáar hljómsveitir tekið fagurfræði jafn alvarlega og Kraftwerk. Roxy Music má frölla sér. Michael Jackson þorði ekki að stíga inn í móðuna. Kraftwerk fóru hins vegar alla leið og það má segja að þegar líða tók á 8. áratuginn hafi hljómsveitin verið orðin svo conceptual að meðlimirnir voru byrjaðir að breytast í hreinar hugmyndir. Hlustið þá á þáttinn til að heyra betri útskýringar á því sérstaka poppfræðilega fyrirbæri sem Kraftwerk er. Hér verður farið í ferðalag um meginlandið. Helstu áningarstaðir eru Schnillenstadt, Beautenstein og Gummeladenbad. Upp er runnin grunn stund.
More info...
87 min
March 11, 2016
Don’t Speak – Ekki segja neitt. Uss. Uss…
Endurflutt er nú Fílalagsfílun á laginu Don’t Speak með No Doubt. Lagið var fyrst fílað 2014 en er nú sett aftur inn á netið eftir að hafa verið ósækjanlegt með öllu. Don’t Speak er 90s negla af seigu sortinni. Að sjálfsögðu er lagið fyrst og fremst poppsmellur með tilheyrandi froðubaði og easy listening elementum en í því er einnig þykkari og dýpri tilfinninga-óróleiki. Þar spilar inn í að lagið fjallar um innanbands sambandsslit í hljómsveitinni, svokölluð innbandsslit. Lagið fjallar um þessar sérstöku aðstæður þegar búið er að segja allt sem segja þarf. Orð eru óþörf. Hvirfilbylurinn hefur gengið yfir og nú er ekkert eftir en að taka hatt sinn og staf og segja bless í bili. Tilfinningin í laginu endurspeglar það. Lagið er þvílík negla að hljómsveitin hefur líklega þagað í 2-3 vikur eftir að upptökum á laginu lauk. Ebbi og Snorri eru ekki alveg orðlausir í umfjöllun sinni um lagið, en samt næstum því. Hlýðið á þessa fílun hér.
More info...
36 min
March 4, 2016
Drive – Að skera myrkrið
Nýrómantík er hreyfing í listum. Í bókmenntum reið tímabilið yfir á síðari hluta 19. aldar og lifði eitthvað fram á 20. öldina og tekur svo auka-hiksta öðru hvoru. Nýrómantík einkennist af enn meiri dramatík en hefðbundin rómantík – stundum eru öfgarnar svo miklar að það virkar eins og grín. Dæmigerður nýrómantíkus klæðir sig í óperulegan frakka, er með dökka augnskugga og þjáist af berklum og skrifar ljóð með fjaðurpenna á meðan hann hóstar sig til dauða við kertaljós. Þetta er alveg þannig dæmi. Í poppmúsík var nýrómantíska tímabilið til upp úr new-wave. Gæjar eins og Gary Numan voru byrjaðir að fikta við þetta en hreyfingin fór ekki á flug fyrr en á áttunni með böndum eins og Duran Duran og Ultravox. Í Bandaríkjunum var líka hörku-neó-rómantík í gangi og meira að segja í mekka amerískrar lág-, iðn-, og þægindavæðingar, Boston, spratt fram nýrómantík á háu stigi. Slíkt er ekki annað hægt en að fíla í drasl. Þeir höfðu þetta einfalt þarna í Boston. „Bílarnir“ með lagið „Akstur“. Gjörið svo vel.
More info...
39 min
March 2, 2016
Égímeilaðig – Fyrir tíma Tinder
Fílalag heldur áfram að róta í gullkistunni og sendir hér aftur út þátt frá í mars 2014 sem ekki hefur verið fáanlegur á netinu í langan tíma. Maus var stofnuð fyrir rúmum tuttugu árum og varð strax mjög vinsæl, bæði meðal gagnrýnenda og einnig almennings. Maus spiluðu kúl alternative rokk, mikið undir áhrifum frá bresku new-wave og ýmiskonar gotnesku kuldastöffi. Það sem gerði Maus jafnvel enn áhugaverðari var að textarnir eru á íslensku (með viðamiklum undantekningum) og umfjöllunarefnið var ekki alltaf af einfaldari gerðinni. Í laginu sem er hér til umfjöllunar er til dæmis fjallað um náin samskipti á tímum tölvupósts, sem er mjög athyglisvert í ljósi þess hvernig internetið hefur þróast síðan. Hlustið á þessa 90s alternative neglu Mausara og umfjöllun Fílalags um hana hér fyrir neðan.
More info...
39 min
February 26, 2016
Paper Planes – Einn á lúðurinn frá London
Fílalag fílar níu ára gamalt lag í dag. Hér er um að ræða einn stærsta smell ársins 2007: Paper Planes með M.I.A. Engin borg gefur hann eins góðan og London. Það er margreynt. Síðasti skammtur London kom á síðasta áratug þegar Amy Winehouse, Libertines og M.I.A. riðu röftum. Þá var gaman. Klæðið ykkur í krampaþröngar Cheap Mondays, startið Land Rovernum. Árið er 2007 og veislan er hafin.
More info...
38 min
February 24, 2016
Without You – Til hvers að lifa?
Without You kom fyrst út með hljómsveitinni Badfinger árið 1970. Það sló ekki í gegn. Höfundar lagsins, Pete Ham og Tom Evans urðu síðar óhamingju að bráð. Líf þeirra beggja endaði með sjálfsmorði. Ári síðar gaf Harry Nilsson það út og breytti því í risasmell. Nilsson átti líka tiltölulega erfiða ævi. Hann lést úr hjartaáfalli árið 1994 eftir áratuga sukk og óhamingjusamt svínarí. Sömu viku og Nilsson lést coveraði Mariah Carey „Without You“. Útgáfa Carey af laginu er það sem kallað er „monster“. Risastór útsetning, öllu tjaldað til, stækkandi effektar á öllum hljóðfærum, lykkjur í söng. Niðurstaða slíks bogaspennings er oftast vonbrigði. Í þessu tilfelli varð til negla fyrir árþúsundin. „Without you“ veltir upp spurningunni til hvers að lifa, spurningu sem höfundar lagsins glímdu við sjálfir. Hvað lifir og hvað deyr? Þetta eru heimspekilegar pælingar. Það sem er allavega ljóst er að „Without You“ lifir og það mun lifa lengi lengi. Eitt rosalegasta lag allra tíma, fílað í þremur útgáfum. Góða skemmtun.
More info...
49 min
February 19, 2016
Time Of The Season (LIVE á Húrra) – Sexí nördar
The Zombies voru enskir gleraugnanördar í rúllukragabolum. Sem betur fer voru þeir uppi in the 60s þannig að það var kúl að vera nölli í rúllu á þessum tíma. Nördar eru líka sexí. Ef vel tekst til er útkoman æðisgengin búkhljóða-flower-power eilífðarnegla. Þessi þáttur Fílalags var tekinn upp á skemmtiðstanum Húrra að viðstaddri Fílahjörðinni. Við þökkum þeim sem mættu og öfundum þá sem eiga eftir að hlusta. Nú er tími tímans!
More info...
45 min
February 12, 2016
Hungry Heart – Glorhungrað hjarta
Að vera svangur er mannlegasta lífsreynsla sem til er. Það hafa allir gengið í gegnum það og því geta fylgt gríðarlegar tilfinningar. Að vera svangur er reyndar meira en mannlegt – dýrin verða líka svöng. í raun er ekkert jafn eðlilegt í heiminum og myndskeið sem sýna ljón tæta í sig sebrahesta og slafra blóðugar kjöttægjurnar. Hvaða viðbrögð kallar það fram að sjá svoleiðis? Það vekur upp jafn mikla aðdáun og það vekur upp axla-yppingu. Svona er þetta bara. Að bíta eða vera bitinn. Svoleiðis virkar hungrið, þannig virkar heimurinn. En hér var aðeins rætt um líkamlegt hungur. Hungur magans. Hvað með hungur hjartans? Það er eitthvað sem dýrin hafa ekki. Hungur hjartans er milljón sinnum áhrifameira en ljón sem sekkur vígtönnum sínum ofan í gazellu-háls. Hungur hjartans er óstöðvandi, það er sterkara en vatnsafl Dettifoss og það er sterkara en aðdráttarafl jarðar. Fílalag heldur kennslustund í dag. Umfjöllunarefnið er hvorki stærðfræði né landafræði heldur eitthvað miklu dýpra og merkilegra. Í dag verður fjallað um Stjórann, Bruce Springsteen, eða Steina eins og hann er oft kallaður. Ef þið þekkið ekki Steina þá eruð þið ómenntuð. Við erum ekki að setja okkur á háan hest en við getum frætt ykkur. Ekki vegna þess að við höfum lesið wikipedia-greinar eða leiðara í Rolling Stone heldur vegna þess að við erum bara venjulegir gaurar með hungruð hjörtu. Við erum bara gaurar sem fórum í bíltúr og snérum aldrei aftur. Í dag fer fram trúarjátning. Það eina sem við krefjumst af ykkur kæru hlustendur er að þið takið búrhníf úr eldhúsinu og rifið í sundur brjóstholið og setjið lófa yfir pumpandi hjartað og finnið hungrið. Munið gott fólk. Við erum öll handhafar lána sem heiðarlegt starf mun aldrei geta greitt upp. Hyljið andlitið með farða! Hafið hárið til! Við eigum stefnumót í gullnámunni í kvöld! Þess óska, ykkar einlægu Bergur Ebbi og Snorri
More info...
86 min
February 5, 2016
I Was Made For Loving You (Gestófíll: Ari Eldjárn) – Konungar sellátsins
Það er rokk í þessu, það er diskó í þessu, það er dramatík sem hæfir óperu en samt er þetta látlaust og smurt. Svona mætti lýsa laginu sem er til umfjöllunar í Fílalag í dag. Hljómsveitin er að sjálfsögðu Kiss og lagið er „I Was Made For Loving You“ sem kom út á plötunni Dynasty árið 1979. Til að fíla lagið vel og rækilega fengu Fílalagsmenn sérstakan gest í hljóðverið til sín. Ari Eldjárn mætti í heimsókn, drakk þrjá sterka pressukönnu-kaffibolla og hellti úr skálum Kissviskunnar. Fróðleikur Ara er einstakur. Hlustið og fílið!
More info...
74 min
January 29, 2016
Hlið við hlið – Þegar Friðrik Dór sló í gegn
„Hlið við hlið“ var fyrsti útvarpssmellur Friðriks Dórs. Það kom út haustið 2009 og hefur síðan þá verið maukfílað af fólki úr öllum stéttum íslensks samfélags. Nú er komið að því að tala um þetta lag í góðar 40 mínútur og krefst það greiningar á íslenskri ungmenningu síðustu 15 ára. Fílalag býður ykkur í ísbíltúr, bragðaref með Bounty og þristi og þið skuluð vinsamlegast hlusta vel.
More info...
45 min
January 22, 2016
Smack My Bitch Up – Skilaboð fyrir heila kynslóð
Fáar hljómsveitir settu jafn skýran svip á unglingamenningu níunnar (90s) og Liam Howlett og félagar í The Prodigy. Bandið gaf út þrjár metsöluplötur á áratugnum: Experience (1992), Music for the Jilted Generation (1994) og svo að lokum The Fat of the Land (1997) þar sem óskammfeilnin var orðin slík að það krefst sérstakrar dægurfræðilegrar greiningar. Ástæða þess að eyða þarf púðri í að greina the Prodigy er vegna þess að hljómsveitin mótaði heila kynslóð. Og hver voru skilaboðin sem þessi kynslóð fékk í veganesti? Bítlarnir sungu um ást og frið. The Smiths sungu um þverstæður hversdagsleikans. The Prodigy? „Change my pitch up, smack my bitch up“. Hlustið á þennan þátt Fílalags, sem er ákveðið hreinsunarferli og ekki hika við að fíla lagið. Til þess er leikurinn gerður. Lagið sem er fílað í dag, Smack My Bitch Up, mótaði heila kynslóð
More info...
64 min
January 15, 2016
My Sweet Lord – Hare krishna, hallelúja!
George Harrison sat ekki auðum höndum eftir að hann hætti í Bítlunum. Lík Bítlanna var ekki einu sinni komið niður í stofuhita þegar hann var búinn að negla heimsbyggðina með risasmellinum „My Sweet Lord“. Lagið er risastórt á alla vegu. Útsetningin er megalómanísk enda Phil Spector pródúser lagsins, persónur og leikendur voru ekki af verri endanum – menn eins og Billy Preston, Eric Clapton, Ringo og Klaus Voorman voru meðal hljóðfæraleikara. Öllu var tjaldað til. Textinn fjallar um æðri máttarvöld. Sá drottinn sem er ávarpaður tilheyrir ekki neinum einum trúarbrögðum enda blandar George saman hindú og gyðingdómi eins og ekkert sé, sanskrít og hebreska, ekki málið. Heimsbyggðin maukfílaði þetta lag á sínum tíma. Það fór á alla toppa veraldar. Að fíla þetta lag krefst ekki doktorsprófs. Hlustið og líðið áfram. Góðar stundir. Hallelúja.
More info...
77 min
January 14, 2016
Wild Is The Wind – Tímalaus vindurinn
Fyrir aðeins nokkrum dögum síðan grunaði fáa að David Bowie væri feigur. Hann var ekki eins og hinir poppararnir, byrjaður að glamra sig niður í fortíðarþrá með þrútin augu. Þvert á móti. Bowie var agaður og sperrtur allt fram á síðustu stund. Í apríl árið 2014 var Bowie tekinn fyrir í Fílalag. Þá voru menn grunlausir um að hann ætti stutt eftir. Að vísu var ferill hans ekki krufinn til hlítar heldur var fókuserað á eitt af hans bestu lögum, Wild is the Wind, af plötunni Station to Station frá 1976. Wild is the Wind er ekki dæmigert Bowie lag. Það er reyndar ekki til neitt sem heitir dæmigert Bowie-lag en Wild is the Wind er óvenjulegt að því leyti að Bowie samdi það ekki sjálfur. Lagið er amerískur djassari, þungt og tregafullt, líklega frægast í flutningi Ninu Simone. Lagafílun snýst að sjálfsögðu um smekk og þannig verður það að vera. En það er fullyrt hér að Wild is the Wind er ákveðinn hápunktur í ferli Bowies. Annar eins flutningur þekkist varla í gervallri poppsögunni. Bowie hljómar eins og maður sem stendur allsber á köldum októberdegi og tekur sál sína út úr líkamanum og vindur úr henni síðustu dropana í miðjum æðisgengnum stormi. Þannig er það bara. Fílalagsbræður setja þessa lagafílun nú á netið aftur til heiðurs minningu djáknans föla. Tilfinningin að hafa misst Bowie er samt ekki hefðbundinn söknuður. Fáir listamenn munu lifa jafn skýrt eftir dauðann og Bowie, list hans var skörp og skýr og að miklu leyti tímalaus. Það mun fólk skynja þegar það hlýðir á þetta meistarastykki sem rekur hníf í gegnum hjarta fólk á alveg jafn nístandi hátt og það gerði árið 1976.
More info...
48 min
January 8, 2016
Alright -Kálfum hleypt út
Eitt sterkasta afl í heiminum nefnist ungæði. Þrátt fyrir ýmsar fregnir af öðru þá elskar ungt fólk yfirleitt lífið því þegar maður er ungur hefur maður ekki áhyggjur af því að vera gamall. Að vera gamall er bara eitthvað sem gamalt fólk gerir. Þetta virkar einfeldningslegt og þess vegna er ungæði svona áhrifamikið. Hljómsveitin Supergrass var kapítalíseruð á nákvæmlega þessu: ungæðinu. Bæði voru hljómsveitarmeðlimirnir sjálfir mjög meðvitaðir um að þeir væru ungir og að lífið væri skemmtilegt en svo var líka fólk í kringum þá sem vissi að þannig ætti að kynna þá fyrir heiminum. Í laginu Alright, sem er fílað í dag, kemur þetta allt svo skilmerkilega fram. Lífið er einfalt þegar maður er ungur. Maður þarf ekki að eiga stórt hús eða flottan bíl eða þekkja merkilegt fólk. Eins og skáldið Gaz Coombes orti: „We wake up, we go out, smoke a fag, put it out / See our friends, see the sights, feel alright.“ Búið ykkur undir svakalega föstudagsræsingu. Vorið kemur snemma í ár. Búið ykkur undir að sjá kálfunum hleypt út.
More info...
60 min
January 2, 2016
The Night They Drove Old Dixie Down – Sundlaugarbakki í Hollywood 1969
Ef tónlistarsagan væri eldhús þá er hljómsveitin The Band bjórinn í ískápnum og það er í raun ótrúlegt að Fílalagsmenn séu ekki búnir að kneyfa hann fyrr. En nú verður það gert. The Band í öllu sínu veldi með eitt sitt stærsta lag: The Night They Drove Old Dixie Down frá 1969. The Band voru fyrrum túrband Dylans, en þar áður voru þeir sveittir truck-stop rokkarar en árið 1969 voru þeir fyrst og fremst sjóðheitir tónlistarmenn – umfram allt voru þeir samt alltaf loðnir og langfreðnir. Lagið fjallar um stærstu viðburði amerískrar sögu, fall sambandsríkisins við lok Þrælasríðsins. Þetta er epískt, þetta er gott. Þetta er ekki rafretta. Þetta er ekki æfing. Þetta er Richmond Virginia tóbak bleytt með sveppaolíu. Varið ykkur.
More info...
68 min
December 18, 2015
Er líða fer að jólum – Bjargvætturinn í rúllustiganum
Hið fullkomna jólaskap er hátíðarblanda af kvíða og tilhlökkun. Það er ekkert gaman að jólunum nema klifrað sé upp og niður tilfinningastigann í aðdraganda þeirra. Í dag verður íslensk jólaskammdegis-negla fíluð. Er líða fer að jólum er skapað af heilagri þrenningu íslenskrar dægurtónlistar: Ómar Ragnarsson samdi textann (faðirinn). Gunnar Þórðarson samdi lagið (sonurinn) og Ragnar Bjarnason flýtur dúnmjúkur yfir þessu öllu og syngur (hinn heilagi andi). Þetta er lagið sem hefur bjargað hundruð Íslendinga frá bráðum bana í aðdraganda jólanna. Lagið er dúnmjúkt, sándið er þunnt og veikt en að sama skapi áferðarfagurt. Þeir sem ekki fíla þetta þeir fíla bara ekki jólin.
More info...
43 min
November 27, 2015
Try A Little Tenderness – Ofnbökuð lagkaka
Fílalag höndlar afar þungan hníf í þætti dagsins. „Try a Little Tenderness“ er einn helsti soul-slagari allra tíma, var meðal annars einkennislag kvikmyndarinnar The Commitments sem ærði ungmenni um allan heim í upphafi 10. áratugarins. En lagið á sér langa sögu og var meðal annars flutt af Frank Sinatra árið 1946 og er því gerð góð skil í þætti dagsins. Síðar var það flutt af soul-söngvaranum Otis Reading. Hann tók lagið upp ásamt hljómsveit sinni Booker T & the M.G.’s í ofnbakaðri stemningu í Memphis 1966 og er það líklega frægasta útgáfa lagsins. Hafi einhverntíman verið ástæða til að fíla lag þá er það þessi negla Reading’s. Að lokum fáum við svo kirsuber ofan á rjómatertuna og hlýðum á íslensku útgáfu lagsins sem ber nafnið Söknuður og var flutt af akureyrsku soul-hljómsveitinni Rooftops.Hér er þykkasta lagterta Fílalags fram til þessa. „Try a Little Tenderness“ eða „Mátaðu þig við mýktina“ eins og það er oft kallað. Gjörið svo vel.
More info...
90 min
November 20, 2015
Killing In The Name Of – „Fuck you I won’t do what you tell me“
Hvert er hið eiginlega einkennislag síð X-kynslóðarinnar/early milennials? Er það Smells Like Teen Spirit. Iiih. Núll stig. Giskið aftur. Er það Under the Bridge? Gleymið því. Svarið er að sjálfsögðu Killing in the Name af fyrstu plötu Rage Against the Machine, sem er fílað niður í mólekúl í þessum þætti Fílalags. „Þetta er lag sem er spilað í vinnustaðapartíum og það tryllast allir, sama hvar í flokki þeir standa. Það eru allir reiðir innst inni hvort sem þeir eru aktívistar eða þeir vinna sem verkefnastjórar hjá Samtökum atvinnulífsins. Það fíla allir þetta lag,“ segir Snorri Helgason. „Það má vera að það sé mikil reiði í þessu en það verður heldur ekki tekið frá þessu lagi að það svíngrúvar,“ segir Bergur Ebbi og bendir á að Rage Against the Machine sé funk-metal band. „Þetta er metal-rapp-rokk dót eins og varð síðar að heilli stefnu með nu-metalnum nokkrum árum síðar, en það var ekki jafn mikið fönk í nu-metalnum eins og á þessari fyrstu plötu hjá Rage. Þess vegna dansa allir við þetta, því þetta  er funky shit,“ segir hann. Farið í mexíkósu ponchoin, mundið mólótov-kokteilinn, hafið palestínu-klútinn klárann. Það er aktivista-special í Fílalag í dag: Killing in the Name. Lag fyrir heila kynslóð. Svíngrúvandi reiður fjandi. Ómótstæðileg negla.
More info...
36 min
November 6, 2015
Wooly Bully – Með lampaskerm á hausnum
Árið er 1965 og við erum stödd í Texas. Ímyndið ykkur partí sem farið hefur úr böndunum. Blindfullir tvítugir hálfvitar ráfa um amerískt úthverfahús. Sumir hafa sett lampasker á hausinn á sér. Baðkarið er fyllt með ísmolum til að kæla flöskubjóra en þar liggur einnig hálfrotaður náungi, fljótandi í hálfu kafi í ísvatninu. Inn í eldhúsi eru stelpur með eldrauða varaliti að keðjureykja sígarettur og hrinda hver annarri. Úti í garði er búið að kveikja eld. Slökkviliðið er á leiðinni. Fyrir framan húsið er tuttugu stórum amerískum köggum lagt þvers og kruss ofan í blómabeð og upp á gangstéttir. Einhver hálfviti er byrjaður að skjóta upp flugeldum. Í gegnum stofugluggana sjást skuggamyndir af stjórnlausum hópdansi, menn með hatta að sveifla mittismjóum pin-up skvísum í allar áttir. Í dag verður lagið „Wooly Bully“ með Sam The Sham & The Pharaohs fílað. Þetta er hið fullkomna spoiled-brat hálfvitalag sem fangar æðislegan hluta amerísks unglingakúltúrs. Heyrn er sögu ríkari:
More info...
25 min
October 30, 2015
(You Make Me Feel Like A) Natural Woman – Að finna til legsins
Aretha Franklin eignaðist sitt fyrsta barn þegar hún var rúmlega fjórtán ára. Þegar hún var 21 árs var hún þriggja barna móðir. Pabbi hennar var predikari. Hún fæddist í suðrinu en ólst upp í Detroit. Rödd hennar spannar Ameríku; Gleðina, þjáninguna, eplapæið á gluggakistunni, tækifærin, þöggunina. (You Make Me Feel Like a) Natural Woman verður fílað í dag. Gerið ykkur viðbúinn. Ekki spillir fyrir að lagið er eftir annan amerískan ofurhuga. Carole King, konu sem kom 118 lögum inn á Billboard Top 100. Í þættinum hlýðum við einnig á hennar útgáfu sem er einskonar arineldsútgáfa af flugelda-marenstertu Franklins. Farið snemma heim úr vinnunni í dag og fílið Arethu Franklin og Carole King. Þið eigið það skilið. Kjarnið ykkur. Finnið til legsins. Náttúrulega.
More info...
53 min
October 23, 2015
Für Immer – Að eilífu: Súrkál
Að vera rokkari snýst um að jarða rokkið. Hamra á gítarinn eins og það sé í síðasta skipti sem hann er hamraður. Ef maður gefur ekki allt sitt í hvern tón þá getur maður alveg eins sleppt því að vera rokkari og snúið sér að útgáfu matreiðslubóka. Það sama á við þegar maður hlustar á rokk. Það á að rokka mann í eiginlegri og upprunalegri merkingu hins enska orðs. Það á að ýta við manni, hrinda manni, fella mann í jörðina og sturta yfir mann bílhlassi af mold og afþakka alla blóma og kransa. Fílalag hefur í dag til umfjöllunar ótvíræða rokk-jarðarför. Lagið, sem er frá 1973, kemur frá þýsku rokkurunum í NEU! og það markar ákveðin kaflaskil í tónlistarsögunni. Hljómsveitin var uppbrot úr Kraftwerk, sem síðar átti eftir að drepa í sígarettum á líkkistu rokksins og finna upp raftónlistina, en uppbrotið hélt sig við gítar, bassa og trommu uppsetninguna og keyrði þá hugmynd í yndisfagurt hugmyndafræðilegt gjaldþrot. Það er einkum í þessu lagi, Für Immer (að eilífu), sem skilaboðin koma skýrast fram. Einn hljómur. Ómennskt og stöðugt trommubít. Gítarhömrun líkt og hún sé sú síðasta á jarðríki. Að eilífu, amen. Þessi útgáfa Fílalags markar jafnframt kaflaskil í sögu þáttarins. Þeir sem ekki fíla lagið Für Immer þurfa að skila IP-tölum sínum til aðstandenda Alvarpsins og munu þeir vera blokkaðir frá öllum frekari lagafílunum í framtíðinni.
More info...
40 min
October 16, 2015
La Décadance – Mount Everest fegurðarinnar
Í nýjasta þætti Fílalags er fjallað um Serge Gainsbourg. Um hann þarf ekki að hafa mörg orð hér. Hann var einfaldlega fjallið eina. Tónlistarmaður sem var jafn mikill Frank Sinatra og hann var Dylan. Risastór, þverstæðukenndur og sérstakur. Saga hans er saga dekadantisma í poppkúltúr. Hann var siðferðislegt hrun og þeirri yfirlýsingu fylgir engin vandlæting. Lagið sem fjallað er um er epíkin sjálf, La Décadance, dúett hans og Jane Birkin frá 1971. Ef fegurðin sjálf var einhverntíman seld í sjö tommu breiðri plasteiningu þá gæti það hafa verið einmitt þar. Hlustið á þáttinn. Takið svo ofan hatt ykkar og jarðið ykkur á staðnum. Þetta er tónlist sem maður bugtar sig fyrir. Þetta lag er Mount Everest fegurðarinnar – og já það er er óður til siðferðislegrar hnignunar. Deal with it. „Hér varð siðferðislegt hrun,“ var oft sagt í tengslum við íslenska bankahrunið. Skemmtilegt. Það er einstaklega auðvelt að vera vitur eftir á þegar kemur að siðferði og það er varla hægt að ímynda sér hærra dómarasæti en að ásaka einhvern um siðferðishrun. Samt er samfélag okkar þrúgað af þesskonar umræðu. Það er allt kraumandi í mórölskum yfirlýsingum og leikreglum. Þess vegna eru sem betur til listir og menning og hlutir sem eru ekki háðir siðferði. Yfirleitt þykir það vont ef list inniheldur siðferðisboðskap. Hún á að vera yfir það hafin. Um það má deila. Það sem er hins vegar sjaldgæfara er þegar list beinlínis lýsir yfir fullkominni aðdáun á siðleysi og siðferðishruni. Oftast er það líka gimmick, gert til að ögra og vekja athygli – og það er predikun út af fyrir sig. En svo finnast einstaka listaverk og listamenn sem ná að fanga fegurð siðferðishrunsins án nokkurs rembings. Þetta er svo sjaldgæft að allt sem er haldið þeim eiginleikum er sjálfkrafa sígilt. La Décadance er ekki bara fallegt lag. Það er dýrmætt. Það er eina reipið sem liggur úr fangelsinu og þið verðið að halda fast. Haldið þéttingsfast um reipið og aldrei sleppa. Það hefði verið við hæfi að leggja niður Fílalag eftir fílun á Décadanse en við munum láta okkur nægja að fara í hungurverkfall til að sýna laginu virðingu. Þið hin. Hlustið ef þið þorið. Þetta er stórlax. Þetta er Himalayja fjallgarðurinn pakkaður saman í glassúr-dipped juntu. Fáðu þér smók og sopa af kók. Það eru jólin.
More info...
63 min
October 2, 2015
In The Air Tonight – Farið í ullarsokka og fyllið munninn af húbba búbba
„Við höfum margoft verið beðnir um að fíla „In the Air Tonight“ með Phil Collins,“ segir Bergur Ebbi í nýjasta þætti Fílalags þar sem orðið var við þeirri beiðni. „Það er soldið eins og að biðja mann um að draga andann. Það er eiginlega of sjálfsagt til að maður geti einbeitt sér að því,“ segir Snorri Helgason. „Ég meina hvað eigum við að gera? Sitja hérna í hálftíma og tala um hvað við fílum þetta lag mikið. Ókei. En það er ekki eins og við séum að uppgötva úraníum hérna. Þetta er einfaldlega auðfílanlegasta lag sem við höfum glímt við. Þetta lag er bara ein fjögurra mínútna fílun. Ekkert annað. Það er lítið sem við getum gert annað en að hlýða,“ bætir hann við. „Ég hef lítið við hlustendur að segja annað en að setja sig í stellingar. Það eru margar aðferðir notaðar þegar hlustað er á þetta lag. Sumir keyra bílinn sinn á 180 kílómetra hraða og sjúga upp í nefið á meðan. Það er algeng aðferð. Aðrir slökkva ljósin í herberginu og fara í hnipur á gólfið og míga pínulítið í sig. Sjálfum finnst mér best að fara í ullarsokka og setja tvo pakka af húbba búbba upp í mig og bara láta þetta koma, fearless,“ segir Bergur Ebbi. „Sammála þessu,“ segir Snorri. „Ég hef einmitt oft notað þessa tyggjóaðferð en yfirleitt fer ég í blauta krepsokka og stappa fótunum niður í hægum en öruggum takti til að halda sönsum á meðan ég hlusta,“ segir hann. Hlýðið hér á Fílalagsbræður stjarf-fíla þessa 1981-neglu Phils sem sló tóninn fyrir þeirri geðbilun sem þessi frábæri tónlistaráratugur átti eftir að reiða fram.
More info...
34 min
September 25, 2015
Layla – Guð, gítar, kjuðar, dramb, ást, þrá, hamar, hnífur
Sagan sem sögð er í nýjasta þætti Fílalags er líklega ein sú stærsta í rokksögunni. Þátturinn fjallar um Laylu, blúsrokk-neglu Eric Claptons og félaga sem teygði sig nokkuð nálægt himinskautum og er enn þann dag í dag talin með metnaðarfyllstu tónverkum sem rafmagnsgítarinn hefur smíðað. „Þetta er náttúrulega nánast því oftuggið tyggjó en það kemur manni samt alltaf á óvart hversu svakalega mörg hestöfl eru í þessu lagi,“ segir Snorri Helgason. „Það er ekki hægt annað en að fíla þetta. Þetta lag bíður til dæmis upp á einhverja hröðustu innstimplun sem þekkist í rokksögunni,“ segir Bergur Ebbi en það er viðurkennt að fá lög fá alkóhólista til að opna bjór jafn hratt og einmitt Laylan hans Claptons. „Svo er það sagan á bak við þetta. Það er náttúrulega rokk-klisja líka. Þessi saga vinanna Claptons og Harrisons og hvernig sá fyrrnefndi nappaði eiginkonu vinar síns, ekki síst með Laylunni, og reyndar ýmsu öðru gítarbreimi og kukli sem hann fékkst við á þessum tíma,“ segir Snorri. „Svo er þetta líka saga hinna vinanna, Claptons og Jim Gordons trommuleikarans sem samdi Laylu með Clapton, en þeirra brall var náttúrulega ekki þessa heims heldur hreinn díabólismi og sjálfskálun,“ segir Bergur Ebbi „Enda fór þetta illa hjá þeim báðum. Clapton breyttist í Landrover keyrandi hrokagikk með sálfræðingalúkk og Gordon varð snarbilaður og situr í dag í öryggisfangelsi í Kaliforníu eftir að hann drap mömmu sína með hamri og hníf,“ segir Snorri. Allt þetta heyrist skilmerkilega þegar hlýtt er á lagið. Hér er það fílað sem aldrei fyrr þannig að menn fá gæsahúð á hásinarnar. Layla.
More info...
52 min
September 18, 2015
Síðan hittumst við aftur – Helgi Björns og vatnstankurinn
Bergur Ebbi og Snorri Helgason taka fyrir lagið Síðan hittumst við aftur í nýjasta þætti Fílalags. Sveitaballapopp var nafn á íslenskri tónlistarstefnu sem nú hefur að mestu liðið undir lok. Hún náði hámarki um síðustu aldamót þegar hljómsveitir eins og Á móti Sól, SSSól, Í svörtum fötum og Írafár sendu frá sér metnaðarfull lög og myndbönd. Þessar sveitir þóttu aldrei kúl og voru skilmerkilega flokkaðar sem popp fyrir fólk með engan metnað eða áhuga á tónlist. Í hina röndina voru hljómsveitir eins og Botnleðja og Maus í alternative-flokknum og þótti tónlist þeirra innihaldsríkari. „Þetta er byggt á svo mörgu öðru en músíkinni. Ef maður hlusta eingöngu á lögin þá hefðu Bandaríkjamenn örugglega skilgreint meirihluta sveitaballapoppsins sem alternative,“ segir Bergur Ebbi. „Ef maður hlustar á dót eins og megnið af Green Day eða Semisonic þá er töluvert sveitaballasánd á þessu. Þessi lög fjalla basically öll um graða náunga sem vilja „„hitta þig í nótt“. Meira að segja dýpra alternative eins og Smashing Pumpkins með sínu strengjarunki og gothic yfirbragði er bara Todmobile með smá heróíndrifnu sjálfshatri. Í grunninn er þetta sama stöffið.“ „Og svo er það þessi negla frá SSSól. Þetta er ekki meira sveitó en svo að þetta lag myndi til dæmis sóma sér vel sem þemalagið í „Friday Night Lights“ eða sambærilegri unglingadramaseríu,“ segir Snorri Helgason. „Þetta er mjög amerískt og töluvert alternative. Hérna erum við basically með Helga Björns standandi einn í rigningunni upp á hól í Texas, við vatnstankinn eins og í Dazed and Confused, með svartan SUV í hægagangi að bíða eftir píunni sinni. Þetta er dúndrandi amerískur og töff 90’s slagari með vælandi dómsdagsgítar og rándýrum ryþmaleik.“ Snorri segir að þetta sé „svona lag sem einhverjir A&R gaurar hjá Capitol Records myndu taka kókaín við og tala um sem nýjasta hittarann.“ „But it was not to be. Sólin var náttúrulega að spila þetta stöff á lokahátíð vinnuskólans í Kópavogi í staðinn,“ segir Bergur Ebbi.
More info...
42 min
September 11, 2015
Man In The Mirror – Poppið og konungur þess
Shamone. Fílalag stendur á tímamótum. Allt hefur verið gert. Konungur rokksins hefur verið fílaður. Glamrokk prinsinn hefur verið fílaður. Stjórinn hefur verið fílaður. Margir hafa verið tilnefndir. Flestir hafa verið maukfílaðir. En nú er komið að aðalréttinum: konungi poppsins. Við erum að tala um hanskakanslarann, sjálfan Michael Jackson, konung popp músíkur. Það verður ekki ráðist í neitt obscurity heldur farið beint í eitt af hans stærstu smellum: The Man in the Mirror af Bad frá 1987. Það er óþarfi að finna upp hjólið. Michael Jackson er kyrrahaf poppmenningar. Það er af nógu að taka. Það skiptir engu máli hvert maður siglir. Það er allstaðar hafsjór. Þegar rætt er um popp þá þarf að ræða um Michael Jackson og þegar rætt er um Michael Jackson þá þarf að ræða ýmislegt annað. Þetta er allt rætt í fílalag í dag. Þetta er allt koverað. Hér er hann borin á borð. Allt í senn hrár og meyr, eins og hann kemur af kúnni, Gary Indiana höfðinginn Michael Jackson.
More info...
67 min
August 14, 2015
You’re So Vain – Kona lætur karlana heyra það
Carly Simon gaf út lag sitt, You’re So Vain, árið 1972. „Hún er 27 ára þegar þetta lag kemur út en samt er þetta rosalegt uppgjör við fortíðina. Það er eins og hún hafi lifað margar ævir þó hún sé ekki eldri en þetta,“ segir Bergur Ebbi í þessum nýjasta þætti Fílalags þar sem þessi adult contemporary negla er maukfíluð. „Þetta er women-empowerment. Hún er að jafna sökina við alla páfuglana sem hún hefur umgengist í gegnum tíðina. Þetta lag er ekki bara um einhvern einn náunga heldur alla ríku sjálfskipuðu playerana í lífi hennar. Og það sem er best er að það er ekki vottur af biturð í laginu heldur hrein og ómenguð sigurvíma,“ bætir hann við.“ Þetta lag er náttúrulega frábær tónsmíð, snjall texti og góð útsetning en það sem stendur upp úr er hvorki versið né viðlagið heldur einmitt brúin þar á milli,“ segir Snorri Helgason en við þetta má bæta að það er almennt viðurkennt innan lagahöfundabransans að brúin í You’re So Vain sé ein voldugasta og kraftmesta brú tónlistarsögunnar og ekki kemur það að sök þó hún spanni aðeins örfá taktbil. „Krafturinn sem losnar úr læðingi í þessari brú er einfaldlega show-business’ finest. Þetta er kraftur sem jafngildir Hendrix að kveikja í gítarnum sínum nema þetta er miklu fagmannlegra og látlausara,“ bætir Snorri við til útskýringar. Til að hlusta á 70s negluna You’re So Vain og hugmyndir Bergs Ebba og Snorra um hana skuluð þið smella hér:
More info...
31 min
June 26, 2015
Please Don’t Let Me Be Misunderstood – Að rista á hol og græða á því
The Animals komu frá Newcastle á Englandi. Músíklega má segja að Newcastle sé einskonar Liverpool fyrir lengra komna. Newcastle liggur nokkrum gráðum norðar, er nokkrum stigum blúsaðara og tónlistin sem kom þaðan endurspeglaði það. Í þessum nýjasta þætti Fílalags er farið beint í hjartað á British Invasion bylgjunni í tónlist sem er það merkilega fyrirbæri að amerísk blús- og þjóðlagatónlist var kynnt fyrir bandarískum almenningi af breskum unglingum. Lagið sem er til umfjöllunar í dag er „Don’t Let Me Be Misunderstood“ sem var upphaflega djass-hittari saminn fyrir Ninu Simone. Lagið fjallar um angist fullorðins fólks í sambandsslitum, djúpan harm og vonleysi. Á einhvern óveraldlegan hátt tókst unglingunum frá Newcastle að gera þetta lag nánast enn tilfinningahlaðnara en orginalinn – og nóg var um samt. Það er hreinlega eins og ætlun þeirra hafi verið að rista hlustendur á hol með flutningnum og hjakka í sárinu í tvær mínútur og 28 sekúndur. Það sem er kannski enn merkilegra er að þeim tókst líka að koma fyrir popp-húkki í miðju þjáningarmistrinu. Lagið er grípandi og var mjög vinsælt. Að lokum má benda á að kapítalisminn sigrar alltaf að lokum. Please Don’t Let Me Be Misunderstood var notað í H&M nærfataauglýsingu með David Beckham sem var sýnd í hálfleik í amerísku Super-Bowl útsendingunni 2012. Þið getið hlustað á umfjöllun Snorra og Bergs Ebba um þetta magnaða lag með því að smella hér:
More info...
0 min
June 12, 2015
Dancing On My Own – „Ég er út í horni og horfi á þig kyssa hana“
Robyn gaf út Dancing on My Own árið 2010 en það lifir enn góðu lífi á skemmtistöðum og heimapartíum út um allan heim. Lagið er tragískur diskóstompari, stútfullt af dansvænni örvæntingu og metrósexúalískri sænskri fegurð. Það er ekki annað hægt en að fíla kjötsöxuðu bassaynthalínuna, yfirkeyrðan vocal-trackinn og chorus-bestunina. Sagan í textanum er mannleg og sígild. Stelpan hefur sig til fyrir ballið, eftirvæntingin er mikil, hún kemur auga á draumaprinsinn á dansgólfinu en hann fer í sleik við aðra stelpu. Það er of seint að bakka út úr þessu. Það eina sem hægt er að gera er að dansa, dansa af æskuþrótti þar til orkan þverr. „Ég bara steinfíla þetta lag. Þetta er lag heillar kynslóðar. Við erum öll eirðarlaus sænsk ungmenni trying to look our best. Það vilja allir vera sérstakir, það vilja allir vera elskaðir en stundum fer allt til spillis. Þannig er það bara,“ segir Bergur Ebbi um lag Robyins. „Ég gefst upp. Þetta er Abba-uppfærsla. Sænskur diskómulningur sem fær tíu komma núll í mínum bókum. Blóm og kransar afþakkaðir,“ bætir Snorri Helgason við. Hlustið á Ranabræður fíla Dancing on My Own með Robyn í þessum nýja og stórskemmtilega þætti Fílalags.
More info...
37 min
June 5, 2015
I Wanna Be Your Dog – Sturlaði táningurinn Detroit
Ef Bandaríkin væru fjölskylda og borgir landsins fjölskyldumeðlimir þá væri Detroit sturlaði táningurinn. Það sem meira er: Detroit er eilífðartáningur. Vandræðagemsinn sem mætir heim til aldraðra foreldra sinna í leðurjakka og drepur í sígarettu á Drottinn blessi heimilið skiltinu og skipar föður sínum að fara út og kaupa bland og mömmu sinni að búa til omilettu. Detroit er svalasti en jafnframt hættulegasti staður Bandaríkjanna; ameríska martröðin með öllu sínu kynþáttahatri, kólestóróli og Batman-skýjakljúfum og þriggja tonna bílum keyrandi um auð strætin. Detroit er líka, eins og allir tónlistarunnendur vita, hlutfallslega frjóasta varpstöð bæði rokksins og poppsins, sannkölluð Keflavík á sterum. Sé mið tekið af höfðatölu þá hefur Detroit alið upp hlutfallslega svo marga fræga rokkara og poppara að það stappar nærri sturlun. Leyfum staðreyndunum að tala. Frá Detroit koma: Smokey Robinson og restin af Miracles, Diana Ross og restin af Supremes, The Four Tops og náttúrulega bara allt frá útgáfunni sem heitir eftir borginni Motown Records, þ.á.m. Stevie Wonder sem selfluttur var þangað ungur að árum og Mikki litli Jackson sem sleit barnsskónum í Studio A á Grand West Boulevard. Hvað meira? Jú jú. Madonna. Alice Cooper. Sufjan Stevens. White Stripes. Eminem og svo þessar dúllulegu rokksveitir sem fundu upp pönkið næstum áratug á undan Bretunum og heita MC5 og The Stooges með Iggy Pop fremstan í flokki. Lagið sem fílað verður í dag er rokk-jarðýta af síkkópata skólanum. Ímyndið ykkur ef Baddi í Djöflaeyjunni hefði toppað aðeins seinna, nært sig með hippisma og jaðarstefnu, tekið LSD ofan í brennivínið, skráð sig í sértrúarsöfnuð og keyrt svo kagganum sínum inn í braggann og yfir alla ábúendur. Lagið sem spilað væri undir væri líklega þessi rokk-þruma með Iggy Pop og félögum í The Stooges.Fílalag. Michigan special.
More info...
50 min
May 1, 2015
Sound of Silence – Gæsahúð handa þér
Það var heitt á könnunni. Það var heitt á pönnunni. New York ómaði af þjóðlagatónlist. Alpahúfurnar bærðust í vindinum og vindurinn boðaði breytingar. Paul Simon, ungur lagahöfundur frá Queens, var til í þetta og vinur hans fékk að vera með. Þeir boðuðu óm þagnarinnar. Hér er til fílunar Sound of Silence. Ein mesta gæsahúðarsprengja tónlistarsögunnar. Um það þarf ekki að hafa fleiri orð. Verði ykkur að góðu.
More info...
35 min
April 24, 2015
Criticism as Inspiration – „Sex mínútna langur hengingarkaðall“
„90’s var tími öfga í tónlist. Það sem var að seljast var annaðhvort öfga hedó-popp eins og 2Unlimited eða öfga rokk um sjálfstortímingu eins og Nine Inch Nails. Það var annaðhvort grunna laugin eða hyldýpið, ekkert pláss fyrir venjulegt svaml. En þegar rykið var að setjast voru margir í sárum. Heil kynslóð var sködduð. Meðal þeirra eru tónlistarmenn eins og David Bazan sem stofnaði Pedro the Lion. Tónlistin hans er svo full af vonleysi að það er unaður á að hlýða,“ segir Bergur Ebbi í nýjasta þætti Fílalags. „Ég hef hitt þennan náunga. Hitti hann á heimavelli í Seattle. Hann sat þarna í faded T-shirt og það datt hvorki af honum né draup. Það er góð uppistaða í honum, rosalega góð hráefni, þetta er eðal-náungi í 100% jafnvægi. Hann hefur basically verið seconds from suicide í stöðuga tvo áratugi. Það er engin örvænting í þessu, hann er bara solid staddur í neðsta þrepi lífshamingjunnar og gefur frá sér þessa stöðugu fallegu þunglyndu orku. Eðall!“ segir Snorri en hann varð þess heiðurs aðnjótandi að leika á tónleikum með David Bazan í Seattle fyrir nokkrum árum.
More info...
41 min
April 17, 2015
Too Much Monkey Bussiness – „John Lennon var með berjasósuna á heilanum“
„Við erum að fíla „Too Much Monkey Business“ hérna. Þarna er þetta að hefjast. Holden Caulfield er búinn að marinerast í nokkur ár þarna og Rebel Without a Cause með James Dean er ennþá heit í kvikmyndasýningavélunum. Það þurfti bara smá push til að klára málið og Chuck Berry sá um það,“ segir Bergur Ebbi í nýjasta þætti Fílalags þar sem fjallað er um eitt frægasta lag Chuck Berry. „Chuck Berry er frumhreyfillinn. Aristóteles var byrjaður að tala um þetta c.a. 350 fyrir Krist. Það þarf engan Stephen Hawking með róbótarödd til að útskýra þetta. Þetta er bara eitthvað afl sem kemur öllu af stað og á undan því var ekkert. Punktur og pizzasósa,“ bætir Snorri við og útskýrir að Chuck Berry sé prótótýpa allra rokkstjarna sem komu eftir hans dag: hégómafullur sósíópat með brengluð kynferðisviðhorf. Chuck Berry skóp þá sem eftir komu. John Lennon var með berjasósuna á heilanum alla sína tíð. Bítlarnir koveruðu samtals níu Chuck Berry lög á upptökum sem gerir hann að andlagskonungi bítlakoverunar (Carl Perkins er með sex). Það þarf ekkert að segja meira. Ef þið fílið ekki Chuck Berry þurfið þið að fara í uppskurð ahh.
More info...
38 min
March 20, 2015
Da Da Da – Poppheimurinn sigraður
Í dag fara Fílalagsbræður í skemmtilegt ferðalag um heim popptónlistar þar sem við sögu koma Bítlarnir, Mannfred Mann og Michael Jackson. Staðnæmst er við árið 1982 þegar Jackson gaf út Thriller, sem er mest selda plata allra tíma, en það er ekki lag af þeirri plötu sem er til umfjöllunar í þættinum. Það merkilega við popptónlist er nefnilega að þrátt fyrir að Michael Jackson sé óumdeildur konungur poppsins og að árið 1982 hafi verið hans stóra platínu-ár þá átti hann alls ekki söluhæsta lag ársins. Langt í frá. Árið 1982 gaf þýska nýbylgjusveitin Trio út lagið Da Da Da en það er lagið sem er maukfílað niður í heimspekilegar öreindir í Fílalagsþætti dagsins. Samanlögð sala þess lags er talin nema 13 milljónum eintaka sem gerir það að einu söluhæsta lagi allra tíma. Að viðbættum auglýsingatekjum og almennri viðveru lagsins í markaðshagkerfi nútímans má nokkuð óumdeilt tala um að Da Da Da sé eitt stærsta sköpunarverk tónlistarsögunnar sé mælikvarði poplúlismans hafður til hliðsjónar. Ætlunarverk nýbylgjupönkarana í Trio var einmitt að skapa popp-skrímsli með eins litlum tilkostnaði og mögulegt væri. Lagið er fagurfræðileg stúdía í mínimalísma, framreitt með þróuðum þýskum lífsleiða og kapítalíserað alla leið í bankann. Samkvæmt lauslegri samantekt Fílalags væri hægt að byggja 24 þúsund sumarbústaði fyrir ágóðann sem Da Da Da hefur skapað fyrir aðstandendur sína. Það sem er athyglisvert við þetta er hvernig sitthvorar öfgarnar í músík renna saman. Öfgakennt pönk sem gefur skít í alla hefðbundna fagurfræði hljómar eins og öfgakennt popp sem leggur allt í sölurnar til að hljóma vel. Niðurstaðan er sú sama: mínímalískt endurtekningarsamt stef með texta sem fjallar um ekki neitt. Í flestum tilfellum hljómar slík blanda illa en í tilfelli Trio varð til ómótstæðilegt popp-skrímsli.
More info...
36 min
March 13, 2015
Maggie May – Graðasti maður breska samveldisins neglir heiminn
„Árið 1971 var Rod Stewart einfaldlega nítrólýserín dýnamít-túba ready to explode. Það er bara þannig,“ segir Snorri Helgason í nýjasta þætti Fílalags þar sem fyrsti hittari Rod Stewarts, Maggie May, var fílaður með pompi og prakt. „Á þessum tímapunkti er hann búinn að gera góða og stöðuga hluti með öllum helstu spöðunum í breska tónlistarheiminum og það eina sem var eftir var að kynna hann fyrir umheiminum,“ bætir hann við en Snorri klæddi sig sérstaklega í níðþröngar mod-buxur fyrir upptöku þessarar viðhafnarútgáfu Fílalags enda nauðsynlegt að fara í sparifötin þegar Roddarinn er fílaður. „Roddarinn var sperrtur eins og páfugl þegar söngurinn var tekinn upp. Hann vissi að þetta var stundin enda er Maggie May óumdeild neglutónsmíð,“ segir Bergur Ebbi sem vafði fimm tóbaksklútum um hálsinn og skartaði maskara til heiðurs Rod á degi podcast-upptökunar. „Það sem einkennir þetta lag umfram allt annað er 100% skortur á efasemdum. Jafnvel húsvörðurinn í upptökuverinu var sperrtur daginn sem þetta var tekið upp því hann vissi að hér væri verið að launcha ferli sem myndi selja 100 milljónir plús af plötum,“ bætir hann við. Meðal fleiri atriða sem rædd voru í þættinum var sérstakt konungsbréf sem Englandsdrottning gaf út árið 1973 og veitti Rod Stewart ótakmarkað „license to shag“ auk þess sem frægur leynisamningur Rod Stewarts og David Bowie kom við sögu. Ef þið fílið Rod Stewart verðið þið að hlusta á þennan Fílalagsþátt. Ef þið fílið ekki Rod Stewart þá er ykkur velkomið að skila fæðingarvottorðum ykkar inn til Hagstofunnar. Borgartún 21a, opið 8-16 alla virka daga.
More info...
48 min
March 7, 2015
Hefnófíl
Fílalag bauð Hefnendunum Hugleiki og Jóhanni Ævari í þátt sinn. Hefnendurnir yfirtóku þáttinn með nördamennsku sinni og fóru að rífast um endurgerðir á kanadískum unglingasápuóperum en loks hófst lagafílun. Hugleikur fílaði lag úr 40 ára gamalli breskri kvikmynd þar sem söngkonan flengir sig í rassinn á meðan hún syngur serenöðu til lögreglufulltrúa sem þjáist af vélindabakflæði. Jóhann Ævar kom með kassettu með Bon Jovi lagi úr Young Guns II sem allir viðstaddir maukfíluðu. Bergur Ebbi reyndi að ganga í augun á nördunum og stakk upp á fílun á lagi úr myndinni Color of Money en breytti svo um kúrs og fílaði klúbbastandardinn Temptation með New Order úr Trainspotting. Snorri sló svo botninn í þetta og lét öllum viðstöddum líða illa með því að spila lag úr the Deerhunter. Tár voru felld, lög voru fíluð. Þá skal það tekið fram að Hefnendurnir fóru á KFC beint eftir upptökur þáttarins. Bergur Ebbi fór í gufubað. Snorri fór heim og lagði sig.
More info...
74 min
February 7, 2015
Say it ain’t so – Normcore krakkar þurfa að kæla sig
„Menn eru eitthvað að tala um normcore í dag eins og það sé hin ultimate hipstera-kaldhæðni. Að klæða sig í kakí-buxur og hvíta strigaskó úr Hagkaup og drekka Egils Gull og ropa í aftursætinu á Volkswagen Golf. Eins og það sé prógressívt artistict statement. Jú jú. Kaldhæðnin er ekki meiri en svo að þetta er aumt carbon copy af því sem var masterað fyrir 20 árum síðan,“ segir Bergur Ebbi í nýjasta þætti Fílalags þar sem Biblía millistéttarrokksins er opnuð í fílun á laginu Say it Ain’t So með Weezer. „Það sem við erum að ræða um hér er X-kynslóðin með allri sinni anti-peacock sálfræði. Það var bannað að vera þaninn og sperrtur á þessum tíma. Málið snérist um að halda kúli, vera neikvæður og tala um hvað lífið væri ömurlegt,“ segir Snorri Helgason og bætir við að Weezer með sinni einföldu antagonist fagurfræði sé kjarninn í 90’s rokkinu. „Hvað erum við að tala um hérna? Weezer. Bláa albúmið. Fjórir gaurar með slappar hárgreiðslur rocking it out með fjórum chords í bassa gítar trommu setöppi. Hlutir verða ekki mikið nær kjarnanum,“ segir Bergur Ebbi. „Svo er það þessi dude-menning og daddy issue backdroppið. Þetta er pizzaveisla frá Jóni Bakan, VHS í tækinu og öllum bekknum boðið. Case closed,“ bætir Snorri við. Þess má geta að þessi þáttur Fílalags er tileinkaður Patreki Ísak Ólafssyni sem sendi þættinum bréf og bað sérstaklega um að fílað yrði lag af Bláu plötu Weezers því það væri fyrsta platan sem hann stalst til að hlusta á hjá stóra bróður sínum. Það er nákvæmlega það sem góð lagafílun snýst um; að stelast í kámugan CD hjá stóra bróður og opna dyr inn í heim rokkfílunar. Say it Ain’t So. Þetta er handa þér Patti.
More info...
53 min
January 30, 2015
The Letter – Maðurinn sem breytti heiminum nýkominn með punghár
„Sko. Höfum það á hreinu að Alex Chilton var 16 ára þegar hann söng þetta. Hann var nýkominn með punghár og fór beint í efsta sætið og þetta er samt ekkert barnastjörnu dæmi. Þetta er fullorðins soul-shaker. Hann hljómar eins og lífsreyndur fjárhættuspilari og kvennabósi en í raun var hann nýkomin úr fermingarkirtlinum,“ segir Bergur Ebbi í nýjasta þætti Fílalags þar sem fjallað er um lagið „The Letter“ með The Box Tops. Alex Chilton og félagar áttu eitt vinsælasta lag tónlistarársins mikla 1967 og markaði það mikil þáttaskil. „Hér eru unglingar farnir að pumpa út þýðingarmikilli músík. Þetta var endanleg staðfesting á því sem hafði verið í gangi á sexunni  [innsk. blaðamanns: 7. áratugnum] þegar unglingar tóku við sem andlegir leiðtogar fjöldans. Þetta var ekkert Monkees dæmi. Hér voru nokkrir hvítir millistéttarkrakkar mættir með músík sem var svo tregafull, en samt líka svo kraftmikil og ungæðisleg, að við erum að tala um instant klassík. Þetta er ómótstæðilegt lag,“ segir Snorri Helgason um lagið sem í daglegu tali gengur undir nafninu „Bréfið“. „Ef við förum aðeins í merkingarfræðina þá er „bréfið“ náttúrlega bréf frá baby-boomer krökkunum stílað á „the man“ um að the tides have changed. Í bréfinu er í raun verið að segja: Fokk jú við förum ekki í Víetnam. Fokk jú president Johnson þú ert meitlaður gamall kall með kúrekahatt og ég er síðhærður bólugrafinn fáviti en er samt miklu klárari en þú. Það var efni bréfsins,“ segir Bergur Ebbi. Þið getið hlustað á þennan innihaldsríka og skemmtilega þátt Fílalags með því að smella hér:
More info...
43 min
January 23, 2015
If I Can Dream – Elvis og hinn þríréttaði ameríski draumur
„Þegar Elvis dreymir þá er ekkert annað á matseðlinum en ameríski draumurinn þríréttaður borinn fram á húddinu á rjómahvítum Cadillac. Það er bara þannig. I rest my case,“ segir Snorri Helgason í nýjasta þætti Fílalags en umfjöllunarefnið er handhafi sjálfrar kórónunnar: Elvis Presley. Lagið sem er til umfjöllunar er ekki neitt entry-level Presley-Pleasure. Nei nei lagsmaður. Hér er um að ræða rúbín-smaragðinn á toppi amerísku graskersbökunnar þar sem hún liggur á gluggasyllu og bíður kólnunar. „If I Can Dream“ er Jobsbók klædd í hempu amerísks skemmtanaiðnaðar, þrælseigur toffímoli með beiskju, kergju en umfram allt þrá, lífsvilja og unaðslegu eftirbragði sigursælu. Jú takk fyrir. Hlustið á þáttinn og fílið Elvis Presley sem aldrei fyrr.
More info...
38 min
January 16, 2015
Summer of ’69 – Þrír menn hafa bitið af sér neðri vörina við að heyra þetta
„Fyrir nokkrum árum fóru menn að tala um konseptið „denim-on-denim“ í merkingunni að klæðast gallabuxum og gallajakka og fóðra sig alveg með denim. Þetta er alveg gott og blessað og fínt að hipsterar hafi fundið svona krúttlegt nafn fyrir þetta en þetta er líka soldið pínlegt því þetta konsept hefur verið kallað „kanadísk kjólföt“ um áratugaskeið,“ segir Bergur Ebbi í nýjasta þætti Fílalags þar sem kanadíski kraftballöðukóngurinn Bryan Adams er fílaður í drasl. Lagið sem fílað verður í dag er nostalgíu-hamarinn „Summer of 69“ sem Adams gaf út á plötunni „Reckless“ árið 1984. „Þetta lag bjó eiginlega til nýtt genre í rokkheiminum. Þetta lag er sérstaklega samið til að vera fílað af 30 ára plús karlmönnum með white man overbite,“ segir Snorri Helgason og bendir á að fyrirbærið sé útskýrt betur í þættinum. „Þetta gengur í stuttu máli út á að menn smella efri tanngóminum yfir neðri vörina og japla á henni.“ „Þrír menn hafa bitið af sér neðri vörina við að heyra þetta lag. Það er staðreynd,“ bætir Bergur Ebbi við og segir að menn eigi helst að klæða sig í ljósþvegnar gallabuxur áður en þátturinn er settur af stað. „Rifnar gallabuxur koma og fara í tískuheiminum en maður getur stólað á að rámi Vancouver bóndinn lætur ekki nappa sig í neinu öðru en hæfilega snjáðum Levi’s 501 þar sem hann hamrar power-chorda á exina sína frammi fyrir stadium mannhöfum í emergent markets,“ bætir Snorri Helgason við. „Við erum að kovera Summer of 69 í þessum þætti sem er augljóslega ekki tilvísun í neitt flower power heldur greddu-infuced hot sticky British Columbia lost year,“ segir hann og fær hroll við tilhugsunina. Þið getið hlustað á þáttinn hér. En passið ykkur því það er hægt að meiða sig á þessu lagi því það fílast svo vel.
More info...
0 min
August 22, 2014
To Know Him Is To Love Him – Fimma. Flauel. Angurværð. Teen Dream. Bangsi lúrir.
„ Yfirvofandi“ er fyrsta orðið sem kemur upp í hugann þegar hlýtt er á „To Know Him is To Love Him“ sem er fyrsti smellur (af mörgum) úr smiðju Phil Spectors. Yfirvofandi, því þrátt fyrir angurværð lagsins sem svífur undursamlega inn í vitundina úr flaueli fimmunnar, þá finnur maður kraumandi sturlunina. Phil Spector er í dag kannski þekktastur fyrir að vera morðingi eða maðurinn sem beindi byssu að Leonard Cohen og skipaði honum að syngja betur. En kannski er líka allt í lagi að minnast Phil Spector fyrir það sem hann gerði áður en geðrofið bankaði á dyr. Þetta er fyrsta lagið hans. Hann var átján ára, safnaði saman krökkum úr skólanum sínum og samdi, útsetti og tók upp þetta lag þessa eilífðarneglu. Átján ára gríslingur, með erfiðan bakgrunn. Pabbi hans fyrirfór sér. Á legsteini föðursins er ritað: „To Know Him Was to Love Him“. Þetta sat í litlum Phil.
More info...
57 min
June 20, 2014
Daniel – Teppalagning úr Sjöunni
Grafið er í fílabeinskistuna og gullmoli sóttur. Umfjöllun um eina torræðustu teppalagningu allra tíma. Daniel. Lagið fjallar um Víetnam-hermann, þó það komi hvergi fram í textanum. Textinn er raunar mjög undarlegur – enda vissi Elton John lítið um hvað textinn átti að þýða. Sú er raunar oft raunin með Elton John, en eins og flestir vita eru textarnir hans samdir af Bernie Taupin. Daniel er svo löðrandi Sjöað. Hér er djúp motta, pluss-þykk. Myrkrið er allsráðandi en það er mjúkt. Öllu er svo haldið saman með suðrænum takti, þó ekki sólríkum. Fílið þetta með okkur. Fílið, börn, fílið!
More info...
38 min
March 1, 2014
Racing In The Streets
Nú eru mikil tímamót framundan hjá Fílalag því á föstudag, 25. nóvember, mun 100. þáttur þeirra Snorra Helgasonar og Bergs Ebba fara í loftið. Eitt hundrað þættir er töluvert afrek í íslenskum hlaðvarpsfræðum og hafa fáir íslenskir podcast þættir lifað jafn lengi. „Við værum örugglega löngu hættir þessu ef það væri ekki bara svo mikið af fólki að hlusta,“ segir Bergur Ebbi aðspurður um langlífið. „Og þó. Kannski væri okkur alveg sama þó að enginn hlustaði því okkur finnst þetta alltaf jafn gaman sjálfum,“ bætir hann við. „Á föstudaginn ætlum við að senda afmælisþátt í loftið. Þar munum við stikla á stóru um þau viðfangsefni sem tekin hafa verið fyrir á þessum tveimur og hálfu ári síðan þættirnir fóru fyrst í loftið,“ segir Snorri. „Við munum líklega raðfíla mikið af þessum lögum aftur og setja þetta allt í samhengi. Halldór Marteinsson, sem er dyggur hlustandi þáttarins, hefur tekið saman allskonar tölfræði sem við munum einnig ræða.“ „Við höfum dyggan hlustendahóp sem gefur allskonar feedback og tillögur um umfjöllunarefni. Það er ótrúlegt hversu margir hafa áhuga á einmitt svona umfjöllun um tónlist. Þetta er ekki beinlínis fræðileg umfjöllun heldur snýst þetta frekar um að setja tónlist í samhengi við tíðaranda og ýmsa persónulega reynslu. Fólk fær aldrei nóg af því. Dægurtónlist er skarpasti spegill sögu undanfarinna áratuga,“ segir Bergur Ebbi. Í tilefni af því að þáttur númer 100 fer í loftið síðar í vikunni er nú grafið í gullkistu alvarpsins og fyrsti Fílalagsþátturinn rifjaður upp. Þátturinn, sem var fyrst sendur út 1. mars 2014, hljómar líklega töluvert öðruvísi en nýjustu þættir þessa langlífa hlaðvarps. „Við vorum eðlilega soldinn tíma að finna rétta tóninn og greiningartólinn. Þessi fyrsti þáttur hljómar kannski soldið stirður, en við skömmumst okkar ekkert fyrir hann því grunnurinn í þessu öllu er að fíla lagið sem við fjöllum um. Og við fílum þetta lag alveg jafn mikið í þessari upptöku frá 2014 eins og við myndum fíla það í dag,“ segir Bergur. Þetta fyrsta lag, sem er einskonar grundvöllur allrar lagafílunar, er svartnættisballaðan „Racing in the Streets“ með Bruce Springsteen af plötunni Darkness on the Edge of Town. Þáttur númer eitt, gjöriði svo vel.
More info...
77 min
Feedback on the new Podbay?
  1x
  15
  15
  00:00:00
   00:00:00